Rótgróin fyrirtæki geta innleitt nýsköpun með viðhorfsbreytingu Rakel Sveinsdóttir skrifar 3. júní 2020 13:00 Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups. „Innleiðing nýsköpunarstefnu kallar á viðhorfsbreytingu og krefst þess að nýsköpun sé fundinn farvegur þvert á svið fyrirtækisins. Viðskiptavinurinn, hvort sem um ræðir einstaklinga eða fyrirtæki, er settur í forgrunninn,“ segir Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups aðspurð um í hverju innleiðing nýsköpunarstefnu í fyrirtæki felst helst. „Allt snýst um að bæta þjónustuna, gera upplifun okkar sem neytenda sem besta, einfaldasta og þægilegasta,“ segir Salóme. Í dag mun Atvinnulífið fjalla um það í þremur greinum hvernig atvinnulífið getur mætt óvissutímum framundan með innleiðingu nýsköpunarstefnu og frumkvöðlahugsunar. Sérstaklega er horft til þess hvernig hið opinbera gekk í verkefnið og hvernig stór sem smá, rótgróin sem ný, fyrirtæki geta gert hið sama. Í fyrramálið verður til viðbótar fjallað um hvernig stjórnir rótgrónna félaga geta innleitt nýsköpun meira inn í sitt starf. Salóme segir fyrrgreinda viðhorfsbreytingin meðal annars felast í því að í stað þess að hugsa um sölu á vöru er útgangspunkturinn sá að verið er að selja lausnir. „Fyrirtæki eru ekki lengur að selja vöru heldur lausnir og því mikilvægt að þau skilji hvernig varan er notuð til að átta sig á því hvað það er sem fólk vill gera, hvaða þörf er verið að uppfylla og hvaða vandamál er verið að leysa,“ segir Salóme. Að sögn Salóme kalla hraðar tæknibreytingar í heiminum á það að fyrirtæki þurfa að endurskoða stefnu og markmið fyrirtækja töluvert tíðari en áður. Það skýrist einfaldlega af því að stafræn umbylting er að hafa svo mikil áhrif á viðskiptaumhverfi fyrirtækja. „Til að geta með skilvirkum hætti brugðist við þessari framþróun er mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja geri sér grein fyrir þessari umfangsmiklu breytingu, skilji þá tækni sem drífur hana áfram og þekki helstu strauma og stefnur,“ segir Salóme. Ein leiðin er að tengjast nýsköpunarumhverfinu Salóme segir eina leiðina til að fylgjast vel með er að skoða hvers konar ný fyrirtæki er verið að stofna. Hvers eðlis þau eru, hvernig þau eru að nýta tækninýjungar og hvaða viðskiptamódel þau eru að kynna. „Ég tel enn fremur mikil verðmæti fólgin í því fyrir rótgróin fyrirtæki að eiga reglulegt samtal við frumkvöðla um þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir hverju sinni. Það gæti veitt þeim nýja sýn á viðfangsefnið og ferskar hugmyndir að lausnum. Slíkt samtal býður einnig upp á tækifæri til samstarfs sem gætu skapað virði á báða bóga,“ segir Salóme. Með þessu samtali geta rótgróin fyrirtæki lært heilmikið af nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi þeirra sem þar eru. Nefnir hún sem dæmi að hjá Icelandic Startups sé fyrirtækjum boðinn aðgangur að hringiðu nýsköpunar- og frumkvöðlastarfs með margvíslegum hætti. „Fyrirtækjum býðst til dæmis að senda teymi til þátttöku í viðskiptahraðla þar sem þau geta unnið að nýsköpunarverkefnum fyrirtækisins í lifandi umhverfi, sótt innblástur, kynnst frumkvöðlum og frá fyrstu hendi þeim aðferðum sem verið er að beita við þróun nýrra viðskiptahugmynda,“ segir Salóme og bætir við Sú leið er tilvalið tækifæri til að umbuna framúrskarandi starfsmönnum og í raun endurmenntun sem á sér enga líka.“ Salóme segir mikilvægt að fyrirtæki finni nýsköpunarstefnu sinni farveg þvert á fyrirtækið. En að hverju þurfa stjórnendur sérstaklega að huga þegar þeir vilja innleiða nýsköpunarstefnu á markvissan hátt? Salóme segir þróun stafrænna lausna geta haft mikil áhrif á það hvernig fyrirtæki geta dregið úr sóun og fundið nýjar leiðir til að bjóða sömu vöru eða þjónustu og áður en ekki síður gert fyrirtækjum kleift að komast inn á nýja markaði og umbylt gamalgrónum viðskiptamódelum. Stafræn þróun er þar með mikilvægur liður í að stofna ný tekjustreymi og tækifæri til fjölbreyttari samskiptaleiða við viðskiptavini og starfsmenn. En stjórnendur sem vilja innleiða nýsköpunarstefnu með markvissum hætti geta líka nýtt sér fleiri leiðir. „Hakkaþon og starfsdagar þar sem nýsköpun er höfð í forgrunni eru tilvaldir fyrir samstillingu, hugarflug og æfingar sem opna augu starfsmanna fyrir þeim tækifærum sem nýsköpun felur í sér, en duga skammt ef ekki fylgir vel ígrunduð áætlun um næstu skref. Flóknasti parturinn er ekki að fá hugmyndir heldur framkvæma þær. Fyrirtæki sem verja tíma og fjármunum í að vera stöðugt á tánum og þróa nýjar lausnir sem byggja á nýjustu tækni eru líklega þau sem koma til með að ná mestum árangri. Til að geta hreyft sig hratt er ákjósanlegast að fyrirtæki myndi sjálfstæð teymi og láti sprota um að þróa og prófa nýjungar,“ segir Salóme. Að lokum hvetur Salóme stjórnendur rótgrónari fyrirtækja að hafa samband við Icelandic Startups því þeirra starf felist meðal annars í því að tengja fyrirtæki betur við umhverfi sprotafyrirtæki. Nýsköpun Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Innleiðing nýsköpunarstefnu kallar á viðhorfsbreytingu og krefst þess að nýsköpun sé fundinn farvegur þvert á svið fyrirtækisins. Viðskiptavinurinn, hvort sem um ræðir einstaklinga eða fyrirtæki, er settur í forgrunninn,“ segir Salóme Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Icelandic Startups aðspurð um í hverju innleiðing nýsköpunarstefnu í fyrirtæki felst helst. „Allt snýst um að bæta þjónustuna, gera upplifun okkar sem neytenda sem besta, einfaldasta og þægilegasta,“ segir Salóme. Í dag mun Atvinnulífið fjalla um það í þremur greinum hvernig atvinnulífið getur mætt óvissutímum framundan með innleiðingu nýsköpunarstefnu og frumkvöðlahugsunar. Sérstaklega er horft til þess hvernig hið opinbera gekk í verkefnið og hvernig stór sem smá, rótgróin sem ný, fyrirtæki geta gert hið sama. Í fyrramálið verður til viðbótar fjallað um hvernig stjórnir rótgrónna félaga geta innleitt nýsköpun meira inn í sitt starf. Salóme segir fyrrgreinda viðhorfsbreytingin meðal annars felast í því að í stað þess að hugsa um sölu á vöru er útgangspunkturinn sá að verið er að selja lausnir. „Fyrirtæki eru ekki lengur að selja vöru heldur lausnir og því mikilvægt að þau skilji hvernig varan er notuð til að átta sig á því hvað það er sem fólk vill gera, hvaða þörf er verið að uppfylla og hvaða vandamál er verið að leysa,“ segir Salóme. Að sögn Salóme kalla hraðar tæknibreytingar í heiminum á það að fyrirtæki þurfa að endurskoða stefnu og markmið fyrirtækja töluvert tíðari en áður. Það skýrist einfaldlega af því að stafræn umbylting er að