Atvinnulíf

Það sem gerir sumarfríið þitt svo gott fyrir vinnuveitandann

Rakel Sveinsdóttir skrifar
Að ferðast um Ísland er málið.
Að ferðast um Ísland er málið. Vísir/Getty

Við erum vel flest með hugann við það hvað við ætlum að gera í sumar. Hvert á að fara? Hvað á að gera? Þrátt fyrir aukið atvinnuleysi ná vonandi sem flestir að njóta komandi sumarvikna og á vinnustöðum má strax sjá að hinn árlegi losarabragur liðsheildarinnar er hafinn: Já, sumarfríið er byrjað hjá mörgum!

En þótt sumarfrí séu áunnin launaréttindi eru þau líka eitt það besta sem starfsfólk gerir fyrir vinnuveitandann. Það er ekki síst fyrir þær staðreyndir sem hér eru raktar:

  • Þú mætir fílefld/ur til baka og framleiðnin þín eykst.
  • Fríið er gott fyrir heilsuna þína og heilsuhraustur starfsmaður er góður fyrir vinnuveitandann.
  • Gæðatími með fjölskyldu og vinum er ein besta leiðin til að losa okkur við streitu og álagseinkenni sem margir eru farnir að finna fyrir eftir veturinn.
  • Þú upplifir eitthvað nýtt og eitthvað skemmtilegt, jafnvel eitthvað óvænt og fyrir vinnuveitandann er það bara af hinu góða: Þú opnar frekar augun fyrir áður óséðum tækifærum!
  • Meðvitundin um það hversu mikilvægt jafnvægi einkalífs og vinnu eykst og það að kunna sem best á þetta jafnvægi, gerir þig að enn betri starfsmanni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×