WHO hvetur til notkunar á andlitsgrímum Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 23:08 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur andlitsgrímur geta hjálpað til við að koma í veg fyrir smit. Þó þurfi einnig að huga að öðrum smitvörnum. Vísir/Getty Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Áður hafði stofnunin talið lítið benda til þess að slíkt væri gagnlegt. Nýjar leiðbeiningar stofnunarinnar taka mið af nýjum rannsóknum sem sýna að andlitsgrímur séu á meðal þess sem getur komið í veg fyrir smit. Því telur stofnunin notkun þeirra ekki vera falskt öryggi líkt og áður var talið. WHO updated guidance on the use of masks for control of #COVID19: https://t.co/z6DTZLG5QsThe new guidance is based on evolving evidence and provides updates on:😷who should wear a mask😷when a mask should be worn😷what a mask should be made of pic.twitter.com/Cu7MEyCs3J— World Health Organization (WHO) (@WHO) June 5, 2020 „Við höfum nýjar upplýsingar sem benda til þess að ef [grímurnar] eru notaðar með réttum hætti getur það komið í veg fyrir dropasmit,“ sagði Dr. Maria Van Kerkhove, aðalsérfræðingur stofnunarinnar í samtali við Reuters. Þá lagði hún áherslu á að stofnunin væri ekki að mæla með andlitsgrímum sem væru notaðar á sjúkrahúsum heldur úr öðrum efnum, til að mynda bómull. Hún sagði stofnunina biðla til ríkisstjórna að hvetja almenning til þess að nota grímur en Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir þó grímurnar einar og sér ekki duga til heldur þyrfti fólk einnig að huga að handþvotti og félagsforðun. "I cannot say this clearly enough: masks alone will not protect you from #COVID19.Masks are not a replacement for physical distancing, hand hygiene and other public health measures. Masks are only of benefit as part of a comprehensive approach"-@DrTedros— World Health Organization (WHO) (@WHO) June 5, 2020 Leiðbeiningarnar eru þó óbreyttar fyrir heilbrigðisstarfsmenn en þeir eiga ávallt að vera með andlitsgrímur við meðhöndlun Covid-19 sjúklinga eða annarra sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Þær ná hins vegar nú einnig til starfsfólks á heilsugæslum, hjúkrunarheimilum eða öðrum stöðum þar sem fólk er í langtímavistun. Mikilvægt sé að nota grímur á svæðum þar sem veiran gæti verið í dreifingu. April Baller, sérfræðingur stofnunarinnar í smitvörnum, sagði almenning geta útbúið grímur heima hjá sér úr klútum eða öðru efni. Nýjar rannsóknir hefðu sýnt að fólk gæti verið að smita aðra áður en einkenni kæmu fram en áður taldi stofnunin óalgengt að einkennalausir væru að valda mörgum smitum. „Það sem grímurnar gera er að þær koma í veg fyrir að einhver sem hafi sjúkdóminn smiti annan,“ sagði Baller. Alls hafa rúmlega 6,7 milljónir greinst með kórónuveiruna á heimsvísu og 393.934 látist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andlitsgríma skylda fyrir ferðalanga á Kastrup Ferðalangar munu þurfa að vera með grímur fyrir vitum flugvöllum í Danmörku. Reglan tekur gildi 15. júní næstkomandi og gildir um óákveðinn tíma. 4. júní 2020 15:32 Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur horfið frá fyrri stefnu og hvetur nú fólk til þess að nota andlitsgrímur á almannafæri til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Áður hafði stofnunin talið lítið benda til þess að slíkt væri gagnlegt. Nýjar leiðbeiningar stofnunarinnar taka mið af nýjum rannsóknum sem sýna að andlitsgrímur séu á meðal þess sem getur komið í veg fyrir smit. Því telur stofnunin notkun þeirra ekki vera falskt öryggi líkt og áður var talið. WHO updated guidance on the use of masks for control of #COVID19: https://t.co/z6DTZLG5QsThe new guidance is based on evolving evidence and provides updates on:😷who should wear a mask😷when a mask should be worn😷what a mask should be made of pic.twitter.com/Cu7MEyCs3J— World Health Organization (WHO) (@WHO) June 5, 2020 „Við höfum nýjar upplýsingar sem benda til þess að ef [grímurnar] eru notaðar með réttum hætti getur það komið í veg fyrir dropasmit,“ sagði Dr. Maria Van Kerkhove, aðalsérfræðingur stofnunarinnar í samtali við Reuters. Þá lagði hún áherslu á að stofnunin væri ekki að mæla með andlitsgrímum sem væru notaðar á sjúkrahúsum heldur úr öðrum efnum, til að mynda bómull. Hún sagði stofnunina biðla til ríkisstjórna að hvetja almenning til þess að nota grímur en Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir þó grímurnar einar og sér ekki duga til heldur þyrfti fólk einnig að huga að handþvotti og félagsforðun. "I cannot say this clearly enough: masks alone will not protect you from #COVID19.Masks are not a replacement for physical distancing, hand hygiene and other public health measures. Masks are only of benefit as part of a comprehensive approach"-@DrTedros— World Health Organization (WHO) (@WHO) June 5, 2020 Leiðbeiningarnar eru þó óbreyttar fyrir heilbrigðisstarfsmenn en þeir eiga ávallt að vera með andlitsgrímur við meðhöndlun Covid-19 sjúklinga eða annarra sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Þær ná hins vegar nú einnig til starfsfólks á heilsugæslum, hjúkrunarheimilum eða öðrum stöðum þar sem fólk er í langtímavistun. Mikilvægt sé að nota grímur á svæðum þar sem veiran gæti verið í dreifingu. April Baller, sérfræðingur stofnunarinnar í smitvörnum, sagði almenning geta útbúið grímur heima hjá sér úr klútum eða öðru efni. Nýjar rannsóknir hefðu sýnt að fólk gæti verið að smita aðra áður en einkenni kæmu fram en áður taldi stofnunin óalgengt að einkennalausir væru að valda mörgum smitum. „Það sem grímurnar gera er að þær koma í veg fyrir að einhver sem hafi sjúkdóminn smiti annan,“ sagði Baller. Alls hafa rúmlega 6,7 milljónir greinst með kórónuveiruna á heimsvísu og 393.934 látist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Andlitsgríma skylda fyrir ferðalanga á Kastrup Ferðalangar munu þurfa að vera með grímur fyrir vitum flugvöllum í Danmörku. Reglan tekur gildi 15. júní næstkomandi og gildir um óákveðinn tíma. 4. júní 2020 15:32 Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Andlitsgríma skylda fyrir ferðalanga á Kastrup Ferðalangar munu þurfa að vera með grímur fyrir vitum flugvöllum í Danmörku. Reglan tekur gildi 15. júní næstkomandi og gildir um óákveðinn tíma. 4. júní 2020 15:32
Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00
Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44