hafa svo mikil áhrif á viðskiptaumhverfi fyrirtækja. „Til að geta með skilvirkum hætti brugðist við þessari framþróun er mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja geri sér grein fyrir þessari umfangsmiklu breytingu, skilji þá tækni sem drífur hana áfram og þekki helstu strauma og stefnur,“ segir Salóme. Ein leiðin er að tengjast nýsköpunarumhverfinu Salóme segir eina leiðina til að fylgjast vel með er að skoða hvers konar ný fyrirtæki er verið að stofna. Hvers eðlis þau eru, hvernig þau eru að nýta tækninýjungar og hvaða viðskiptamódel þau eru að kynna. „Ég tel enn fremur mikil verðmæti fólgin í því fyrir rótgróin fyrirtæki að eiga reglulegt samtal við frumkvöðla um þær áskoranir sem þau standa frammi fyrir hverju sinni. Það gæti veitt þeim nýja sýn á viðfangsefnið og ferskar hugmyndir að lausnum. Slíkt samtal býður einnig upp á tækifæri til samstarfs sem gætu skapað virði á báða bóga,“ segir Salóme. Með þessu samtali geta rótgróin fyrirtæki lært heilmikið af nýsköpunar- og frumkvöðlastarfi þeirra sem þar eru. Nefnir hún sem dæmi að hjá Icelandic Startups sé fyrirtækjum boðinn aðgangur að hringiðu nýsköpunar- og frumkvöðlastarfs með margvíslegum hætti. „Fyrirtækjum býðst til dæmis að senda teymi til þátttöku í viðskiptahraðla þar sem þau geta unnið að nýsköpunarverkefnum fyrirtækisins í lifandi umhverfi, sótt innblástur, kynnst frumkvöðlum og frá fyrstu hendi þeim aðferðum sem verið er að beita við þróun nýrra viðskiptahugmynda,“ segir Salóme og bætir við Sú leið er tilvalið tækifæri til að umbuna framúrskarandi starfsmönnum og í raun endurmenntun sem á sér enga líka.“ Salóme segir mikilvægt að fyrirtæki finni nýsköpunarstefnu sinni farveg þvert á fyrirtækið. En að hverju þurfa stjórnendur sérstaklega að huga þegar þeir vilja innleiða nýsköpunarstefnu á markvissan hátt? Salóme segir þróun stafrænna lausna geta haft mikil áhrif á það hvernig fyrirtæki geta dregið úr sóun og fundið nýjar leiðir til að bjóða sömu vöru eða þjónustu og áður en ekki síður gert fyrirtækjum kleift að komast inn á nýja markaði og umbylt gamalgrónum viðskiptamódelum. Stafræn þróun er þar með mikilvægur liður í að stofna ný tekjustreymi og tækifæri til fjölbreyttari samskiptaleiða við viðskiptavini og starfsmenn. En stjórnendur sem vilja innleiða nýsköpunarstefnu með markvissum hætti geta líka nýtt sér fleiri leiðir. „Hakkaþon og starfsdagar þar sem nýsköpun er höfð í forgrunni eru tilvaldir fyrir samstillingu, hugarflug og æfingar sem opna augu starfsmanna fyrir þeim tækifærum sem nýsköpun felur í sér, en duga skammt ef ekki fylgir vel ígrunduð áætlun um næstu skref. Flóknasti parturinn er ekki að fá hugmyndir heldur framkvæma þær. Fyrirtæki sem verja tíma og fjármunum í að vera stöðugt á tánum og þróa nýjar lausnir sem byggja á nýjustu tækni eru líklega þau sem koma til með að ná mestum árangri. Til að geta hreyft sig hratt er ákjósanlegast að fyrirtæki myndi sjálfstæð teymi og láti sprota um að þróa og prófa nýjungar,“ segir Salóme. Að lokum hvetur Salóme stjórnendur rótgrónari fyrirtækja að hafa samband við Icelandic Startups því þeirra starf felist meðal annars í því að tengja fyrirtæki betur við umhverfi sprotafyrirtæki.
Nýsköpun Stjórnun Góðu ráðin Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira