Sýknuð í meiðyrðamáli sem foreldrar ráku fyrir hönd látins sonar síns Sylvía Hall skrifar 5. júní 2020 08:00 Dómur var kveðinn upp í héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. Vísir/Vilhelm Kona var í fyrradag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness af miskabótakröfu sem foreldrar látins manns kröfðust fyrir hönd dánarbús sonar síns. Var konan sökuð um ærumeiðandi ummæli og ólögmæta meingerð með því að hafa tvívegis fullyrt að maðurinn hefði brotið á sér kynferðislega. Konan hafði kynnst manninum árið 2014 þegar þau stunduðu bæði nám við Háskóla Íslands og fóru þau á stefnumót í byrjun sumars 2015. Maðurinn hafði svo tjáð henni að hann vildi ekki binda sig og sleit sambandi þeirra, en þau höfðu stundað kynlíf saman skömmu fyrir það. Mánuði seinna hittust þau svo fyrir tilviljun og stunduðu kynlíf en í bæði skiptin þótti konunni það vera harkalegt og gróft. Þá segir konan manninn hafa verið undir áhrifum amfetamíns í seinna skiptið. Tæpum tveimur árum síðan bað konan manninn um að hitta sig aftur þar sem hún sagði honum að hann hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi sem hefði lagt líf hennar í rúst. Vildu hún að maðurinn myndi viðurkenna framkomu sína en hann neitaði því og taldi enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar. Leitaði til fagráðsins vegna nærveru hans á háskólasvæðinu Haustið 2018 hóf maðurinn nám að nýju við háskólann og sagðist konan hafa orðið áþreifanlega vör við nærveru hans á háskólasvæðinu. Henni þótti það óþægilegt og sendi formanni fagráðs Háskóla Íslands um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi tölvupóst þar sem hún óskaði eftir viðtalstíma. Á fundi fagráðsins sagði hún manninn hafa farið algjörlega yfir sín mörk, tekið sig hálstaki og sýnt henni mikla heift. Hún hafi beðið hann að hætta án árangurs og orðið hrædd, enda hafi hún talið sig ekki „hafa neitt í hann“. Þá hafi hann veið harkalegur þannig að blæddi úr kynfærum hennar. Sagðist konan hafa upplifað mikla vanlíðan daginn eftir og liti svo á að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fagráðið boðaði manninn á fund til sín þar sem maðurinn sagðist ekki kannast við lýsingar hennar á kynlífinu. Hann væri tilbúin að hitta hana ef hún vildi þar sem hann vildi ekki hafa málið hangandi yfir sér. Því hafnaði konan og var ósátt við afstöðu mannsins. Meðferð fagráðsins lauk með því að því þótti ekki unnt að komast að niðurstöðu en lagði þó til að aðilar málsins myndu hittast og reyna að leysa vandann. Konan leitaði til fagráðs Háskóla Íslands vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lést í miðjum málarekstri Í júnímánuði árið 2019 sendi lögmaður mannsins konunni bréf, bað hana um afsökunarbeiðni og krafðist tveggja milljóna í miskabætur innan fjórtán daga frá dagsetningu bréfsins ella yrði höfðað mál. Í júlí á síðasta ári kærði konan manninn fyrir kynferðisbrot. Maðurinn lést á meðan málið var í ferli en í vottorði sálfræðings frá því í nóvember á síðasta ári kemur fram að hann hafði upplifað mikla vanlíðan vegna málsins hjá fagráðinu og ásakanirnar hefðu leitt til persónubreytinga. Hann upplifði mikla depurð og áhyggjur vegna þess. Hann sagði „alla vita“ um ásakanirnar um kynferðisbrot og það hafi leitt til þess að hann einangraðist. Niðurstöður sálfræðingsins voru þær að hann sýndi einkenni þunglyndis, en hann ætti sögu um slíkt frá yngri árum. Í apríl á þessu ári fengu foreldrar mannsins leyfi til einkaskipta á dánarbúinu og kusu þeir að halda málinu til streitu. Héldu þau því fram að ummælin fælu í sér grófa árás á persónu mannsins og æru og væru jafnframt til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á mannorð hans bæði innan og utan háskólans. Leitaði til fagráðsins í góðri trú Dómurinn taldi ágreiningslaust að konan hefði látið ummælin falla á fundinum. Þó hafi það verið gert á lokuðum fundi þar sem aðeins þrír fulltrúar fagráðs voru staddir og voru þeir allir bundnir þagmælsku um það sem fram fór á fundinum. Jafnframt hafi ekkert legið fyrir í málinu að kvörtunin hafi þannig borist til fleiri aðila en fulltrúa fagráðsins og ósannað að konan hafi upplýst aðra en sína allra nánustu um kvörtunina og efni hennar. Konan hafi leitað til fagráðsins í góðri trú um að það væri réttur vettvangur fyrir málið og ráðið gæti aðstoðað hana í samskiptum við manninn. Ekki þótti sannað að konan hefði valdið manninum álitsspjöllum með saknæmum og ólögmætum hætti og skorti því skilyrði fyrir