Hefur orðið fyrir kynþáttafordómum á Íslandi: „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru“ Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júní 2020 19:00 Lovísa Thompson. Vísir/Bára Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu. Lovísa hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með Gróttu áður en hún færði sig til Vals þar sem hún varð þrefaldur meistari tímabilið 2018/2019. Hún segir að kynþáttafordómar hafi verið viðloðandi hana á sínum yngri árum og séu enn. „Ég myndi segja að þetta hafi alltaf verið þegar maður var að alast upp og í gegnum íþróttirnar. Maður hefur alltaf verið var við aðeins fordóma á Íslandi. Þetta er oft á tíðum fólk sem stendur manni nærri,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem erum með þennan dökka húðlit, stígum fram því við búum á Íslandi, sem er rosalega hvítt land. Það er gott að aðrar raddir fái að láta ljós sitt skína. Í þessum aðstæðum eins og þær eru í dag fannst mér tímabært að fólk myndi fá að upplifa hvað við erum að fá að heyra.“ Hún segir að þær systurnar, sem báðar eru í handbolta, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hér heima og það er ekki fólk út í bæ sem er með þá fordóma heldur einnig fólk sem stendur þeim nærri. „Þetta hefur alltaf verið á bak við eyrað. Ég hef alist upp á góðum stað og ég er mjög heppin og það eru mikil forréttindi að vera Íslendingur. Um leið og einhver segir við þig að þú lítir öðruvísi út, en þú upplifir þig sjálf sem Íslending, þá hefur maður hugsað: Er eitthvað að mér? En við erum ekki öll eins og ég sé ekki þennan húðlit. Þetta hefur verið með manni þegar maður hefur alist upp en ekki í miklum mæli.“ „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru og hverju við stefnum að í lífinu. Það er mjög leiðinlegt að sagt sé að maður sé bara góður í einhverju því maður er svona á litinn eða með svona gen. Það er miklu meiri vinna á bak við það til dæmis í íþróttunum. Ef fólk bara vissi hversu mikið ég æfi og geri, þá er mjög leiðinlegt að heyra að ég sé bara góð í íþróttum því ég er einhvern veginn á litinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Lovísa Thompson Olís-deild kvenna Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Valur Sportpakkinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ Sjá meira
Lovísa Thompson, leikmaður deildarmeistara Vals í handbolta, segist hafa orðið fyrir kynþáttafordómum hér á landi. Ummæli eins og „þú ert bara góð í íþróttum því þú ert svona á litinn“ hafa fallið í návist Lovísu. Lovísa hefur verið einn albesti leikmaður Olís-deildar kvenna undanfarin ár. Hún varð Íslandsmeistari með Gróttu áður en hún færði sig til Vals þar sem hún varð þrefaldur meistari tímabilið 2018/2019. Hún segir að kynþáttafordómar hafi verið viðloðandi hana á sínum yngri árum og séu enn. „Ég myndi segja að þetta hafi alltaf verið þegar maður var að alast upp og í gegnum íþróttirnar. Maður hefur alltaf verið var við aðeins fordóma á Íslandi. Þetta er oft á tíðum fólk sem stendur manni nærri,“ sagði Lovísa í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum í kvöld. „Mér finnst mjög mikilvægt að við sem erum með þennan dökka húðlit, stígum fram því við búum á Íslandi, sem er rosalega hvítt land. Það er gott að aðrar raddir fái að láta ljós sitt skína. Í þessum aðstæðum eins og þær eru í dag fannst mér tímabært að fólk myndi fá að upplifa hvað við erum að fá að heyra.“ Hún segir að þær systurnar, sem báðar eru í handbolta, hafi orðið fyrir kynþáttafordómum hér heima og það er ekki fólk út í bæ sem er með þá fordóma heldur einnig fólk sem stendur þeim nærri. „Þetta hefur alltaf verið á bak við eyrað. Ég hef alist upp á góðum stað og ég er mjög heppin og það eru mikil forréttindi að vera Íslendingur. Um leið og einhver segir við þig að þú lítir öðruvísi út, en þú upplifir þig sjálf sem Íslending, þá hefur maður hugsað: Er eitthvað að mér? En við erum ekki öll eins og ég sé ekki þennan húðlit. Þetta hefur verið með manni þegar maður hefur alist upp en ekki í miklum mæli.“ „Húðliturinn á ekki að segja til um hver gildi okkar eru og hverju við stefnum að í lífinu. Það er mjög leiðinlegt að sagt sé að maður sé bara góður í einhverju því maður er svona á litinn eða með svona gen. Það er miklu meiri vinna á bak við það til dæmis í íþróttunum. Ef fólk bara vissi hversu mikið ég æfi og geri, þá er mjög leiðinlegt að heyra að ég sé bara góð í íþróttum því ég er einhvern veginn á litinn.“ Klippa: Sportpakkinn - Lovísa Thompson
Olís-deild kvenna Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Valur Sportpakkinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ Sjá meira