Var hvíslað að hetjunni frá Istanbúl að kýla Benitez í andlitið Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 22:00 Dudek sér við Andriy Shevchenko í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005. vísir/epa Jerzy Dudek, ein af hetjum Liverpool frá sigrinum magnaða í Meistaradeildinni 2005, segir að hann hafi viljað kýla Rafa Benitez, þjálfara Liverpool, í andlitið þegar Benitez ákvað að kaupa Pepe Reina til félagsins. Dudek var magnaður í vítaspyrnukeppninni gegn AC Milan í úrslitaleiknum undir lok tímabilsins 2004/2005 en Benitez ákvað að sækja Pepe Reina um sumarið. Dudek var ekki ánægður með það. „Pepe var frábær gaur en Rafa keypti nýjan leikmann á augnabliki sem mér fannst ég vera ná hátindi ferilsins. Ég sagði við Rafa að HM væri handan við hornið og ég þarf að spila fótbolta,“ sagði Dudek í samtali við FourFourTwo. „Köln voru áhugasamir en nokkrum dögum áður en glugginn lokaði, hringdu þeir og spurðu afhverju Rafa væri ekki að svara. Ég var hissa því ég hélt að allt væri klárt. Næsta dag þá stormaði ég til hans á æfingu og hann sagði: Þeir buðust bara til að fá þig á láni og þú ert of mikilvægur fyrir okkur.“ 'Then I had this crazy thought - "I'll punch him in the face!"'Jerzy Dudek reveals moment an 'evil whisper' in his head told him to hit Rafa Benitezhttps://t.co/rLzA08n9JE— MailOnline Sport (@MailSport) June 3, 2020 „Þeir vildu gefa okkur 800 þúsund pund en hvað gerist ef Reina meiðist? Ég get ekki sett 800 þúsund í ferðatösku og sett á milli stanganna, sagði Benitez. Þá fékk ég þessa sturluðu hugmynd: Ég held ég kýli hann í andlitið. Það var einhver vondur sem hvíslaði því að mér að ef ég myndi kýla Rafa, þá fengi ég að fara til Köln.“ Dudek sér þó ekki eftir tíma sínum hjá félaginu og var mættur til Madrídar þar sem hann sá liðið vinna Meistaradeildina á nýjan leik síðasta sumar. „Þegar ég lít til baka þá ber ég enn meiri virðingu fyrir því að spila fyrir þetta magnaða félag. Á síðasta ári fór ég til Madrid með syni mínum og horfði á Liverpool vinna Meistaradeildina. Sem leikmaður, þá skildi ég aldrei afhverju stuðningsmennirnir voru grátandi eftir stóra sigra, en þegar ég sá leikmennina hlaupa um með bikarinn í höndum þá var ég með tárin í augunum.“ Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira
Jerzy Dudek, ein af hetjum Liverpool frá sigrinum magnaða í Meistaradeildinni 2005, segir að hann hafi viljað kýla Rafa Benitez, þjálfara Liverpool, í andlitið þegar Benitez ákvað að kaupa Pepe Reina til félagsins. Dudek var magnaður í vítaspyrnukeppninni gegn AC Milan í úrslitaleiknum undir lok tímabilsins 2004/2005 en Benitez ákvað að sækja Pepe Reina um sumarið. Dudek var ekki ánægður með það. „Pepe var frábær gaur en Rafa keypti nýjan leikmann á augnabliki sem mér fannst ég vera ná hátindi ferilsins. Ég sagði við Rafa að HM væri handan við hornið og ég þarf að spila fótbolta,“ sagði Dudek í samtali við FourFourTwo. „Köln voru áhugasamir en nokkrum dögum áður en glugginn lokaði, hringdu þeir og spurðu afhverju Rafa væri ekki að svara. Ég var hissa því ég hélt að allt væri klárt. Næsta dag þá stormaði ég til hans á æfingu og hann sagði: Þeir buðust bara til að fá þig á láni og þú ert of mikilvægur fyrir okkur.“ 'Then I had this crazy thought - "I'll punch him in the face!"'Jerzy Dudek reveals moment an 'evil whisper' in his head told him to hit Rafa Benitezhttps://t.co/rLzA08n9JE— MailOnline Sport (@MailSport) June 3, 2020 „Þeir vildu gefa okkur 800 þúsund pund en hvað gerist ef Reina meiðist? Ég get ekki sett 800 þúsund í ferðatösku og sett á milli stanganna, sagði Benitez. Þá fékk ég þessa sturluðu hugmynd: Ég held ég kýli hann í andlitið. Það var einhver vondur sem hvíslaði því að mér að ef ég myndi kýla Rafa, þá fengi ég að fara til Köln.“ Dudek sér þó ekki eftir tíma sínum hjá félaginu og var mættur til Madrídar þar sem hann sá liðið vinna Meistaradeildina á nýjan leik síðasta sumar. „Þegar ég lít til baka þá ber ég enn meiri virðingu fyrir því að spila fyrir þetta magnaða félag. Á síðasta ári fór ég til Madrid með syni mínum og horfði á Liverpool vinna Meistaradeildina. Sem leikmaður, þá skildi ég aldrei afhverju stuðningsmennirnir voru grátandi eftir stóra sigra, en þegar ég sá leikmennina hlaupa um með bikarinn í höndum þá var ég með tárin í augunum.“
Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sjá meira