Mættur til Vopnafjarðar ári eftir að hafa verið orðaður við ensk úrvalsdeildarlið Arnar Geir Halldórsson skrifar 6. júní 2020 11:00 Nýjustu leikmenn Einherja á Vopnafirði. Twitter/Einherji Einherji hefur styrkt knattspyrnulið sitt fyrir átökin í 3.deildinni í sumar en Englendingarnir Ben King og Recoe Martin eru gengnir til liðs við félagið. Recoe Martin kemur frá enska C-deildarliðinu MK Dons en fyrir ári síðan var hann orðaður við ensk úrvalsdeildarlið á borð við Southampton, Newcastle og Norwich. Í grein enska fjölmiðilsins Mirror fyrir rúmu ári síðan er Martin sagður vera næsti Dele Alli en greinin er skrifuð í kjölfar þess að Martin gerði fimm mörk á 17 mínútum í leik með unglingaliði MK Dons gegn Leyton Orient. Er Alli uppalinn hjá MK Dons og sló svo í gegn með enska stórliðinu Tottenham. Í þessari sömu grein Mirror segir frá áhuga úrvalsdeildarliðanna sem nefnd eru fyrr í fréttinni en nú rúmu ári síðar mun Martin spila á Vopnafirði og binda Einherjamenn miklar vonir við kappann. Einherji hefur samið við tvo unga BretaBen King frá Carson-Newman Hann getur spilað flestar stöður hægra megin á vellinum og mun styrkja liðið mikiðRecoe Martin frá MK Dons. Recoe getur leyst allar stöður í fremstu röð og er mikill styrkur fyrir félagið pic.twitter.com/Om79tHaRxg— Ungmennafélagið Einherji (@Umf_Einherji) June 5, 2020 Fjöldi erlendra leikmanna hefur spilað í neðri deildum Íslands undanfarna áratugi og þar hafa oft verið leikmenn með áhugaverðan bakgrunn. Snemma á þessari öld gekk Bosníumaður að nafni Almir Cosic í raðir Leiknis Fáskrúðsfjarðar, sem þá lék í 3.deild, en tveimur árum áður hafði enska úrvalsdeildarliðið Newcastle lagt fram kauptilboð upp á eina milljón punda í Cosic. Gerði hann góða hluti á Fáskrúðsfirði áður en hann var fenginn til HK. Lék Cosic yfir 100 leiki hér á landi, flesta í neðri deildum. Annað dæmi um leikmann sem hefur búið til feril í neðri deildum Íslands eftir að hafa verið spáð miklum frama á stærsta sviði knattspyrnunnar í ensku úrvalsdeildinni er Aaron Spear. Hann þótti einn efnilegasti leikmaður Newcastle á sínum yngri árum en mun leika með Kórdrengjum í 2.deildinni í sumar og á hátt í 100 leiki í Íslandsmóti, flesta í B og C deild. Íslenski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Einherji hefur styrkt knattspyrnulið sitt fyrir átökin í 3.deildinni í sumar en Englendingarnir Ben King og Recoe Martin eru gengnir til liðs við félagið. Recoe Martin kemur frá enska C-deildarliðinu MK Dons en fyrir ári síðan var hann orðaður við ensk úrvalsdeildarlið á borð við Southampton, Newcastle og Norwich. Í grein enska fjölmiðilsins Mirror fyrir rúmu ári síðan er Martin sagður vera næsti Dele Alli en greinin er skrifuð í kjölfar þess að Martin gerði fimm mörk á 17 mínútum í leik með unglingaliði MK Dons gegn Leyton Orient. Er Alli uppalinn hjá MK Dons og sló svo í gegn með enska stórliðinu Tottenham. Í þessari sömu grein Mirror segir frá áhuga úrvalsdeildarliðanna sem nefnd eru fyrr í fréttinni en nú rúmu ári síðar mun Martin spila á Vopnafirði og binda Einherjamenn miklar vonir við kappann. Einherji hefur samið við tvo unga BretaBen King frá Carson-Newman Hann getur spilað flestar stöður hægra megin á vellinum og mun styrkja liðið mikiðRecoe Martin frá MK Dons. Recoe getur leyst allar stöður í fremstu röð og er mikill styrkur fyrir félagið pic.twitter.com/Om79tHaRxg— Ungmennafélagið Einherji (@Umf_Einherji) June 5, 2020 Fjöldi erlendra leikmanna hefur spilað í neðri deildum Íslands undanfarna áratugi og þar hafa oft verið leikmenn með áhugaverðan bakgrunn. Snemma á þessari öld gekk Bosníumaður að nafni Almir Cosic í raðir Leiknis Fáskrúðsfjarðar, sem þá lék í 3.deild, en tveimur árum áður hafði enska úrvalsdeildarliðið Newcastle lagt fram kauptilboð upp á eina milljón punda í Cosic. Gerði hann góða hluti á Fáskrúðsfirði áður en hann var fenginn til HK. Lék Cosic yfir 100 leiki hér á landi, flesta í neðri deildum. Annað dæmi um leikmann sem hefur búið til feril í neðri deildum Íslands eftir að hafa verið spáð miklum frama á stærsta sviði knattspyrnunnar í ensku úrvalsdeildinni er Aaron Spear. Hann þótti einn efnilegasti leikmaður Newcastle á sínum yngri árum en mun leika með Kórdrengjum í 2.deildinni í sumar og á hátt í 100 leiki í Íslandsmóti, flesta í B og C deild.
Íslenski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira