Dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2020 21:40 Maðurinn var dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega á stúlku sem þá var 14 ára gömul. Vísir/Vilhelm Gunnar Viðar Valdimarsson var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn stúlku sem þá var fjórtán ára gömul. Þá er honum gert að greiða henni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Samkvæmt dómnum var talið sannað að Gunnar hafi í tvígang farið með stúlkuna heim til sín þar sem hún veitti honum munnmök og þau höfðu samræði. Gunnari hafi þá verið kunnugt um aldur stúlkunnar en töluverður aldursmunur var á þeim. Málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018 og féll dómur þann 23. nóvember 2018 í málinu. Gunnar var þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi en dómurinn var þyngdur hjá Landsrétti. Gunnar var sakfelldur fyrir að hafa tvisvar sinnum á tímabilinu mars til maí árið 2016 farið með stúlkuna sem þá var 14 ára gömul heim til sín þar sem hún veitti honum munnmök og þau höfðu samræði. Gunnar neitaði sök en hann var 36 ára gamall þegar brotin voru framin. Þau áttu einnig í samskiptum sem fóru fram í gegn um samskiptamiðla á netinu. Gunnar hélt því fram að samskipti hans við stúlkuna hafi ekki verið af kynferðislegum toga, í mesta lagi daður. Hún hafi einu sinni komið inn á heimili hans til þess að fara á salernið. Stúlkan hefur haldið því staðfastlega fram að atvik hafi verið með þeim hætti sem lýst hefur verið hér og að Gunnar hafi vitað að hún væri 14 ára gömul. Hún hafi sagt honum það þegar þau hittust í fyrra skiptið. Rannsókn lögreglu hófst í maí 2016 og lauk í desember sama ár. Ákæra var ekki gefin út fyrr en í janúar 201 og dómur var kveðinn upp í héraðsdómi í nóvember 2018. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu í desember sama ár. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Gunnar Viðar Valdimarsson var í dag dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn stúlku sem þá var fjórtán ára gömul. Þá er honum gert að greiða henni 1,2 milljónir króna í miskabætur. Samkvæmt dómnum var talið sannað að Gunnar hafi í tvígang farið með stúlkuna heim til sín þar sem hún veitti honum munnmök og þau höfðu samræði. Gunnari hafi þá verið kunnugt um aldur stúlkunnar en töluverður aldursmunur var á þeim. Málið var fyrst tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2018 og féll dómur þann 23. nóvember 2018 í málinu. Gunnar var þá dæmdur í 15 mánaða fangelsi en dómurinn var þyngdur hjá Landsrétti. Gunnar var sakfelldur fyrir að hafa tvisvar sinnum á tímabilinu mars til maí árið 2016 farið með stúlkuna sem þá var 14 ára gömul heim til sín þar sem hún veitti honum munnmök og þau höfðu samræði. Gunnar neitaði sök en hann var 36 ára gamall þegar brotin voru framin. Þau áttu einnig í samskiptum sem fóru fram í gegn um samskiptamiðla á netinu. Gunnar hélt því fram að samskipti hans við stúlkuna hafi ekki verið af kynferðislegum toga, í mesta lagi daður. Hún hafi einu sinni komið inn á heimili hans til þess að fara á salernið. Stúlkan hefur haldið því staðfastlega fram að atvik hafi verið með þeim hætti sem lýst hefur verið hér og að Gunnar hafi vitað að hún væri 14 ára gömul. Hún hafi sagt honum það þegar þau hittust í fyrra skiptið. Rannsókn lögreglu hófst í maí 2016 og lauk í desember sama ár. Ákæra var ekki gefin út fyrr en í janúar 201 og dómur var kveðinn upp í héraðsdómi í nóvember 2018. Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu í desember sama ár.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira