Komst sjálfur út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 20:41 Bústaðurinn varð alelda á skömmum tíma. Myndin er tekin rétt áður en slökkvilið kom á staðinn. Guðlaugur Ævar Hilmarsson Einn var inni í sumarbústað í Rjúpnastekki við Þingvallavatn þegar eldur kviknaði þar á áttunda tímanum í kvöld. Maðurinn kom sér út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna. Hvellar sprengingar bárust frá húsinu þegar eldurinn barst í gaskúta en mildi þykir að ekki hafi kviknað í fleiri sumarhúsum. „Bústaðurinn er alveg brunninn, hann brann mjög hratt upp af miklum krafti,“ segir Haukur Grönli, aðstoðarslökkvistjóri hjá brunavörnum Árnessýslu í samtali við Vísi. Tillkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og slökkvilið frá Selfossi og Laugarvatni var sent á vettvang. Það skíðlogaði í tré við bústaðinn.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Ekki er vitað um eldsupptök að sögn Hauks en slökkvistarf beindist aðallega að því að hefta útbreiðslu eldsins, sem hafði læst sig í nærliggjandi gróður. Eldurinn barst að endingu ekki í neina sumarbústaði í kring sem Haukur segir mikla mildi. Maður sem var í bústaðnum þegar eldurinn kviknaði kom sér sjálfur út, líkt og áður segir, en fleiri voru ekki inni. Nokkrar háværar sprengingar heyrðust skömmu eftir að eldurinn kviknaði, að sögn sjónarvotts sem hafði samband við fréttastofu nú í kvöld. Haukur kveðst hafa heyrt af sprengingunum og segir að þar hafi líklega verið um að ræða gaskúta, sem hafi sprungið þegar eldurinn komst í tæri við þá. Bústaðurinn er rústir einar.Guðlaugur Ævar Hilmarsson „Og við verðum líka að hafa í huga, og þess vegna er ágætt að taka fram, að biðja fólk að geyma gaskútana utandyra, í læstum geymslum,“ segir Haukur. Lið frá tveimur stöðvum var eftir á vettvangi að slökkva í glæðum nú um klukkutíma eftir að útkallið barst. Hátt í tuttugu manns komu að aðgerðum í kvöld, auk sjúkraflutningamanna og lögreglu. Fleiri myndir af brunanum og aðgerðum slökkviliðs má sjá hér að neðan. Gaskútar virðast hafa sprungið þegar eldurinn komst í þá. Hér má sjá hluta úr gaskút nálægt sumarbústaðnum í kvöld.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Um tuttugu slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins.Brunavarnir árnessýslu Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eldinn.Brunavarnir árnessýslu Sumarbústaðurinn brann fljótt til grunna.Brunavarnir árnessýslu Eldurinn komst í tré og gróður við bústaðinn.Brunavarnir árnessýslu Slökkvilið Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Einn var inni í sumarbústað í Rjúpnastekki við Þingvallavatn þegar eldur kviknaði þar á áttunda tímanum í kvöld. Maðurinn kom sér út úr bústaðnum sem brann hratt til grunna. Hvellar sprengingar bárust frá húsinu þegar eldurinn barst í gaskúta en mildi þykir að ekki hafi kviknað í fleiri sumarhúsum. „Bústaðurinn er alveg brunninn, hann brann mjög hratt upp af miklum krafti,“ segir Haukur Grönli, aðstoðarslökkvistjóri hjá brunavörnum Árnessýslu í samtali við Vísi. Tillkynnt var um eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir sjö og slökkvilið frá Selfossi og Laugarvatni var sent á vettvang. Það skíðlogaði í tré við bústaðinn.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Ekki er vitað um eldsupptök að sögn Hauks en slökkvistarf beindist aðallega að því að hefta útbreiðslu eldsins, sem hafði læst sig í nærliggjandi gróður. Eldurinn barst að endingu ekki í neina sumarbústaði í kring sem Haukur segir mikla mildi. Maður sem var í bústaðnum þegar eldurinn kviknaði kom sér sjálfur út, líkt og áður segir, en fleiri voru ekki inni. Nokkrar háværar sprengingar heyrðust skömmu eftir að eldurinn kviknaði, að sögn sjónarvotts sem hafði samband við fréttastofu nú í kvöld. Haukur kveðst hafa heyrt af sprengingunum og segir að þar hafi líklega verið um að ræða gaskúta, sem hafi sprungið þegar eldurinn komst í tæri við þá. Bústaðurinn er rústir einar.Guðlaugur Ævar Hilmarsson „Og við verðum líka að hafa í huga, og þess vegna er ágætt að taka fram, að biðja fólk að geyma gaskútana utandyra, í læstum geymslum,“ segir Haukur. Lið frá tveimur stöðvum var eftir á vettvangi að slökkva í glæðum nú um klukkutíma eftir að útkallið barst. Hátt í tuttugu manns komu að aðgerðum í kvöld, auk sjúkraflutningamanna og lögreglu. Fleiri myndir af brunanum og aðgerðum slökkviliðs má sjá hér að neðan. Gaskútar virðast hafa sprungið þegar eldurinn komst í þá. Hér má sjá hluta úr gaskút nálægt sumarbústaðnum í kvöld.Guðlaugur Ævar Hilmarsson Um tuttugu slökkviliðsmenn réðu niðurlögum eldsins.Brunavarnir árnessýslu Slökkviliðsmenn búnir að slökkva eldinn.Brunavarnir árnessýslu Sumarbústaðurinn brann fljótt til grunna.Brunavarnir árnessýslu Eldurinn komst í tré og gróður við bústaðinn.Brunavarnir árnessýslu
Slökkvilið Bláskógabyggð Þingvellir Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira