Búnir að bíða lengi eftir því að koma vegagerð um Gufudalssveit af stað Kristján Már Unnarsson skrifar 12. júní 2020 09:52 Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur veitti Vegagerðinni í febrúar fyrir Teigsskógarleið og krafðist þess um leið að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði verkið þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir. Þeirri kröfu Landverndar hefur nú verið hafnað. En lítur Vegagerðin á þetta sem áfangasigur? „Ja, þetta er allavega.. verkið kemst af stað. Við erum búnir að bíða lengi eftir því. En það er ekki komin heildarniðurstaða en nefndin er búin að gefa það út að hún muni úrskurða ekki síðar en í haust,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin hyggst byrja á tengivegunum að Gufudal og Djúpadal. Kaflinn að Gufudal er hluti núverandi Vestfjarðavegar.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Þangað til er Vegagerðinni heimilt að byrja á tveimur tengivegum, annars vegar að Gufudal og hins vegar að Djúpadal, og ætlar að drífa verkið af stað. „Og stefnum að því að bjóða út annan eða báða, bara í mánuðinum.“ -Og hvenær gætu þá framkvæmdir hafist? „Það þýðir að menn byrja ekki fyrr en um miðjan ágúst, eitthvað svoleiðis – að þeir fari að hreyfa við jarðvegi. Og svo myndi þessu verkefni ljúka næsta sumar." Nýr sjö kílómetra malbikskafli milli Skálaness og Gufudals yrði hluti núverandi Vestfjarðavegar. „Sem verður þá lagður bundnu slitlagi næsta sumar. Og hann mun í öllu falli, hver sem endirinn verður, nýtast umferðinni í allmörg ár.“ Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og Þorskafjörður verður jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Eigendur tveggja jarða neita hins vegar að láta landið af hendi undir veg. „Það þýðir þá að öllum líkindum að við neyðumst til að fara í eignarnám.“ Magnús vonast þó til að framhaldið fáist á hreint í haust. „En við bara erum bjartsýnir og vonumst þá til að geta farið af stað í haust með það að geta boðið stóran hluta af framkvæmdinni út,“ segir framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Samgöngur Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Fleiri fréttir „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Sjá meira
Vegagerðin hefur ákveðið að bjóða út fyrstu kafla hins umdeilda Vestfjarðavegar um Gufudalssveit eftir að kröfu Landverndar um bráðabirgðastöðvun framkvæmda var hafnað. Enn vantar þótt grænt ljós á kaflann um sjálfan Teigsskóg. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Landvernd kærði framkvæmdaleyfi sem Reykhólahreppur veitti Vegagerðinni í febrúar fyrir Teigsskógarleið og krafðist þess um leið að úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála stöðvaði verkið þar til endanlegur úrskurður lægi fyrir. Þeirri kröfu Landverndar hefur nú verið hafnað. En lítur Vegagerðin á þetta sem áfangasigur? „Ja, þetta er allavega.. verkið kemst af stað. Við erum búnir að bíða lengi eftir því. En það er ekki komin heildarniðurstaða en nefndin er búin að gefa það út að hún muni úrskurða ekki síðar en í haust,“ segir Magnús Valur Jóhannsson, framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Vegagerðin hyggst byrja á tengivegunum að Gufudal og Djúpadal. Kaflinn að Gufudal er hluti núverandi Vestfjarðavegar.Kort/Hafsteinn Þórðarson. Þangað til er Vegagerðinni heimilt að byrja á tveimur tengivegum, annars vegar að Gufudal og hins vegar að Djúpadal, og ætlar að drífa verkið af stað. „Og stefnum að því að bjóða út annan eða báða, bara í mánuðinum.“ -Og hvenær gætu þá framkvæmdir hafist? „Það þýðir að menn byrja ekki fyrr en um miðjan ágúst, eitthvað svoleiðis – að þeir fari að hreyfa við jarðvegi. Og svo myndi þessu verkefni ljúka næsta sumar." Nýr sjö kílómetra malbikskafli milli Skálaness og Gufudals yrði hluti núverandi Vestfjarðavegar. „Sem verður þá lagður bundnu slitlagi næsta sumar. Og hann mun í öllu falli, hver sem endirinn verður, nýtast umferðinni í allmörg ár.“ Teigsskógarleiðin styttir Vestfjarðaveg um 22 kílómetra. Veglínan liggur þvert yfir mynni Gufufjarðar og Djúpafjarðar og Þorskafjörður verður jafnframt þveraður á móts við Þórisstaði.Teikning/Vegagerðin. Eigendur tveggja jarða neita hins vegar að láta landið af hendi undir veg. „Það þýðir þá að öllum líkindum að við neyðumst til að fara í eignarnám.“ Magnús vonast þó til að framhaldið fáist á hreint í haust. „En við bara erum bjartsýnir og vonumst þá til að geta farið af stað í haust með það að geta boðið stóran hluta af framkvæmdinni út,“ segir framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Umferðaröryggi Samgöngur Umhverfismál Teigsskógur Tengdar fréttir Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15 Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33 Mest lesið „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Innlent Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Erlent Ráðist á ferðamann í borginni Innlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Fleiri fréttir „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Sjá meira
Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt. 3. apríl 2020 09:15
Kæra leyfi vegna vegar um Teigsskóg Landvernd hefur kært framkvæmdaleyfi vegna vegar um Teigsskóg til úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála. 26. mars 2020 07:33