Algengustu mistökin að ganga ekki nógu langt fyrir myndatöku og sölu fasteignarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júní 2020 09:00 Páll Pálsson fasteignasali segir að seljendur geti gert margar auðveldar eða ódýrar breytingar til þess að hafa áhrif á sölu eignar. Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn er nú farinn að hreyfast á ný eftir rólegar vikur. Lífið fékk fasteignasalann Pál Pálsson til að gefa lesendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð. Það er greinilega ýmislegt hægt að gera til að auka líkur á sölu eignar og auka verðmæti hennar. „Allir seljendur eiga það sameiginlegt að vilja fá sem mest fyrir eignina sína og geta á bilinu 30 til 40 atriði haft bein á á verðið sem þú færð fyrir eignina,“ segir Páll. „Áður en eign fer í sölumeðferð eða í myndatöku skiptir miklu máli að undirbúa eignina sjálfa vel fyrir söluna. Opna rýmin, auka birtuflæði, passa að gólfplássið sé gott þannig að gott sé að ganga um eignina er nokkur af þeim mörgum atriðum sem hafa áhrif á hversu hratt eignin selst og hversu hátt verð þú færð fyrir eignina. Kaupendur hugsa oft ómeðvitað „hvað er að eigninni?“ og „hvað þarf ég að gera í viðhaldi, framkvæmdum?“ Því fleiri athugasemdir sem fólk hefur því lægra vill fólk bjóða í eignina þína.“ Slæm hugmynd að ofmeta eignir Páll segir að kaupendur séu dómharðir og geti myndað sér skoðun á eigninni á fyrstu mínútunni eftir að þeir koma inn fyrir þröskuldinn. „Ég myndi líka segja að ganga mjög langt í þrifum, helst jólahreingerning sinnum tveir. Íbúðir þar sem mikið er af smáhlutum eða persónulegum munum geta virkað fráhrindandi á væntanlega kaupendur sem eiga þá erfiðara með að sjá sína eigin búslóð fyrir sér í rýminu. „Fjarlægðu alla óþarfa hluti af gólfum, smáhluti af eldhúsbekkjum og segla, miða og annað af ísskápum. Dragðu frá gardínur og reyndu að hleypa inn eins mikilli náttúrulegri birtu og mögulegt er. Einnig skaltu skipta um allar sprungnar perur og fela rafmagnssnúrur.“ Fasteignamarkaðurinn er búinn að taka aftur við sér. Páll er því bjartsýnn.Vísir/Vilhelm Hann segir að fyrsta skrefið sé þó að fá fasteignasala til að verðmeta eignina og fara yfir þau tækifæri til breytinga sem gætu átt sér stað í eigninni sem eykur verðgildi eignarinnar. „Mikilvægt er að fá hreinskilið verðmat frá fasteignasalanum því það hjálpar ekki að verðmeta of hátt og setja of hátt á eignina. Ef eignin er of hátt verðlögð þýðir það oft að fólk fær lægra fyrir eignina sína.“ Ekki gleyma garðinum Páll segir að fólk geti oft gert ódýrar eða fljótlegar breytingar sem gætu aukið verðmæti eignar töluvert eða aukið líkur á sölu. „Oft eru þetta lítil atriði á borð við sökkla undir innréttingar, lista á milli gólfefna. Svo er mikilvægt að hafa góða lykt, passa að allar ljósaperur séu í lagi og eyða öllum dimmum rýmum. Stundum mæli ég með að fjarlægja húsgögn og mála veggi til að gera eignina sölulegri. Það sem flestir kaupendur vonast eftir að upplifa þegar það gengur inn í íbúðina er að öll rýmin í eigninni séu opin og björt og því mikilvægt að augað nemi rýmin ekki sem of lítil og þröng.“ Svo skiptir myndatakan líka miklu máli, enda eru myndirnar oft það sem fangar athygli hugsanlegra kaupanda. „Þarna þarf að hugsa að hverju rými fyrir sig. Innanhúss er gott að fjarlægja alla óþarfa hluti af gólfum, til dæmis gæludýrarúm eða búr, vatnsskálar, leikföng og annað slíkt. Aðkoma að húsinu skiptir miklu máli og því mikilvægt að taka til í garðinum og innkeyrslu eða aðkomu. Fjarlægðu óþarfa hluti eins og leikföng, hjól og garðverkfæri. Rúllaðu upp slöngum og raðaðu garðhúsgögnum. Í eldhúsi er til dæmis hægt að fjarlægja allt af ísskápshurð eins og segla og minnisblöð, á baðherbergi er hægt að fjarlægja allar vörur eins og sjampóbrúsa, tannbursta, hárblásara