Viðskipti erlent

PlayStation 5 kemur á markað í ár

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
PlayStation 5 kemur á markað síðar á þessu ári.
PlayStation 5 kemur á markað síðar á þessu ári. Sony

Sony birti í dag útlit nýrrar leikjatölvu, PlayStation 5, sem verður komin á markað síðla þessa árs. Útlit tölvunnar var afhjúpað í kynningu sem Sony streymdi í beinni útsendingu þar sem nýir leikir voru kynntir sem gerðir eru sérstaklega fyrir tölvuna.

Tvær útgáfur verða af leikjatölvunni, önnur verður „hefðbundin“ PS5 tölva (e. standard PlayStation 5) og hin verður „stafræn útgáfa af PlayStation 5“ (e. PlayStation 5 Digital Edition) sem mun ekki innihalda diskalesara (e. discreader). Samkvæmt fréttastofu CNBC gefur það til kynna að tölvan mun aðeins hafa harðan disk sem mun geyma leikina og gæti þar með kostað minna en hin útgáfa tölvunnar.

Sony gaf ekki upp hvað tölvurnar myndu kosta eða nákvæmlega hvenær þær færu á markað en það yrði á síðari hluta þessa árs.

Þá gaf Sony það út að nokkrir hlutir myndu fylgja með PS5 tölvunni, þar á meðal þráðlaus heyrnartól með þrívíddarhljóði, hágæða myndavél svo að leikjaspilarar gætu streymt því þegar þeir væru að spila. Þá myndi fylgja sérstök fjarstýring til að nota með tölvunni og hleðslutæki fyrir fjarstýringarnar.

Sony gaf ekki út hvað fylgihlutirnir myndi kosta né hvenær þeir færu á markað en talið er líklegt að það verði um svipað leyti og tölvan sjálf. Þá gaf Sony einnig út lista af tölvuleikjum fyrir tölvuna sem gefnir verða út á þessu og næsta ári.

Eftirfarandi leikir voru kynntir af Sony í dag:

  • Astro’s Playroom (Japan Studio)
  • Demon’s Souls (Bluepoint Games / Japan Studio)
  • Destruction All Stars (Lucid Games / XDEV)
  • Gran Turismo 7 (Polyphony Digital)
  • Horizon Forbidden West (Guerrilla Games)
  • Marvel’s Spider-Man Miles Morales (Insomniac Games)
  • Ratchet & Clank: Rift Apart (Insomniac Games)
  • Returnal (Housemarque / XDEV)
  • Sackboy A Big Adventure (Sumo Digital / XDEV)
  • Bugsnax (Young Horses)
  • DEATHLOOP (Bethesda)
  • Ghostwire™: Tokyo (Bethesda)
  • Godfall™ (Gearbox Publishing / Counterplay Games)
  • Goodbye Volcano High (KO-OP)
  • Grand Theft Auto V and Grand Theft Auto Online (Rockstar Games)
  • HITMAN 3 (IO Interactive)
  • JETT : The Far Shore® (Superbrothers)
  • Kena: Bridge of the Spirits (Ember Lab)
  • Little Devil Inside (Neostream Interactive)
  • NBA 2K21 (2K, Visual Concepts)
  • Oddworld Soulstorm™ (Oddworld Inhabitants™)
  • Pragmata (Capcom)
  • Project Athia* (Square Enix/Luminous Productions)
  • Resident Evil™ Village (Capcom)
  • Solar Ash (Annapurna Interactive / Heart Machine)
  • Stray (Annapurna / Blue Twelve Studio)
  • Tribes of Midgard (Gearbox Publishing / Norsfell)
  • The Pathless (Annapurna Interactive / Giant Squid)





Fleiri fréttir

Sjá meira


×