Gjaldþrot blasir við fjölda ferðaskrifstofa Heimir Már Pétursson skrifar 4. júní 2020 13:36 Eigendur ferðaskrifstofa sjá ekki enn ljós fyrir enda ganganna í rekstri sínum og hætt við að mikill fjöldi þeirra verði gjaldþrota að óbreyttu. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fjölda ferðaskrifstofa fara á hausinn að óbreyttu þar sem þær ráði ekki við endurgreiðslur til viðskiptavina samhliða algjöru tekjuhruni. Frumvarp ferðamálaráðherra um greiðslur með inneignum er dautt á Alþingi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópuþingið hafa úrskurðað að ferðaskrifstofum sé óheimilt að endurgreiða viðskiptavinum sínum greiðslur fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins með inneignarnótum. Réttur viðskiptavina til endurgreiðslu sé skýr. Þetta var einmitt leiðin sem íslensk stjórnvöld hugðust fara í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Frumvarpið mætti strax mikilli andstöðu fjölmargra aðila eins og Neytendasamtakanna og ljóst að það hafði heldur ekki pólitískan stuðning og hefur umræðum um það verið hætt á Alþingi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn í sjónmáli vegna rekstrarvanda ferðaskrifstofaVísir/Vilhelm Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa búið við mikla óvissu undanfarnar vikur. Þær eigi fjármuni inni hjá hótelum og öðrum viðskiptaaðilum sem ekki hafi fengist endurgreiddir og sjálfar orðið fyrir algeru tekjuhruni. „Það þýðir að þær hrekjast þá alltaf lengra í áttina að gjaldþroti eða rekstrarstöðvun. Við náttúrlega vonumst til að það finnist á þessu einhver lausn. En hún er kannski ekki í sjónmáli eins og stendur,“ segir Jóhannes. Rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofur eru í landinu sem selja bæði ferðir hingað til lands og til annarra landa. Jóhannes segir margar þeirra ekki eiga neinna kosta völ vegna gífurlegs lausafjárvanda. Þær eigi ekki öfluga bakhjarla til að koma inn með nýtt hlutafé og stefni því að óbreyttu í gjaldþrot. „Það kemur neytendum ekki sérstaklega til góða vegna þess að þá tekur tryggingakerfi ferðaskrifstofanna við. Það er að lang mestu leyti í lagi . En það þýðir hins vegar að fólk þarf að bíða eftir peningunum sínum,“ segir Jóhannes. Í einhverjum tilvikum muni tryggingar ferðaskrifstofa ekki duga til. Ferðaskrifstofan Vita er í eigu Icelandair og hefur endurgreitt öllum þeim viðskiptavinum fyrirtækisins sem þess hafa óskað. En Icelandair hefur fengið ríkulegasta stuðninginn frá ríkinu af öllum fyrirtækjum landsins.Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita er ein þriggja stærstu ferðaskrifstofa landsins og nýtur þess að hafa eiganda sinn Icelandair að bakhjarli sem fengið hefur milljarða stuðning frá stjórnvöldum í gegnum hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti. Vita segist hafa endurgreitt öllum sem þess hafi óskað en hefur augljóslega sterkari stöðu en hinar stóru ferðaskrifstofurnar. „Það þarf að finna lausn á þessu ef mögulegt er sem getur komið til móts við vanda ferðaskrifstofanna og til móts við þarfir neytenda. Það er ekki augljóst að hægt sé að finna lausn sem gerir það á fullkominn máta fyrir báð aðila,“ segir Jóhannes Skúlason. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. 7. maí 2020 17:58 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fjölda ferðaskrifstofa fara á hausinn að óbreyttu þar sem þær ráði ekki við endurgreiðslur til viðskiptavina samhliða algjöru tekjuhruni. Frumvarp ferðamálaráðherra um greiðslur með inneignum er dautt á Alþingi. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Evrópuþingið hafa úrskurðað að ferðaskrifstofum sé óheimilt að endurgreiða viðskiptavinum sínum greiðslur fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins með inneignarnótum. Réttur viðskiptavina til endurgreiðslu sé skýr. Þetta var einmitt leiðin sem íslensk stjórnvöld hugðust fara í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Frumvarpið mætti strax mikilli andstöðu fjölmargra aðila eins og Neytendasamtakanna og ljóst að það hafði heldur ekki pólitískan stuðning og hefur umræðum um það verið hætt á Alþingi. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir enga lausn í sjónmáli vegna rekstrarvanda ferðaskrifstofaVísir/Vilhelm Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaskrifstofur hafa búið við mikla óvissu undanfarnar vikur. Þær eigi fjármuni inni hjá hótelum og öðrum viðskiptaaðilum sem ekki hafi fengist endurgreiddir og sjálfar orðið fyrir algeru tekjuhruni. „Það þýðir að þær hrekjast þá alltaf lengra í áttina að gjaldþroti eða rekstrarstöðvun. Við náttúrlega vonumst til að það finnist á þessu einhver lausn. En hún er kannski ekki í sjónmáli eins og stendur,“ segir Jóhannes. Rúmlega þrjúhundruð ferðaskrifstofur eru í landinu sem selja bæði ferðir hingað til lands og til annarra landa. Jóhannes segir margar þeirra ekki eiga neinna kosta völ vegna gífurlegs lausafjárvanda. Þær eigi ekki öfluga bakhjarla til að koma inn með nýtt hlutafé og stefni því að óbreyttu í gjaldþrot. „Það kemur neytendum ekki sérstaklega til góða vegna þess að þá tekur tryggingakerfi ferðaskrifstofanna við. Það er að lang mestu leyti í lagi . En það þýðir hins vegar að fólk þarf að bíða eftir peningunum sínum,“ segir Jóhannes. Í einhverjum tilvikum muni tryggingar ferðaskrifstofa ekki duga til. Ferðaskrifstofan Vita er í eigu Icelandair og hefur endurgreitt öllum þeim viðskiptavinum fyrirtækisins sem þess hafa óskað. En Icelandair hefur fengið ríkulegasta stuðninginn frá ríkinu af öllum fyrirtækjum landsins.Vísir/Vilhelm Ferðaskrifstofan Vita er ein þriggja stærstu ferðaskrifstofa landsins og nýtur þess að hafa eiganda sinn Icelandair að bakhjarli sem fengið hefur milljarða stuðning frá stjórnvöldum í gegnum hlutabótaleiðina og greiðslu launa á uppsagnarfresti. Vita segist hafa endurgreitt öllum sem þess hafi óskað en hefur augljóslega sterkari stöðu en hinar stóru ferðaskrifstofurnar. „Það þarf að finna lausn á þessu ef mögulegt er sem getur komið til móts við vanda ferðaskrifstofanna og til móts við þarfir neytenda. Það er ekki augljóst að hægt sé að finna lausn sem gerir það á fullkominn máta fyrir báð aðila,“ segir Jóhannes Skúlason.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Neytendur Tengdar fréttir ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21 Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58 Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30 Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. 7. maí 2020 17:58 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Sjá meira
ESB: Endurgreiða skuli pakkaferðir til viðskiptavina Stofnanir ESB hafa hafnað hugmyndum um að ferðaskrifstofum verði heimilt að afhenda viðskiptavinum sínum inneign vegna pakkaferða sem aldrei urðu farnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Viðskiptavinir skulu eiga rétt á að fá ferðina endurgreidda. 4. júní 2020 07:21
Ósammála því að réttindi neytenda séu ekki tryggð í nýju frumvarpi Frumvörp vegna nýjustu aðgerða ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins voru samþykkt í ríkisstjórn á föstudaginn og koma til kasta þingsins eftir helgi. Umdeildasta ráðstöfunin er að ferðaskrifstofum verði heimilt að gefa út inneignarnótur í stað þess að endurgreiða ferðir sem ekki hafa verið farnar. 17. maí 2020 19:58
Ferðamenn og fíkniefni í Víglínunni Á meðan stjórnvöld og þing eru á kafi í kófi kórónuveirunnar gægðust þau út úr fíkniefnakófinuþegar Alþingi veitti frumvarpi heilbrigðisráðherra um neyslurými brautargengi. Ferðamála- og nýsköpunarráðherra ræðir stöðu ferðaþjónustunnar og Halldóra Mogensen stöðuna í fíkniefnastríðinu í Víglínunni í dag. 17. maí 2020 16:30
Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. 7. maí 2020 17:58