af skápum, baði og sturtu, þrífa spegla og svo framvegis. Vissulega er þessi listi ekki tæmandi.” Loftmyndir frá ReykjavíkVísir/Vilhelm Mikil viðspyrna Hann segir þó óþarfi að rífa niður allar fjölskyldumyndir af veggjum og afmá öll ummerki um heimilisfólkið. „Sumir fasteignasalar eru á þeirri skoðun en persónulega mæli ég með að hafa persónulega muni á borði við fjölskyldumyndir. Fyrir mér verður eignin persónulegri, heimilislegri og hlýrri. Vissulega geta öfgar skemmt fyrir en ef seljendur eru með persónulega muni í meðalhófi þá er það í góðu lagi.“ Algengustu mistökin sem hann rekst á er þegar seljendur geri sé að ganga ekki nógu langt í að undirbúa eignina fyrir myndatöku og sölu. Einnig ítrekar hann að ef ásett verð er of hátt, þýðir það oft að tilboðin verða lægri en þau hefðu þurft að vera. „Vissulega eru það fjöldi annarra ráða sem veitt eru við söluferlið og nánari upplýsingar eru að finna á vefsíðunni minni. Eins hef ég ráðlagt fasteignaeigendum að skoða endurfjármögnun á eignum sínum á eins til þriggja ára fresti. Fasteignalán er fyrir okkur flest líklega dýrasta þjónusta sem við kaupum yfir ævina og getur marg borgað sig að endurfjármagna.“ Hann segir að það sé að lifna yfir fasteignamarkaðnum á ný eftir samkomubannið. „Eftir mjög rólegar tvær eða þrjár vikur í mars þá virðist eins og mikil viðspyrna átt sér stað. Almennt er góð mæting í opin hús, eignir að seljast og notendatölur á fasteignavefunum hafa ekki verið svo miklar í nærri fjögur ár. Verður mjög spennandi að sjá hvernig markaðurinn muni þróast á næstu sex mánuðum en sjálfur er ég bjartsýnn.“ Hús og heimili Húsnæðismál Ljósmyndun Tengdar fréttir Býst ekki við miklum veiruáhrifum á fasteignaverð og segir tölur um samdrátt ekki lýsandi Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. 16. maí 2020 14:15 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn er nú farinn að hreyfast á ný eftir rólegar vikur. Lífið fékk fasteignasalann Pál Pálsson til að gefa lesendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð. Það er greinilega ýmislegt hægt að gera til að auka líkur á sölu eignar og auka verðmæti hennar. „Allir seljendur eiga það sameiginlegt að vilja fá sem mest fyrir eignina sína og geta á bilinu 30 til 40 atriði haft bein á á verðið sem þú færð fyrir eignina,“ segir Páll. „Áður en eign fer í sölumeðferð eða í myndatöku skiptir miklu máli að undirbúa eignina sjálfa vel fyrir söluna. Opna rýmin, auka birtuflæði, passa að gólfplássið sé gott þannig að gott sé að ganga um eignina er nokkur af þeim mörgum atriðum sem hafa áhrif á hversu hratt eignin selst og hversu hátt verð þú færð fyrir eignina. Kaupendur hugsa oft ómeðvitað „hvað er að eigninni?“ og „hvað þarf ég að gera í viðhaldi, framkvæmdum?“ Því fleiri athugasemdir sem fólk hefur því lægra vill fólk bjóða í eignina þína.“ Slæm hugmynd að ofmeta eignir Páll segir að kaupendur séu dómharðir og geti myndað sér skoðun á eigninni á fyrstu mínútunni eftir að þeir koma inn fyrir þröskuldinn. „Ég myndi líka segja að ganga mjög langt í þrifum, helst jólahreingerning sinnum tveir. Íbúðir þar sem mikið er af smáhlutum eða persónulegum munum geta virkað fráhrindandi á væntanlega kaupendur sem eiga þá erfiðara með að sjá sína eigin búslóð fyrir sér í rýminu. „Fjarlægðu alla óþarfa hluti af gólfum, smáhluti af eldhúsbekkjum og segla, miða og annað af ísskápum. Dragðu frá gardínur og reyndu að hleypa inn eins mikilli náttúrulegri birtu og mögulegt er. Einnig skaltu skipta um allar sprungnar perur og fela rafmagnssnúrur.“ Fasteignamarkaðurinn er búinn að taka aftur við sér. Páll er því bjartsýnn.Vísir/Vilhelm Hann segir að fyrsta skrefið sé þó að fá fasteignasala til að verðmeta eignina og fara yfir þau tækifæri til breytinga sem gætu átt sér stað í eigninni sem eykur verðgildi eignarinnar. „Mikilvægt er að fá hreinskilið verðmat frá fasteignasalanum því það hjálpar ekki að verðmeta of hátt og setja of hátt á eignina. Ef eignin er of hátt verðlögð þýðir það oft að fólk fær lægra fyrir eignina sína.“ Ekki gleyma garðinum Páll segir að fólk geti oft gert ódýrar eða fljótlegar breytingar sem gætu aukið verðmæti eignar töluvert eða aukið líkur á sölu. „Oft eru þetta lítil atriði á borð við sökkla undir innréttingar, lista á milli gólfefna. Svo er mikilvægt að hafa góða lykt, passa að allar ljósaperur séu í lagi og eyða öllum dimmum rýmum. Stundum mæli ég með að fjarlægja húsgögn og mála veggi til að gera eignina sölulegri. Það sem flestir kaupendur vonast eftir að upplifa þegar það gengur inn í íbúðina er að öll rýmin í eigninni séu opin og björt og því mikilvægt að augað nemi rýmin ekki sem of lítil og þröng.“ Svo skiptir myndatakan líka miklu máli, enda eru myndirnar oft það sem fangar athygli hugsanlegra kaupanda. „Þarna þarf að hugsa að hverju rými fyrir sig. Innanhúss er gott að fjarlægja alla óþarfa hluti af gólfum, til dæmis gæludýrarúm eða búr, vatnsskálar, leikföng og annað slíkt. Aðkoma að húsinu skiptir miklu máli og því mikilvægt að taka til í garðinum og innkeyrslu eða aðkomu. Fjarlægðu óþarfa hluti eins og leikföng, hjól og garðverkfæri. Rúllaðu upp slöngum og raðaðu garðhúsgögnum. Í eldhúsi er til dæmis hægt að fjarlægja allt af ísskápshurð eins og segla og minnisblöð, á baðherbergi er hægt að fjarlægja allar vörur eins og sjampóbrúsa, tannbursta, hárblásara af skápum, baði og sturtu, þrífa spegla og svo framvegis. Vissulega er þessi listi ekki tæmandi.” Loftmyndir frá ReykjavíkVísir/Vilhelm Mikil viðspyrna Hann segir þó óþarfi að rífa niður allar fjölskyldumyndir af veggjum og afmá öll ummerki um heimilisfólkið. „Sumir fasteignasalar eru á þeirri skoðun en persónulega mæli ég með að hafa persónulega muni á borði við fjölskyldumyndir. Fyrir mér verður eignin persónulegri, heimilislegri og hlýrri. Vissulega geta öfgar skemmt fyrir en ef seljendur eru með persónulega muni í meðalhófi þá er það í góðu lagi.“ Algengustu mistökin sem hann rekst á er þegar seljendur geri sé að ganga ekki nógu langt í að undirbúa eignina fyrir myndatöku og sölu. Einnig ítrekar hann að ef ásett verð er of hátt, þýðir það oft að tilboðin verða lægri en þau hefðu þurft að vera. „Vissulega eru það fjöldi annarra ráða sem veitt eru við söluferlið og nánari upplýsingar eru að finna á vefsíðunni minni. Eins hef ég ráðlagt fasteignaeigendum að skoða endurfjármögnun á eignum sínum á eins til þriggja ára fresti. Fasteignalán er fyrir okkur flest líklega dýrasta þjónusta sem við kaupum yfir ævina og getur marg borgað sig að endurfjármagna.“ Hann segir að það sé að lifna yfir fasteignamarkaðnum á ný eftir samkomubannið. „Eftir mjög rólegar tvær eða þrjár vikur í mars þá virðist eins og mikil viðspyrna átt sér stað. Almennt er góð mæting í opin hús, eignir að seljast og notendatölur á fasteignavefunum hafa ekki verið svo miklar í nærri fjögur ár. Verður mjög spennandi að sjá hvernig markaðurinn muni þróast á næstu sex mánuðum en sjálfur er ég bjartsýnn.“
Hús og heimili Húsnæðismál Ljósmyndun Tengdar fréttir Býst ekki við miklum veiruáhrifum á fasteignaverð og segir tölur um samdrátt ekki lýsandi Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. 16. maí 2020 14:15 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58 Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Býst ekki við miklum veiruáhrifum á fasteignaverð og segir tölur um samdrátt ekki lýsandi Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. 16. maí 2020 14:15
Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18
Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp