Pepsi Max kvenna eftir 3 daga: Þriðja markahæsta lið deildarinnar féll í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2020 13:00 Keflavíkurkonur fagna einu af þrjátíu mörkum sínum í Pepsi Max deild kvenna í fyrra. Á myndinni fá sjá þrjá markahæstu leikmenn liðsins. Sophie Mc Mahon Groff tekur á móti Sveindísi Jane Jónsdóttur en aðrir leikmenn faðma Natasha Moraa Anasi. Vísir/Daníel Þór Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 3 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Það var svo sannarlega ekki sóknarleikurinn sem felldi Keflavíkurkonur í Pepsi Max deild kvenna síðasta sumar. Það voru aðeins taplausu toppliðin, Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks, sem skoruðu fleiri mörk en Keflavíkurliðið. Keflavík skoraði þannig sex mörkum meira en Selfoss sem varð í þriðja sæti og tók bikarmeistaratitilinn. Keflavíkurliðið skoraði helming marka sinna í sigurleikjunum fjórum þar af níu í sigrum á KR (4-0) og Stjörnunni (5-0) í tveimur leikjum í röð í júní. Miklu munaði um hina átján ára gömlu Sveindísi Jane Jónsdóttur sem var með 7 mörk, 8 stoðsendingar og 2 víti og kom alls að 17 mörkum Keflavíkurliðsins með beinum hætti. Hún átti líka þátt í undirbúningi fimm marka í vibót og Keflavíkurliðið skoraði því aðeins átta mörk án þess að hún kæmi við sögu. Keflavíkurliðið setti með þessu nýtt met og bætti það gamla um heil sjö mörk. Aldrei hefur lið fallið úr tíu liða efstu deild kvenna með jafnmörg mörk. Gamla metið átti Fylkisliðið frá 2012 en þá dugði það þeim ekki að skora 23 mörk. Flest mörk í Pepsi Max deild kvenna 2019: 1. Valur 65 2. Breiðablik 54 3. Keflavík 30 4. Þór/KA 29 4. ÍBV 29 6. Selfoss 24 6. KR 24 8. Fylkir 22 9. Stjarnan 21 10. HK/Víkingur 12 Flest mörk falliða í tíu liða úrvalsdeild kvenna (2008-2019): 30 - Keflavík, 2019 23 - Fylkir, 2012 21 - FH, 2010 20 - HK/Víkingur, 2013 20 - Grindavík, 2011 20 - HK/Víkingur 2008 19 - Þróttur R., 2011 18 - FH, 2018 18 - Selfoss, 2016 18 - FH 2014 Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Einu sinni var... Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 3 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Það var svo sannarlega ekki sóknarleikurinn sem felldi Keflavíkurkonur í Pepsi Max deild kvenna síðasta sumar. Það voru aðeins taplausu toppliðin, Íslandsmeistarar Vals og silfurlið Breiðabliks, sem skoruðu fleiri mörk en Keflavíkurliðið. Keflavík skoraði þannig sex mörkum meira en Selfoss sem varð í þriðja sæti og tók bikarmeistaratitilinn. Keflavíkurliðið skoraði helming marka sinna í sigurleikjunum fjórum þar af níu í sigrum á KR (4-0) og Stjörnunni (5-0) í tveimur leikjum í röð í júní. Miklu munaði um hina átján ára gömlu Sveindísi Jane Jónsdóttur sem var með 7 mörk, 8 stoðsendingar og 2 víti og kom alls að 17 mörkum Keflavíkurliðsins með beinum hætti. Hún átti líka þátt í undirbúningi fimm marka í vibót og Keflavíkurliðið skoraði því aðeins átta mörk án þess að hún kæmi við sögu. Keflavíkurliðið setti með þessu nýtt met og bætti það gamla um heil sjö mörk. Aldrei hefur lið fallið úr tíu liða efstu deild kvenna með jafnmörg mörk. Gamla metið átti Fylkisliðið frá 2012 en þá dugði það þeim ekki að skora 23 mörk. Flest mörk í Pepsi Max deild kvenna 2019: 1. Valur 65 2. Breiðablik 54 3. Keflavík 30 4. Þór/KA 29 4. ÍBV 29 6. Selfoss 24 6. KR 24 8. Fylkir 22 9. Stjarnan 21 10. HK/Víkingur 12 Flest mörk falliða í tíu liða úrvalsdeild kvenna (2008-2019): 30 - Keflavík, 2019 23 - Fylkir, 2012 21 - FH, 2010 20 - HK/Víkingur, 2013 20 - Grindavík, 2011 20 - HK/Víkingur 2008 19 - Þróttur R., 2011 18 - FH, 2018 18 - Selfoss, 2016 18 - FH 2014
Flest mörk í Pepsi Max deild kvenna 2019: 1. Valur 65 2. Breiðablik 54 3. Keflavík 30 4. Þór/KA 29 4. ÍBV 29 6. Selfoss 24 6. KR 24 8. Fylkir 22 9. Stjarnan 21 10. HK/Víkingur 12 Flest mörk falliða í tíu liða úrvalsdeild kvenna (2008-2019): 30 - Keflavík, 2019 23 - Fylkir, 2012 21 - FH, 2010 20 - HK/Víkingur, 2013 20 - Grindavík, 2011 20 - HK/Víkingur 2008 19 - Þróttur R., 2011 18 - FH, 2018 18 - Selfoss, 2016 18 - FH 2014
Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Einu sinni var... Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Sjá meira