Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. júní 2020 21:18 Útskriftarnemendur Menntaskólans á Akureyri eru ósáttir við Tripical. Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Útskriftarferðir útskriftarnema framhaldsskóla eru yfirleitt einn af hápunktum skólagöngunnar og þar er Menntaskólinn á Akureyri engin undantekning. Í nóvember bókuðu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní, eða næsta mánudag, í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddu þeir um 200.000 krónur fyrir ferðina. Eftir áramót skall kórónuveirufaraldurinn svo á og öll ferðaplön riðluðust. Ekki var hægt að ferðast til Ítalíu sem lokaði landamærum sínum. „Það eru náttúrulega allir brjálaðir“ Eftir dúk og disk fengu nemendur fund með Tripical þann 4. maí síðastliðinn og í samtali við Vísi segir Edda Kristín Bergþórsdóttir, sem er í forsvari fyrir ferðanefndina, að þar hafi forsvarsmenn Tripical gefið skýrt til kynna að ekki yrði farið í ferðina. „Við vorum búin að fara á fund með þeim og þá var ljóst að við værum ekkert að fara í ferðina því að landamærin á Ítalíu voru lokuð og hótelið var lokað og allir staðirnir, allt var lokað. Þá sögðu þau okkur að við myndum fá endurgreitt ef að frumvarpið með ferðaskrifstofurnar yrði ekki samþykkt. Ef það yrði samþykkt myndum fá inneignarnótu,“ segir Edda. Frá Cremona á Ítalíu frá því í febrúar.AP/Claudio Furlan/Lapresse Í dag greindu fjölmiðlar frá því að frumvarpið sem um ræðir myndi líklega ekki komast í gegnum þingið. Síðdegis í dag barst nemendum svo tölvupóstur frá Tripical, fyrstu samskiptin frá því að umræddur fundur var haldin, þrátt fyrir að nemendur hafi ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum fyrirtækisins. Í tölvupóstinum er bent á að umræddri útskriftarferð hafi hvorki verið breytt né afbókuð. Búið sé að opna landamæri Ítalíu og því sé ferðin enn á dagskrá. „Ítalía hefur opnað landamæri sín og í dag er ljóst að mögulegt er að fara í fyrirhugaða útskriftarferð. Ferð útskriftarnema MA til Ítalíu er enn þá bókuð og hefur hvorki verið breytt né aflýst. Því stendur ekkert í vegi fyrir því fara í umrædda ferð eins og hún var bókuð til Ítalíu þann 8. júní nk. Það er Tripical því ánægjuefni að tilkynna að ferðin verður farinn nema ef nemendur óska eftir breytingum á ferðinni,“ segir í póstinum Fá nemendur minna en sólahring til þess að velja á milli fjögurra kosta, enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru eftirfarandi: 1. Costa del Hella, fimm daga fordæmalaus innanlands útskriftargleði með skemmtiviðburðum á íslenskan máta. Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um Costa del Hella og hvað er innifalið í útskriftargleðinni. Costa del Hella 2. Fara í ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar (júlí/ágúst/september). 3. Fara í útskriftarferð til Ítalíu eða Krítar 2021. 4. Fá inneign sem hægt er að nýta í ferð með Tripical næstu 48 mánuði. Edda reiknar ekki með öðru en að flestir nemendur MA muni hafna þessum kostum. „Við ætlum allavega að gera það. Við þurfum bara að fá lögfræðinga í þetta og hjóla í þetta því þetta gengur ekki,“ segir hún. Hljóðið í nemendum sé þungt enda fáir reiðubúnir til þess að ferðast Ítalíu, þar sem faraldurinn var hvað skæðastur. „Það eru náttúrulega allir brjálaðir. Það vilja allir fá endurgreitt. Þetta eru 40 milljónir sem Tripical er að fá frá okkur,“ segir Edda sem er harðorð í garð Tripical vegna samskiptaleysis af hálfu starfsmanna ferðaskrifstofunnar. Þannig viti nemenendur til dæmis ekki hvort enn sé áætlað að fara frá Akureyri eða ekki næstkomandi mánudag, eins og upprunalega var gert ráð fyrir. „Þau hafa ekkert verið að svara póstum frá okkur í nokkrar vikur. Við fengum þennan fund og síðan erum við ekkert búin að heyra neitt meira frá þeim. Við bara fengum engan póst fyrr en að þau sendu þetta í dag.“ Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þeir séu reiðubúnir til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins, enda Ítalía einn af miðpunktum hans. Útskriftarferðir útskriftarnema framhaldsskóla eru yfirleitt einn af hápunktum skólagöngunnar og þar er Menntaskólinn á Akureyri engin undantekning. Í nóvember bókuðu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní, eða næsta mánudag, í gegnum ferðaskrifstofuna Tripical. Greiddu þeir um 200.000 krónur fyrir ferðina. Eftir áramót skall kórónuveirufaraldurinn svo á og öll ferðaplön riðluðust. Ekki var hægt að ferðast til Ítalíu sem lokaði landamærum sínum. „Það eru náttúrulega allir brjálaðir“ Eftir dúk og disk fengu nemendur fund með Tripical þann 4. maí síðastliðinn og í samtali við Vísi segir Edda Kristín Bergþórsdóttir, sem er í forsvari fyrir ferðanefndina, að þar hafi forsvarsmenn Tripical gefið skýrt til kynna að ekki yrði farið í ferðina. „Við vorum búin að fara á fund með þeim og þá var ljóst að við værum ekkert að fara í ferðina því að landamærin á Ítalíu voru lokuð og hótelið var lokað og allir staðirnir, allt var lokað. Þá sögðu þau okkur að við myndum fá endurgreitt ef að frumvarpið með ferðaskrifstofurnar yrði ekki samþykkt. Ef það yrði samþykkt myndum fá inneignarnótu,“ segir Edda. Frá Cremona á Ítalíu frá því í febrúar.AP/Claudio Furlan/Lapresse Í dag greindu fjölmiðlar frá því að frumvarpið sem um ræðir myndi líklega ekki komast í gegnum þingið. Síðdegis í dag barst nemendum svo tölvupóstur frá Tripical, fyrstu samskiptin frá því að umræddur fundur var haldin, þrátt fyrir að nemendur hafi ítrekað reynt að ná tali af starfsmönnum fyrirtækisins. Í tölvupóstinum er bent á að umræddri útskriftarferð hafi hvorki verið breytt né afbókuð. Búið sé að opna landamæri Ítalíu og því sé ferðin enn á dagskrá. „Ítalía hefur opnað landamæri sín og í dag er ljóst að mögulegt er að fara í fyrirhugaða útskriftarferð. Ferð útskriftarnema MA til Ítalíu er enn þá bókuð og hefur hvorki verið breytt né aflýst. Því stendur ekkert í vegi fyrir því fara í umrædda ferð eins og hún var bókuð til Ítalíu þann 8. júní nk. Það er Tripical því ánægjuefni að tilkynna að ferðin verður farinn nema ef nemendur óska eftir breytingum á ferðinni,“ segir í póstinum Fá nemendur minna en sólahring til þess að velja á milli fjögurra kosta, enginn af þeim felur í sér endurgreiðslu. Kostirnir eru eftirfarandi: 1. Costa del Hella, fimm daga fordæmalaus innanlands útskriftargleði með skemmtiviðburðum á íslenskan máta. Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um Costa del Hella og hvað er innifalið í útskriftargleðinni. Costa del Hella 2. Fara í ferð til Ítalíu eða Krítar síðar í sumar (júlí/ágúst/september). 3. Fara í útskriftarferð til Ítalíu eða Krítar 2021. 4. Fá inneign sem hægt er að nýta í ferð með Tripical næstu 48 mánuði. Edda reiknar ekki með öðru en að flestir nemendur MA muni hafna þessum kostum. „Við ætlum allavega að gera það. Við þurfum bara að fá lögfræðinga í þetta og hjóla í þetta því þetta gengur ekki,“ segir hún. Hljóðið í nemendum sé þungt enda fáir reiðubúnir til þess að ferðast Ítalíu, þar sem faraldurinn var hvað skæðastur. „Það eru náttúrulega allir brjálaðir. Það vilja allir fá endurgreitt. Þetta eru 40 milljónir sem Tripical er að fá frá okkur,“ segir Edda sem er harðorð í garð Tripical vegna samskiptaleysis af hálfu starfsmanna ferðaskrifstofunnar. Þannig viti nemenendur til dæmis ekki hvort enn sé áætlað að fara frá Akureyri eða ekki næstkomandi mánudag, eins og upprunalega var gert ráð fyrir. „Þau hafa ekkert verið að svara póstum frá okkur í nokkrar vikur. Við fengum þennan fund og síðan erum við ekkert búin að heyra neitt meira frá þeim. Við bara fengum engan póst fyrr en að þau sendu þetta í dag.“
Neytendur Ferðamennska á Íslandi Akureyri Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira