Algengustu mistökin að ganga ekki nógu langt fyrir myndatöku og sölu fasteignarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. júní 2020 09:00 Páll Pálsson fasteignasali segir að seljendur geti gert margar auðveldar eða ódýrar breytingar til þess að hafa áhrif á sölu eignar. Vísir/Vilhelm Fasteignamarkaðurinn er nú farinn að hreyfast á ný eftir rólegar vikur. Lífið fékk fasteignasalann Pál Pálsson til að gefa lesendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð. Það er greinilega ýmislegt hægt að gera til að auka líkur á sölu eignar og auka verðmæti hennar. „Allir seljendur eiga það sameiginlegt að vilja fá sem mest fyrir eignina sína og geta á bilinu 30 til 40 atriði haft bein á á verðið sem þú færð fyrir eignina,“ segir Páll. „Áður en eign fer í sölumeðferð eða í myndatöku skiptir miklu máli að undirbúa eignina sjálfa vel fyrir söluna. Opna rýmin, auka birtuflæði, passa að gólfplássið sé gott þannig að gott sé að ganga um eignina er nokkur af þeim mörgum atriðum sem hafa áhrif á hversu hratt eignin selst og hversu hátt verð þú færð fyrir eignina. Kaupendur hugsa oft ómeðvitað „hvað er að eigninni?“ og „hvað þarf ég að gera í viðhaldi, framkvæmdum?“ Því fleiri athugasemdir sem fólk hefur því lægra vill fólk bjóða í eignina þína.“ Slæm hugmynd að ofmeta eignir Páll segir að kaupendur séu dómharðir og geti myndað sér skoðun á eigninni á fyrstu mínútunni eftir að þeir koma inn fyrir þröskuldinn. „Ég myndi líka segja að ganga mjög langt í þrifum, helst jólahreingerning sinnum tveir. Íbúðir þar sem mikið er af smáhlutum eða persónulegum munum geta virkað fráhrindandi á væntanlega kaupendur sem eiga þá erfiðara með að sjá sína eigin búslóð fyrir sér í rýminu. „Fjarlægðu alla óþarfa hluti af gólfum, smáhluti af eldhúsbekkjum og segla, miða og annað af ísskápum. Dragðu frá gardínur og reyndu að hleypa inn eins mikilli náttúrulegri birtu og mögulegt er. Einnig skaltu skipta um allar sprungnar perur og fela rafmagnssnúrur.“ Fasteignamarkaðurinn er búinn að taka aftur við sér. Páll er því bjartsýnn.Vísir/Vilhelm Hann segir að fyrsta skrefið sé þó að fá fasteignasala til að verðmeta eignina og fara yfir þau tækifæri til breytinga sem gætu átt sér stað í eigninni sem eykur verðgildi eignarinnar. „Mikilvægt er að fá hreinskilið verðmat frá fasteignasalanum því það hjálpar ekki að verðmeta of hátt og setja of hátt á eignina. Ef eignin er of hátt verðlögð þýðir það oft að fólk fær lægra fyrir eignina sína.“ Ekki gleyma garðinum Páll segir að fólk geti oft gert ódýrar eða fljótlegar breytingar sem gætu aukið verðmæti eignar töluvert eða aukið líkur á sölu. „Oft eru þetta lítil atriði á borð við sökkla undir innréttingar, lista á milli gólfefna. Svo er mikilvægt að hafa góða lykt, passa að allar ljósaperur séu í lagi og eyða öllum dimmum rýmum. Stundum mæli ég með að fjarlægja húsgögn og mála veggi til að gera eignina sölulegri. Það sem flestir kaupendur vonast eftir að upplifa þegar það gengur inn í íbúðina er að öll rýmin í eigninni séu opin og björt og því mikilvægt að augað nemi rýmin ekki sem of lítil og þröng.“ Svo skiptir myndatakan líka miklu máli, enda eru myndirnar oft það sem fangar athygli hugsanlegra kaupanda. „Þarna þarf að hugsa að hverju rými fyrir sig. Innanhúss er gott að fjarlægja alla óþarfa hluti af gólfum, til dæmis gæludýrarúm eða búr, vatnsskálar, leikföng og annað slíkt. Aðkoma að húsinu skiptir miklu máli og því mikilvægt að taka til í garðinum og innkeyrslu eða aðkomu. Fjarlægðu óþarfa hluti eins og leikföng, hjól og garðverkfæri. Rúllaðu upp slöngum og raðaðu garðhúsgögnum. Í eldhúsi er til dæmis hægt að fjarlægja allt af ísskápshurð eins og segla og minnisblöð, á baðherbergi er hægt að fjarlægja allar vörur eins og sjampóbrúsa, tannbursta, hárblásara af skápum, baði og sturtu, þrífa spegla og svo framvegis. Vissulega er þessi listi ekki tæmandi.” Loftmyndir frá ReykjavíkVísir/Vilhelm Mikil viðspyrna Hann segir þó óþarfi að rífa niður allar fjölskyldumyndir af veggjum og afmá öll ummerki um heimilisfólkið. „Sumir fasteignasalar eru á þeirri skoðun en persónulega mæli ég með að hafa persónulega muni á borði við fjölskyldumyndir. Fyrir mér verður eignin persónulegri, heimilislegri og hlýrri. Vissulega geta öfgar skemmt fyrir en ef seljendur eru með persónulega muni í meðalhófi þá er það í góðu lagi.