Íslenski boltinn

Bikar­meistararnir skrifa undir samning við fimm leik­menn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, með leikmönnunum fimm.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, með leikmönnunum fimm. mynd/víkingur

Bikarmeistarar Víkings skrifuðu í dag undir samninga við fimm leikmenn en tveir þeirra áttu stóran þátt í bikarmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. Einn snýr svo aftur heim, einn er fenginn að láni og einn hefur spilað með öðrum flokki félagsins undanfarin ár.

Júlíus Magnússon er miðjumaður, fæddur árið 1998 sem kom til Víkings frá SC Heerenveen í Hollandi fyrir síðasta tímabil. Júlíus spilaði 21 leik og skoraði eitt mark fyrir liði í fyrra.

Logi Tómasson er vinstri bakvörður sem fæddur er árið 2000. Hann spilaði sína fyrstu leiki fyrir meistaraflokk sumarið 2018 og fór á láni til Þróttar það sumar. Hann á alls að baki 34 leiki og 2 mörk í meistaraflokki.

Tómas Guðmundsson er miðvörður, fæddur árið 1992. Hann lék með Víkingi á árunum 2009 til 2016 en hefur ekki leikið knattspyrnu undanfarin þrjú ár. Hann byrjaði að æfa með Víkingi á ný síðastliðið sumar og hefur nú náð fyrri styrk og fengið nýjan samning við félagið.

Isaac Owusu Afriyie er miðju- og sóknarmaður sem er uppalinn í Fjölni en skipti í Víking árið 2018 og hefur leikið með öðrum flokki félagsins undanfarin ár. Hann gerir nú sinn fyrsta samning við félagið en reiknað er með því að hann verði lánaður frá félaginu í sumar.

Kristall Máni Ingason er miðjumaður, fæddur árið 2002 og er samningsbundinn FC Kaupmannahöfn í Danmörku. Hann kemur til Víkings sem lánsmaður og mun leika með liðinu í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×