Innlent

Unglingar í sjálfheldu í Kjósarskarði

Andri Eysteinsson skrifar
Björgunarsveit er kominn á staðinn og eru aðgerðir að hefjast.
Björgunarsveit er kominn á staðinn og eru aðgerðir að hefjast. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir aðstoða nú tvær ungar stúlkur sem eru í sjálfheldu í klettabelti í Kjósarskarði. Alls eru þrjú í vanda stödd í fjallinum því samferðamaður þeirra þarf einnig aðstoð björgunarsveita, engar fregnir hafa þó borist af slysum á fólki.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að í fyrstu hafi nákvæm staðsetning stúlknanna verið á reiki en nú sé búið að staðsetja þær og fyrsti hópur björgunarsveitarmanna sé nýkominn á staðinn.

Útkallið barst um klukkan 14:00 og klukkutíma síðar eru aðgerðir hafnar við að tryggja öryggi stúlknanna og koma þeim niður.

Davíð segir stúlkurnar ekki hátt uppi í hlíðinni en klettarnir séu lausir í sér. Eins og áður segir er fyrsti hópur kominn á vettvang og er á von á fleiri hópum frá Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×