“ Algengustu mistökin sem hann rekst á er þegar seljendur geri sé að ganga ekki nógu langt í að undirbúa eignina fyrir myndatöku og sölu. Einnig ítrekar hann að ef ásett verð er of hátt, þýðir það oft að tilboðin verða lægri en þau hefðu þurft að vera. „Vissulega eru það fjöldi annarra ráða sem veitt eru við söluferlið og nánari upplýsingar eru að finna á vefsíðunni minni. Eins hef ég ráðlagt fasteignaeigendum að skoða endurfjármögnun á eignum sínum á eins til þriggja ára fresti. Fasteignalán er fyrir okkur flest líklega dýrasta þjónusta sem við kaupum yfir ævina og getur marg borgað sig að endurfjármagna.“ Hann segir að það sé að lifna yfir fasteignamarkaðnum á ný eftir samkomubannið. „Eftir mjög rólegar tvær eða þrjár vikur í mars þá virðist eins og mikil viðspyrna átt sér stað. Almennt er góð mæting í opin hús, eignir að seljast og notendatölur á fasteignavefunum hafa ekki verið svo miklar í nærri fjögur ár. Verður mjög spennandi að sjá hvernig markaðurinn muni þróast á næstu sex mánuðum en sjálfur er ég bjartsýnn.“ Hús og heimili Húsnæðismál Ljósmyndun Tengdar fréttir Býst ekki við miklum veiruáhrifum á fasteignaverð og segir tölur um samdrátt ekki lýsandi Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. 16. maí 2020 14:15 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Fasteignamarkaðurinn er nú farinn að hreyfast á ný eftir rólegar vikur. Lífið fékk fasteignasalann Pál Pálsson til að gefa lesendum í söluhugleiðingum nokkur góð ráð. Það er greinilega ýmislegt hægt að gera til að auka líkur á sölu eignar og auka verðmæti hennar. „Allir seljendur eiga það sameiginlegt að vilja fá sem mest fyrir eignina sína og geta á bilinu 30 til 40 atriði haft bein á á verðið sem þú færð fyrir eignina,“ segir Páll. „Áður en eign fer í sölumeðferð eða í myndatöku skiptir miklu máli að undirbúa eignina sjálfa vel fyrir söluna. Opna rýmin, auka birtuflæði, passa að gólfplássið sé gott þannig að gott sé að ganga um eignina er nokkur af þeim mörgum atriðum sem hafa áhrif á hversu hratt eignin selst og hversu hátt verð þú færð fyrir eignina. Kaupendur hugsa oft ómeðvitað „hvað er að eigninni?“ og „hvað þarf ég að gera í viðhaldi, framkvæmdum?“ Því fleiri athugasemdir sem fólk hefur því lægra vill fólk bjóða í eignina þína.“ Slæm hugmynd að ofmeta eignir Páll segir að kaupendur séu dómharðir og geti myndað sér skoðun á eigninni á fyrstu mínútunni eftir að þeir koma inn fyrir þröskuldinn. „Ég myndi líka segja að ganga mjög langt í þrifum, helst jólahreingerning sinnum tveir. Íbúðir þar sem mikið er af smáhlutum eða persónulegum munum geta virkað fráhrindandi á væntanlega kaupendur sem eiga þá erfiðara með að sjá sína eigin búslóð fyrir sér í rýminu. „Fjarlægðu alla óþarfa hluti af gólfum, smáhluti af eldhúsbekkjum og segla, miða og annað af ísskápum. Dragðu frá gardínur og reyndu að hleypa inn eins mikilli náttúrulegri birtu og mögulegt er. Einnig skaltu skipta um allar sprungnar perur og fela rafmagnssnúrur.“ Fasteignamarkaðurinn er búinn að taka aftur við sér. Páll er því bjartsýnn.Vísir/Vilhelm Hann segir að fyrsta skrefið sé þó að fá fasteignasala til að verðmeta eignina og fara yfir þau tækifæri til breytinga sem gætu átt sér stað í eigninni sem eykur verðgildi eignarinnar. „Mikilvægt er að fá hreinskilið verðmat frá fasteignasalanum því það hjálpar ekki að verðmeta of hátt og setja of hátt á eignina. Ef eignin er of hátt verðlögð þýðir það oft að fólk fær lægra fyrir eignina sína.“ Ekki gleyma garðinum Páll segir að fólk geti oft gert ódýrar eða fljótlegar breytingar sem gætu aukið verðmæti eignar töluvert eða aukið líkur á sölu. „Oft eru þetta lítil atriði á borð við sökkla undir innréttingar, lista á milli gólfefna. Svo er mikilvægt að hafa góða lykt, passa að allar ljósaperur séu í lagi og eyða öllum dimmum rýmum. Stundum mæli ég með að fjarlægja húsgögn og mála veggi til að gera eignina sölulegri. Það sem flestir kaupendur vonast eftir að upplifa þegar það gengur inn í íbúðina er að öll rýmin í eigninni séu opin og björt og því mikilvægt að augað nemi rýmin ekki sem of lítil og þröng.“ Svo skiptir myndatakan líka miklu máli, enda eru myndirnar oft það sem fangar athygli hugsanlegra kaupanda. „Þarna þarf að hugsa að hverju rými fyrir sig. Innanhúss er gott að fjarlægja alla óþarfa hluti af gólfum, til dæmis gæludýrarúm eða búr, vatnsskálar, leikföng og annað slíkt. Aðkoma að húsinu skiptir miklu máli og því mikilvægt að taka til í garðinum og innkeyrslu eða aðkomu. Fjarlægðu óþarfa hluti eins og leikföng, hjól og garðverkfæri. Rúllaðu upp slöngum og raðaðu garðhúsgögnum. Í eldhúsi er til dæmis hægt að fjarlægja allt af ísskápshurð eins og segla og minnisblöð, á baðherbergi er hægt að fjarlægja allar vörur eins og sjampóbrúsa, tannbursta, hárblásara af skápum, baði og sturtu, þrífa spegla og svo framvegis. Vissulega er þessi listi ekki tæmandi.” Loftmyndir frá ReykjavíkVísir/Vilhelm Mikil viðspyrna Hann segir þó óþarfi að rífa niður allar fjölskyldumyndir af veggjum og afmá öll ummerki um heimilisfólkið. „Sumir fasteignasalar eru á þeirri skoðun en persónulega mæli ég með að hafa persónulega muni á borði við fjölskyldumyndir. Fyrir mér verður eignin persónulegri, heimilislegri og hlýrri. Vissulega geta öfgar skemmt fyrir en ef seljendur eru með persónulega muni í meðalhófi þá er það í góðu lagi.“ Algengustu mistökin sem hann rekst á er þegar seljendur geri sé að ganga ekki nógu langt í að undirbúa eignina fyrir myndatöku og sölu. Einnig ítrekar hann að ef ásett verð er of hátt, þýðir það oft að tilboðin verða lægri en þau hefðu þurft að vera. „Vissulega eru það fjöldi annarra ráða sem veitt eru við söluferlið og nánari upplýsingar eru að finna á vefsíðunni minni. Eins hef ég ráðlagt fasteignaeigendum að skoða endurfjármögnun á eignum sínum á eins til þriggja ára fresti. Fasteignalán er fyrir okkur flest líklega dýrasta þjónusta sem við kaupum yfir ævina og getur marg borgað sig að endurfjármagna.“ Hann segir að það sé að lifna yfir fasteignamarkaðnum á ný eftir samkomubannið. „Eftir mjög rólegar tvær eða þrjár vikur í mars þá virðist eins og mikil viðspyrna átt sér stað. Almennt er góð mæting í opin hús, eignir að seljast og notendatölur á fasteignavefunum hafa ekki verið svo miklar í nærri fjögur ár. Verður mjög spennandi að sjá hvernig markaðurinn muni þróast á næstu sex mánuðum en sjálfur er ég bjartsýnn.“
Hús og heimili Húsnæðismál Ljósmyndun Tengdar fréttir Býst ekki við miklum veiruáhrifum á fasteignaverð og segir tölur um samdrátt ekki lýsandi Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. 16. maí 2020 14:15 Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18 Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58 Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Býst ekki við miklum veiruáhrifum á fasteignaverð og segir tölur um samdrátt ekki lýsandi Formaður félags fasteignasala telur skerta starfsemi sýslumanns eina af ástæðum þess að fasteignasala dróst saman um 54 prósent í apríl. 16. maí 2020 14:15
Ákveðnari fasteignakaupendur í kórónuveirufaraldri Þórey Ólafsdóttir, fasteignasali hjá Landmark, segir að áhrif kórónuveirufaraldursins séu ekki komin fram á fasteignamarkaðnum. Meiri sala hafi verið undanfarið en búist var við og til að mynda töluverð aukning í sölu á sumarhúsum. 11. maí 2020 10:18
Verðbólguhorfur góðar og líf á fasteignamarkaði Þrátt fyrir mikla veikingu íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum frá áramótum og hækkun á verði á innfluttri vöru hefur verðbólgan ekki farið á skrið. Greing Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans á þessu ári. 29. apríl 2020 14:58