Ekki tímabært að segja af eða á vegna friðunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júní 2020 21:00 Sjávarútvegsráðherra kallaði nýverið eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðaflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Vísir Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. Nýverið kallaði sjávarútvegsráðherra eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Á opnum fundi um málið á Akureyri í gær var ráðherra ýmist hvattur til þess að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó sem fyrst, eða drífa sig í því að hefja ferlið sem heimilar slíkt eldi. Hann er þó á bremsunni í báðar áttir. Sjávarútvegsráðherra kynnir breytingar á lögum tengdu fiskeldi á opnum fundi á Akureyri í gær.Stöð 2 „Það þarf að taka ákvörðun þegar það er tímabært. Á þessari stundu er það ekki tímabært. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki umræðu um þá þætti sem þeim finnst skipta máli varðandi fiskeldi í firðinum og aðra atvinnustarfsemi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið í brennidepli frá því að meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri samþykkti að leggja til við ráðherra að friða ætti Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill hins vegar fá að ræða málin fyrst. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir ekki rétt að ákvörðun sé tekin í málinu áður en samtal eigi sér stað.Stöð 2 „Við viljum eiga samtal um þetta byggt á rannsóknum, skoðun og rökum. Heyra sjónarmið, í rauninni viljum við það bara núna fyrst. Svo tökum við ákvarðanir. Við viljum taka ákvarðanir byggðar á einhverju,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er ekki hrifinn af því að fjörðurinn verði friðaður, áður en að slíkt samtal fari fram. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að við séum í raun að taka ákvarðanir um að það verði ekki, byggt á mjög takmarkaðri þekkingu, og án þess að ætla að eiga samtal,“ segir Elías. Ráðherra segir að boltinn sé nú hjá sveitarfélögunum. „Þegar þau svara mér þá setjumst við yfir málið aftur og spáum í næstu skref,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Fiskeldi Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra segir að ekki sé tímabært að taka ákvörðum um það hvort friða eigi nokkra firði, þar á meðal Eyjafjörð, fyrir laxeldi í sjó. Nýverið kallaði sjávarútvegsráðherra eftir því að þrjár stofnanir og sveitarfélög við Eyjafjörð, Jökulfirði á Vestfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa á Austfjörðum skiluðu inn umsögnum um hvort rétt væri að friða firðina fyrir laxeldi í sjókvíum. Á opnum fundi um málið á Akureyri í gær var ráðherra ýmist hvattur til þess að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó sem fyrst, eða drífa sig í því að hefja ferlið sem heimilar slíkt eldi. Hann er þó á bremsunni í báðar áttir. Sjávarútvegsráðherra kynnir breytingar á lögum tengdu fiskeldi á opnum fundi á Akureyri í gær.Stöð 2 „Það þarf að taka ákvörðun þegar það er tímabært. Á þessari stundu er það ekki tímabært. Ég tel mjög mikilvægt að sveitarfélögin taki umræðu um þá þætti sem þeim finnst skipta máli varðandi fiskeldi í firðinum og aðra atvinnustarfsemi,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra. Málið hefur verið í brennidepli frá því að meirihluti bæjarstjórnarinnar á Akureyri samþykkti að leggja til við ráðherra að friða ætti Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó. Bæjarstjóri Fjallabyggðar vill hins vegar fá að ræða málin fyrst. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar, segir ekki rétt að ákvörðun sé tekin í málinu áður en samtal eigi sér stað.Stöð 2 „Við viljum eiga samtal um þetta byggt á rannsóknum, skoðun og rökum. Heyra sjónarmið, í rauninni viljum við það bara núna fyrst. Svo tökum við ákvarðanir. Við viljum taka ákvarðanir byggðar á einhverju,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er ekki hrifinn af því að fjörðurinn verði friðaður, áður en að slíkt samtal fari fram. „Það er hins vegar algjörlega óásættanlegt að við séum í raun að taka ákvarðanir um að það verði ekki, byggt á mjög takmarkaðri þekkingu, og án þess að ætla að eiga samtal,“ segir Elías. Ráðherra segir að boltinn sé nú hjá sveitarfélögunum. „Þegar þau svara mér þá setjumst við yfir málið aftur og spáum í næstu skref,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Fiskeldi Akureyri Fjarðabyggð Ísafjarðarbær Svalbarðsstrandarhreppur Hörgársveit Grýtubakkahreppur Dalvíkurbyggð Eyjafjarðarsveit Fjallabyggð Tengdar fréttir Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45 Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vill umsagnir um hvort rétt sé að friða Eyjafjörð fyrir laxeldi í sjó Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur óskað eftir því að Fiskistofa, Matvælastofnun og Hafrannsóknastofnun veiti umsagnir um hvort rétt sé að lýst verði yfir banni við eldi laxfiska af eldisstofni í sjókvíum í Eyjafirði, Jökulfjörðum og í sunnanverðum Norðfjarðarflóa, það er í Viðifirði og Hellisfirði. 11. júní 2020 10:45
Vilja friða Eyjafjörð fyrir sjókvíaeldi Bæjarstjórnin á Akureyri hefur samþykkt að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn vil að náttúran fái að njóta vafans. 23. maí 2020 20:06