Ágæt yfirlýsing en fyrst og fremst bónusleikur Sindri Sverrisson skrifar 6. júní 2020 19:30 Dagný Brynjarsdóttir heldur hér á syni sínum þegar að Selfyssingar fögnuðu sigrinum á Val í meistarakeppni KSÍ í dag. vísir/hag „Þetta var kannski ágæt yfirlýsing og það er frábært að geta skrifað söguna áfram með Selfossi, en þetta var að mínu mati fyrst og fremst bónusleikur,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir eftir að Selfoss fagnaði 2-1 sigri á Val í meistarakeppni KSÍ í fótbolta. Íslandsmeistarar Vals komust yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk í seinni hálfleik tryggðu bikarmeisturunum sigur. „Það var gott að fá alvöru leik áður en að Íslandsmótið hefst. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem að við spilum með fullt lið. Við vorum með leikmenn í háskóla, fengum útlendingana í samkomubanninu, og ég náði örfáum leikjum í janúar og febrúar. Við erum með 5-6 nýja byrjunarliðsmenn og í fyrsta sinn að spila allar saman, og þetta var frábær leikur til að sjá okkar styrkleika og margt sem að við getum líka bætt,“ sagði Dagný við Vísi, en Selfyssingar hafa sett sér skýrt markmið um að vinna titla í sumar. Okkar bestu leikir ekki fyrr en eftir sex leiki „Ef að við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni þurfum við að byrja af krafti strax, en við munum ekki spila okkar bestu leiki fyrr en eftir 6-7 leiki. Við höfum ekki haft undirbúningstímabilið, svo það er frábært að fá þennan sigur í dag og svo þurfum við að halda áfram að bæta okkur því það er margt sem þarf að laga.“ Selfoss náði sér mun betur á strik í seinni hálfleiknum í dag eftir að hafa átt erfitt með að skapa færi í þeim fyrri: „Minn styrkleiki er að pressa fram og vinna boltann. Við vorum svo mikið að passa okkar mark, allt of ragar, og þær náðu alltaf að finna lausan mann á miðjunni. Við ákváðum í hálfleik að fara „all in“ og klára pressuna, og þá varð þetta allt annað. Við náðum að vinna boltann framar og skapa meira. Við höfðum verið svolítið sundurslitnar en þéttum línurnar og stigum upp saman,“ sagði Dagný. Markahæst í liði þar sem að Elín Metta og Berglind komust ekki í byrjunarlið sem framherjar Tiffany McCarty skoraði laglegt mark fyrir Selfoss í sínum fyrsta alvöru leik fyrir liðið, en hún hefur ekki æft lengi með liðinu og virtist nánast örmagna síðasta korterið af leiknum. Hæfileikarnir sáust hins vegar alveg: „Hún er góður leikmaður. Ég er sú eina í liðinu sem hef spilað með henni og hún er mjög góð í að fá stungusendingar í gegnum vörnina. Við fengum örugglega tíu tækifæri til þess en sendum boltann frekar beint í fætur. Við þurfum að læra inn á þetta. Einn af hennar styrkleikum er líka að snúa með mann í bakinu og keyra á hann, sem að við náðum ekki að finna heldur. Við þurfum að læra á hana en hún er frábær leikmaður, var fyrirliði Florida State þegar ég kom þangað og spilaði með mér í tvö ár, og hefur átt frábæran atvinnumannaferil,“ sagði Dagný, og undirstrikaði hversu sterkur markaskorari væri mættur í Pepsi Max-deildina: „Hún er markahæsti leikmaður Florida State frá upphafi, sem framherji, og hvorki Elín Metta [Jensen] né Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] komust sem byrjunarliðsmenn inn sem framherji hjá Florida State. Hún er það góð. Og hún hefur líka verið í öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna.“ Kaylan frábær í rammanum Kaylan Marckese er sömuleiðis mætt ný inn í lið bikarmeistaranna og varði oft vel gegn Val í dag. „Þetta var fyrsti leikurinn minn með Kaylan, við tókum æfingu í dag til að sjá hvað hún myndi sparka langt og erum að læra inn á hana, en hún er frábær í rammanum. Hennar sendingageta er slík að hún er réttfæt en tekur víti með vinstri. Hún getur tekið boltann með vinstri og hægri og nýtist okkur mjög vel til að skipta á milli kanta, en svo er hún líka bara mjög góð í að grípa inn í, stór og sterk,“ sagði Dagný. Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sjáðu langskotið sem tryggði Selfyssingum fyrsta titil sumarsins Anna María Friðgeirsdóttir tryggði Selfossi fyrsta titil sumarsins í kvennaflokki er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Val í Meistarakeppni KSÍ sem fór fram á Origo-vellinum í dag. 6. júní 2020 18:57 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-2 | Bikarmeistararnir sýndu að þeim er fyllsta alvara Selfoss vann meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn í dag, í fyrsta sinn sem liðið tók þátt, þegar Selfyssingar unnu Valskonur 2-1 á Hlíðarenda eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 6. júní 2020 18:45 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
„Þetta var kannski ágæt yfirlýsing og það er frábært að geta skrifað söguna áfram með Selfossi, en þetta var að mínu mati fyrst og fremst bónusleikur,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir eftir að Selfoss fagnaði 2-1 sigri á Val í meistarakeppni KSÍ í fótbolta. Íslandsmeistarar Vals komust yfir í fyrri hálfleik en tvö mörk í seinni hálfleik tryggðu bikarmeisturunum sigur. „Það var gott að fá alvöru leik áður en að Íslandsmótið hefst. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem að við spilum með fullt lið. Við vorum með leikmenn í háskóla, fengum útlendingana í samkomubanninu, og ég náði örfáum leikjum í janúar og febrúar. Við erum með 5-6 nýja byrjunarliðsmenn og í fyrsta sinn að spila allar saman, og þetta var frábær leikur til að sjá okkar styrkleika og margt sem að við getum líka bætt,“ sagði Dagný við Vísi, en Selfyssingar hafa sett sér skýrt markmið um að vinna titla í sumar. Okkar bestu leikir ekki fyrr en eftir sex leiki „Ef að við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni þurfum við að byrja af krafti strax, en við munum ekki spila okkar bestu leiki fyrr en eftir 6-7 leiki. Við höfum ekki haft undirbúningstímabilið, svo það er frábært að fá þennan sigur í dag og svo þurfum við að halda áfram að bæta okkur því það er margt sem þarf að laga.“ Selfoss náði sér mun betur á strik í seinni hálfleiknum í dag eftir að hafa átt erfitt með að skapa færi í þeim fyrri: „Minn styrkleiki er að pressa fram og vinna boltann. Við vorum svo mikið að passa okkar mark, allt of ragar, og þær náðu alltaf að finna lausan mann á miðjunni. Við ákváðum í hálfleik að fara „all in“ og klára pressuna, og þá varð þetta allt annað. Við náðum að vinna boltann framar og skapa meira. Við höfðum verið svolítið sundurslitnar en þéttum línurnar og stigum upp saman,“ sagði Dagný. Markahæst í liði þar sem að Elín Metta og Berglind komust ekki í byrjunarlið sem framherjar Tiffany McCarty skoraði laglegt mark fyrir Selfoss í sínum fyrsta alvöru leik fyrir liðið, en hún hefur ekki æft lengi með liðinu og virtist nánast örmagna síðasta korterið af leiknum. Hæfileikarnir sáust hins vegar alveg: „Hún er góður leikmaður. Ég er sú eina í liðinu sem hef spilað með henni og hún er mjög góð í að fá stungusendingar í gegnum vörnina. Við fengum örugglega tíu tækifæri til þess en sendum boltann frekar beint í fætur. Við þurfum að læra inn á þetta. Einn af hennar styrkleikum er líka að snúa með mann í bakinu og keyra á hann, sem að við náðum ekki að finna heldur. Við þurfum að læra á hana en hún er frábær leikmaður, var fyrirliði Florida State þegar ég kom þangað og spilaði með mér í tvö ár, og hefur átt frábæran atvinnumannaferil,“ sagði Dagný, og undirstrikaði hversu sterkur markaskorari væri mættur í Pepsi Max-deildina: „Hún er markahæsti leikmaður Florida State frá upphafi, sem framherji, og hvorki Elín Metta [Jensen] né Berglind [Björg Þorvaldsdóttir] komust sem byrjunarliðsmenn inn sem framherji hjá Florida State. Hún er það góð. Og hún hefur líka verið í öllum yngri landsliðum Bandaríkjanna.“ Kaylan frábær í rammanum Kaylan Marckese er sömuleiðis mætt ný inn í lið bikarmeistaranna og varði oft vel gegn Val í dag. „Þetta var fyrsti leikurinn minn með Kaylan, við tókum æfingu í dag til að sjá hvað hún myndi sparka langt og erum að læra inn á hana, en hún er frábær í rammanum. Hennar sendingageta er slík að hún er réttfæt en tekur víti með vinstri. Hún getur tekið boltann með vinstri og hægri og nýtist okkur mjög vel til að skipta á milli kanta, en svo er hún líka bara mjög góð í að grípa inn í, stór og sterk,“ sagði Dagný.
Pepsi Max-deild kvenna UMF Selfoss Tengdar fréttir Sjáðu langskotið sem tryggði Selfyssingum fyrsta titil sumarsins Anna María Friðgeirsdóttir tryggði Selfossi fyrsta titil sumarsins í kvennaflokki er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Val í Meistarakeppni KSÍ sem fór fram á Origo-vellinum í dag. 6. júní 2020 18:57 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-2 | Bikarmeistararnir sýndu að þeim er fyllsta alvara Selfoss vann meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn í dag, í fyrsta sinn sem liðið tók þátt, þegar Selfyssingar unnu Valskonur 2-1 á Hlíðarenda eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 6. júní 2020 18:45 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Sjáðu langskotið sem tryggði Selfyssingum fyrsta titil sumarsins Anna María Friðgeirsdóttir tryggði Selfossi fyrsta titil sumarsins í kvennaflokki er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Val í Meistarakeppni KSÍ sem fór fram á Origo-vellinum í dag. 6. júní 2020 18:57
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 1-2 | Bikarmeistararnir sýndu að þeim er fyllsta alvara Selfoss vann meistarakeppni KSÍ í fyrsta sinn í dag, í fyrsta sinn sem liðið tók þátt, þegar Selfyssingar unnu Valskonur 2-1 á Hlíðarenda eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 6. júní 2020 18:45