Ólíklegt að sýnatakan reynist flöskuháls þar sem færri verða á ferðinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. júní 2020 20:00 Átta flugfélög hafa greint frá því að flogið verði til Íslands í sumar. Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Átta flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands eftir 15. júní. Það eru Atlantic Airways, British Airways, Czech Airlines, Icelandair, Lufthansa, SAS, Transavia og Wizz air. Að sögn Isavia er opið samtal við fleiri félög. Á sama tíma í fyrra héldu 23 félög uppi reglulegu flugi til landsins. Umsvifamest verður Icelandair. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins segir flókið að setja saman flugáætlun í þessu ástandi. Í morgun stóð til dæmis til að fljúga til ellefu áfangastaða eftir 15. júní. Síðdegis voru þeir orðnir tíu eftir að Frakkar ákváðu að fresta opnun landsins. París var því tekin af lista áfangastaða. „Ofan á Stokkhólm, Boston og London sem við höfum verið að fljúga til núna allan þennan tíma verður bætt við Munchen, Frankfurt og Berlín í Þýskalandi. Svo bætist við Amsterdam, Zurich, Osló og Kaupmannahöfn," segir Birna Ósk Einarsdóttir. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Samkvæmt könnun EMC rannókna sem gerð var í lok maí hyggja hátt í fjórtán prósent landsmanna á ferðalög til útlanda í sumar og um 25 prósent í haust, eða alls hátt í fjörtíu prósent á þessu ári. Meirihlutinn, eða um sextíu prósent, gerir ekki ráð fyrir að fara ekki til útlanda fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hátt í fjörtíu prósent aðspurðra í nýrri könnun hyggjast fara til útlanda á árinu. Samkvæmt Icelandair eru margir að hafa samband en þó að leita frekari upplýsinga áður en ferð er bókuð. „Fólk er að leita aðeins nær heimahögunum en oft áður. Það eru þá Norðurlöndin og það er Þýskaland, Holland og Sviss," segir Birna. Hún á ekki von á því að tvö þúsund sýna afkastagetan í Keflavík reynist hindrun. „Ekki til að byrja með. Við finnum alveg út úr því með yfirvöldum." Ferðirnar verði fáar í fyrstu. „Svona til að byrja með fimm til sex flug á dag í mesta lagi. Ég held að það væri bjartsýni að reikna með fullum vélum til að byrja með. Nú snýst þetta fyrst og fremst um að koma vélinni aftur af stað," segir Birna. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Ólíklegt er að afkastageta við sýnatökur í Keflavík verði hindrun þar sem ferðamenn verða að líkum færri í fyrstu að sögn Icelandair. Hátt í fjörutíu prósent landsmanna hyggja á ferðalög til útlanda á þessu ári samkvæmt könnun. Átta flugfélög hyggjast fljúga hingað til lands eftir 15. júní. Það eru Atlantic Airways, British Airways, Czech Airlines, Icelandair, Lufthansa, SAS, Transavia og Wizz air. Að sögn Isavia er opið samtal við fleiri félög. Á sama tíma í fyrra héldu 23 félög uppi reglulegu flugi til landsins. Umsvifamest verður Icelandair. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs félagsins segir flókið að setja saman flugáætlun í þessu ástandi. Í morgun stóð til dæmis til að fljúga til ellefu áfangastaða eftir 15. júní. Síðdegis voru þeir orðnir tíu eftir að Frakkar ákváðu að fresta opnun landsins. París var því tekin af lista áfangastaða. „Ofan á Stokkhólm, Boston og London sem við höfum verið að fljúga til núna allan þennan tíma verður bætt við Munchen, Frankfurt og Berlín í Þýskalandi. Svo bætist við Amsterdam, Zurich, Osló og Kaupmannahöfn," segir Birna Ósk Einarsdóttir. Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. Samkvæmt könnun EMC rannókna sem gerð var í lok maí hyggja hátt í fjórtán prósent landsmanna á ferðalög til útlanda í sumar og um 25 prósent í haust, eða alls hátt í fjörtíu prósent á þessu ári. Meirihlutinn, eða um sextíu prósent, gerir ekki ráð fyrir að fara ekki til útlanda fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Hátt í fjörtíu prósent aðspurðra í nýrri könnun hyggjast fara til útlanda á árinu. Samkvæmt Icelandair eru margir að hafa samband en þó að leita frekari upplýsinga áður en ferð er bókuð. „Fólk er að leita aðeins nær heimahögunum en oft áður. Það eru þá Norðurlöndin og það er Þýskaland, Holland og Sviss," segir Birna. Hún á ekki von á því að tvö þúsund sýna afkastagetan í Keflavík reynist hindrun. „Ekki til að byrja með. Við finnum alveg út úr því með yfirvöldum." Ferðirnar verði fáar í fyrstu. „Svona til að byrja með fimm til sex flug á dag í mesta lagi. Ég held að það væri bjartsýni að reikna með fullum vélum til að byrja með. Nú snýst þetta fyrst og fremst um að koma vélinni aftur af stað," segir Birna.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira