Á íslensku í fyrsta sinn í hálfa öld Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. júní 2020 20:00 Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Svo verður áfram gert í sumar en framhaldið metið eftir það. „Þó við höfum prentað þetta blað sex sinnum á ári, í tuttugu þúsund eintökum í hvert skipti, hafa öll þau tímarit í rauninni farið í hendur ferðamanna, sem koma ekki núna til landsins. Við föttuðum að við sátum í rauninni á gullnámu," segir Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem sumir þekkja þó betur sem ljósmyndarann Golla. „Við erum að gefa Íslendingum færi á að lesa um það sem við erum búin að vera segja ferðamönnum síðustu sumur," segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri blaðsins. Ákveðið var að endurnýta hluta þess sem þegar hefur verið birt og þýða á íslensku, enda virðast Íslendingar síður hafa lesið efnið. „Það kom í ljós núna þegar ég vann verðlaun fyrir mynd ársins og myndaseríu ársins að það var grein sem fæstir höfðu séð. Þannig það er gaman að geta endurnýtt þetta svolítið á þennan hátt," segir Golli. Tímaritið verður sem fyrr fríblað og í vikunni verður því dreift um land allt; í verslanir, á bensínstöðvar og á fleiri staði. Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 1963 og þau segja reksturinn nú haldast á floti vegna samlegðaráhrifa frá öðrum verkefnum útgáfufélagsins sem gefur jafnframt út fleiri upplýsingarit fyrir ferðamenn. Það gangi þó verr nú þegar engir ferðamenn eru til staðar. „Auglýsingatekjur hafa hrunið og þegar það borgar brúsann er það náttúrulega erfitt. Það er þó ekkert erfiðara að búa til efni þar sem Ísland er uppfullt af áhugaverðum stöðum, áhugaverðu fólki og áhugaverðum hlutum. Þannig það er ekki það erfiðara. Það er kannski erfitt að láta enda ná saman en þetta er samt ofboðslega skemmtilegt," segir Golli. Íslenska á tækniöld Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira
Þar sem engir ferðamenn eru á landinu ákváðu útgefendur tímaritsins Iceland Review í fyrsta sinn í hátt í sextíu ár að gefa blaðið út á íslensku. Svo verður áfram gert í sumar en framhaldið metið eftir það. „Þó við höfum prentað þetta blað sex sinnum á ári, í tuttugu þúsund eintökum í hvert skipti, hafa öll þau tímarit í rauninni farið í hendur ferðamanna, sem koma ekki núna til landsins. Við föttuðum að við sátum í rauninni á gullnámu," segir Kjartan Þorbjörnsson, útgefandi Iceland Review, sem sumir þekkja þó betur sem ljósmyndarann Golla. „Við erum að gefa Íslendingum færi á að lesa um það sem við erum búin að vera segja ferðamönnum síðustu sumur," segir Gréta Sigríður Einarsdóttir, ritstjóri blaðsins. Ákveðið var að endurnýta hluta þess sem þegar hefur verið birt og þýða á íslensku, enda virðast Íslendingar síður hafa lesið efnið. „Það kom í ljós núna þegar ég vann verðlaun fyrir mynd ársins og myndaseríu ársins að það var grein sem fæstir höfðu séð. Þannig það er gaman að geta endurnýtt þetta svolítið á þennan hátt," segir Golli. Tímaritið verður sem fyrr fríblað og í vikunni verður því dreift um land allt; í verslanir, á bensínstöðvar og á fleiri staði. Blaðið hefur verið gefið út frá árinu 1963 og þau segja reksturinn nú haldast á floti vegna samlegðaráhrifa frá öðrum verkefnum útgáfufélagsins sem gefur jafnframt út fleiri upplýsingarit fyrir ferðamenn. Það gangi þó verr nú þegar engir ferðamenn eru til staðar. „Auglýsingatekjur hafa hrunið og þegar það borgar brúsann er það náttúrulega erfitt. Það er þó ekkert erfiðara að búa til efni þar sem Ísland er uppfullt af áhugaverðum stöðum, áhugaverðu fólki og áhugaverðum hlutum. Þannig það er ekki það erfiðara. Það er kannski erfitt að láta enda ná saman en þetta er samt ofboðslega skemmtilegt," segir Golli.
Íslenska á tækniöld Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Sjá meira