Staðfesta þriggja ára fangelsisdóm yfir þjálfara sem nauðgaði þrettán ára stúlku Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2020 16:48 Landsréttur fjallaði um kæru lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag en komst ekki að niðurstöðu. vísir/vilhelm Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Ákærða er gert að greiða brotaþola 1.500.000 kr. í bætur vegna málsins. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Þjálfaði stúlkuna þegar hún var í þriðja bekk Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands 6. desember 2018 og féll dómur í héraði 28. júní sama árs. Nokkrum dögum síðar var málinu áfrýjað til Landsréttar. Ákærði viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði fyrir að hafa haft vitneskju um aldur hennar. Sagði hann kynmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Fram kom í skýrslu brotaþola að ákærði hefði verið þjálfari hennar þegar hún var í þriðja bekk, hann hafi vitað hvert fæðingarár hennar var og hann hafði óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið. „Auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska,“ segir í dómi héraðsdóms. Þá mun faðir brotaþola einnig hafa rætt við ákærða og varað hann við frekari samskiptum við hana þar sem hún væri einungis tólf ára gömul. Fram kom að brotaþoli og ákærði hefðu „geðveikt oft“ farið á rúntinn og rætt þar um persónuleg málefni ákærða, þar á meðal steranotkun hans. Brotaþoli lýsti atburðarás á þann veg að maðurinn, sem hafði verið þjálfari hennar, hafi haft samband við hana og beðið hana um að hitta sig. Hafi ákærði gefið henni bæði áfengi og kókaín ásamt töflu úr óþekktu efni. Landsréttur hækkaði bætur til stúlkunnar „Hann hefði svo í framhaldi haft orð á því að hún væri með flottan rass og ef hún væri eldri þá myndi hann vera búinn að ríða henni sjö þúsund sinnum,“ segir í dómnum. Maðurinn hafi þá neytt hana til munnmaka og haft við hana samræði auk þess sem að hann hafi tekið af henni tvö myndbönd sem hann hugðist geyma í leynimöppu í síma sínum. Fyrir héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot, fyrir að gefa brotaþola áfengi og fyrir að hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af stúlkunni. Héraðsdómur ákvarðaði að ákærði skyldi greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur en Landsréttur hækkaði þá upphæð um 300.000 kr. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm sem féll í Héraðsdómi Vesturlands á Akranesi yfir karlmanni á þrítugsaldri fyrir að hafa nauðgað 13 ára gamalli stúlku sem hann hafði þjálfað í íþróttum. Ákærða er gert að greiða brotaþola 1.500.000 kr. í bætur vegna málsins. Lesa má dóminn í heild sinni hér. Þjálfaði stúlkuna þegar hún var í þriðja bekk Málið var dómtekið fyrir Héraðsdómi Vesturlands 6. desember 2018 og féll dómur í héraði 28. júní sama árs. Nokkrum dögum síðar var málinu áfrýjað til Landsréttar. Ákærði viðurkenndi fyrir héraðsdómi að hafa haft kynmök við brotaþola en neitaði fyrir að hafa haft vitneskju um aldur hennar. Sagði hann kynmökin hafa átt sér stað með samþykki beggja aðila. Fram kom í skýrslu brotaþola að ákærði hefði verið þjálfari hennar þegar hún var í þriðja bekk, hann hafi vitað hvert fæðingarár hennar var og hann hafði óskað henni til hamingju með þrettán ára afmælið. „Auk þess sem hann hefði alltaf verið að tala um hvað það væri skrýtið hvað hún væri ung því að hún liti út fyrir að vera eldri miðað við líkamlegan þroska,“ segir í dómi héraðsdóms. Þá mun faðir brotaþola einnig hafa rætt við ákærða og varað hann við frekari samskiptum við hana þar sem hún væri einungis tólf ára gömul. Fram kom að brotaþoli og ákærði hefðu „geðveikt oft“ farið á rúntinn og rætt þar um persónuleg málefni ákærða, þar á meðal steranotkun hans. Brotaþoli lýsti atburðarás á þann veg að maðurinn, sem hafði verið þjálfari hennar, hafi haft samband við hana og beðið hana um að hitta sig. Hafi ákærði gefið henni bæði áfengi og kókaín ásamt töflu úr óþekktu efni. Landsréttur hækkaði bætur til stúlkunnar „Hann hefði svo í framhaldi haft orð á því að hún væri með flottan rass og ef hún væri eldri þá myndi hann vera búinn að ríða henni sjö þúsund sinnum,“ segir í dómnum. Maðurinn hafi þá neytt hana til munnmaka og haft við hana samræði auk þess sem að hann hafi tekið af henni tvö myndbönd sem hann hugðist geyma í leynimöppu í síma sínum. Fyrir héraðsdómi var ákærði sakfelldur fyrir kynferðisbrot, fyrir að gefa brotaþola áfengi og fyrir að hafa tekið upp kynferðisleg myndbönd af stúlkunni. Héraðsdómur ákvarðaði að ákærði skyldi greiða brotaþola 1,2 milljónir króna í bætur en Landsréttur hækkaði þá upphæð um 300.000 kr.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira