Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 12:04 Útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri eru ósáttir við Tripical. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. Í gær sendi ferðafélagið Tripical póst á útskriftarnemendur við Menntaskólann á Akureyri þar sem fram kom að þeir hefðu minna en sólahring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Hafa nemendur því samtals greitt ferðaskrifstofunni 36 milljónir. Samkvæmt talsmanni ferðafélags menntaskólans á akureyri hefur félagið sett sig í samband við lögfræðing. Fyrir klukkan 14 í dag þurfa nemendur að velja á milli fjögurra kosta. Enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru fimm daga ferðalag á Hellu, ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar, útskriftarferð á næsta ári eða inneign hjá ferðaskrifstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Breki Karlsson. formaður Neytendasamtakanna segir ferðaskrifstofunni heimilt að veira nemendum þessa kosti en þó sé uppi skýlaus réttur til endurgreiðslu. „En það er algjörlega undir farþegunum sjálfum komið hvort þeir taki þessum kostum eða ekki. Það er alveg skýlaus réttur í þessu máli að okkur sýnist að þeir eiga rétt á að fá endurgreiðslu í peningum,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að ekki standi til að endurgreiða nemendum. „Á meðan við getum efnt okkar ferðir þá erum við ekki að bjóða upp á endurgreiðslu en við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Formaður Neytendasamtakanna segir sólarhrings fyrirvara skammarlegan. „Miðað við málavexti og miðað við frasögn nemendana sjalfra þá var buið að aflýsa ferðinni. Þá er þetta afar skammur tími og raunar skammarlega skammur tími,“ sagði Breki. Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. Í gær sendi ferðafélagið Tripical póst á útskriftarnemendur við Menntaskólann á Akureyri þar sem fram kom að þeir hefðu minna en sólahring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Hafa nemendur því samtals greitt ferðaskrifstofunni 36 milljónir. Samkvæmt talsmanni ferðafélags menntaskólans á akureyri hefur félagið sett sig í samband við lögfræðing. Fyrir klukkan 14 í dag þurfa nemendur að velja á milli fjögurra kosta. Enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru fimm daga ferðalag á Hellu, ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar, útskriftarferð á næsta ári eða inneign hjá ferðaskrifstofunni. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að tvö mál verði tekin fyrir dóm í næstu viku þar sem ferðaskrifstofur hafa neitað að endurgreiða ferðir.vísir/Egill Breki Karlsson. formaður Neytendasamtakanna segir ferðaskrifstofunni heimilt að veira nemendum þessa kosti en þó sé uppi skýlaus réttur til endurgreiðslu. „En það er algjörlega undir farþegunum sjálfum komið hvort þeir taki þessum kostum eða ekki. Það er alveg skýlaus réttur í þessu máli að okkur sýnist að þeir eiga rétt á að fá endurgreiðslu í peningum,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical segir að ekki standi til að endurgreiða nemendum. „Á meðan við getum efnt okkar ferðir þá erum við ekki að bjóða upp á endurgreiðslu en við erum að bjóða þessum hópum upp á að breyta þessum ferðum á ýmsa vegu,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Formaður Neytendasamtakanna segir sólarhrings fyrirvara skammarlegan. „Miðað við málavexti og miðað við frasögn nemendana sjalfra þá var buið að aflýsa ferðinni. Þá er þetta afar skammur tími og raunar skammarlega skammur tími,“ sagði Breki.
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir Sjá meira
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18