bótaábyrgð hennar. Konan var því sýknuð af miskabótakröfu dánarbúsins. Dómsmál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Kona var í fyrradag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness af miskabótakröfu sem foreldrar látins manns kröfðust fyrir hönd dánarbús sonar síns. Var konan sökuð um ærumeiðandi ummæli og ólögmæta meingerð með því að hafa tvívegis fullyrt að maðurinn hefði brotið á sér kynferðislega. Konan hafði kynnst manninum árið 2014 þegar þau stunduðu bæði nám við Háskóla Íslands og fóru þau á stefnumót í byrjun sumars 2015. Maðurinn hafði svo tjáð henni að hann vildi ekki binda sig og sleit sambandi þeirra, en þau höfðu stundað kynlíf saman skömmu fyrir það. Mánuði seinna hittust þau svo fyrir tilviljun og stunduðu kynlíf en í bæði skiptin þótti konunni það vera harkalegt og gróft. Þá segir konan manninn hafa verið undir áhrifum amfetamíns í seinna skiptið. Tæpum tveimur árum síðan bað konan manninn um að hitta sig aftur þar sem hún sagði honum að hann hefði beitt sig kynferðislegu ofbeldi sem hefði lagt líf hennar í rúst. Vildu hún að maðurinn myndi viðurkenna framkomu sína en hann neitaði því og taldi enga ástæðu til þess að biðjast afsökunar. Leitaði til fagráðsins vegna nærveru hans á háskólasvæðinu Haustið 2018 hóf maðurinn nám að nýju við háskólann og sagðist konan hafa orðið áþreifanlega vör við nærveru hans á háskólasvæðinu. Henni þótti það óþægilegt og sendi formanni fagráðs Háskóla Íslands um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi tölvupóst þar sem hún óskaði eftir viðtalstíma. Á fundi fagráðsins sagði hún manninn hafa farið algjörlega yfir sín mörk, tekið sig hálstaki og sýnt henni mikla heift. Hún hafi beðið hann að hætta án árangurs og orðið hrædd, enda hafi hún talið sig ekki „hafa neitt í hann“. Þá hafi hann veið harkalegur þannig að blæddi úr kynfærum hennar. Sagðist konan hafa upplifað mikla vanlíðan daginn eftir og liti svo á að hún hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi. Fagráðið boðaði manninn á fund til sín þar sem maðurinn sagðist ekki kannast við lýsingar hennar á kynlífinu. Hann væri tilbúin að hitta hana ef hún vildi þar sem hann vildi ekki hafa málið hangandi yfir sér. Því hafnaði konan og var ósátt við afstöðu mannsins. Meðferð fagráðsins lauk með því að því þótti ekki unnt að komast að niðurstöðu en lagði þó til að aðilar málsins myndu hittast og reyna að leysa vandann. Konan leitaði til fagráðs Háskóla Íslands vegna málsins.Vísir/Vilhelm Lést í miðjum málarekstri Í júnímánuði árið 2019 sendi lögmaður mannsins konunni bréf, bað hana um afsökunarbeiðni og krafðist tveggja milljóna í miskabætur innan fjórtán daga frá dagsetningu bréfsins ella yrði höfðað mál. Í júlí á síðasta ári kærði konan manninn fyrir kynferðisbrot. Maðurinn lést á meðan málið var í ferli en í vottorði sálfræðings frá því í nóvember á síðasta ári kemur fram að hann hafði upplifað mikla vanlíðan vegna málsins hjá fagráðinu og ásakanirnar hefðu leitt til persónubreytinga. Hann upplifði mikla depurð og áhyggjur vegna þess. Hann sagði „alla vita“ um ásakanirnar um kynferðisbrot og það hafi leitt til þess að hann einangraðist. Niðurstöður sálfræðingsins voru þær að hann sýndi einkenni þunglyndis, en hann ætti sögu um slíkt frá yngri árum. Í apríl á þessu ári fengu foreldrar mannsins leyfi til einkaskipta á dánarbúinu og kusu þeir að halda málinu til streitu. Héldu þau því fram að ummælin fælu í sér grófa árás á persónu mannsins og æru og væru jafnframt til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á mannorð hans bæði innan og utan háskólans. Leitaði til fagráðsins í góðri trú Dómurinn taldi ágreiningslaust að konan hefði látið ummælin falla á fundinum. Þó hafi það verið gert á lokuðum fundi þar sem aðeins þrír fulltrúar fagráðs voru staddir og voru þeir allir bundnir þagmælsku um það sem fram fór á fundinum. Jafnframt hafi ekkert legið fyrir í málinu að kvörtunin hafi þannig borist til fleiri aðila en fulltrúa fagráðsins og ósannað að konan hafi upplýst aðra en sína allra nánustu um kvörtunina og efni hennar. Konan hafi leitað til fagráðsins í góðri trú um að það væri réttur vettvangur fyrir málið og ráðið gæti aðstoðað hana í samskiptum við manninn. Ekki þótti sannað að konan hefði valdið manninum álitsspjöllum með saknæmum og ólögmætum hætti og skorti því skilyrði fyrir bótaábyrgð hennar. Konan var því sýknuð af miskabótakröfu dánarbúsins.
Dómsmál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira