Erlent

Hvatti ríkisstjóra til að beita meiri hörku

Sylvía Hall skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci

Donald Trump Bandaríkjaforseti fundaði í dag með ríkisstjórum um Bandaríkin og yfirmönnum þjóðaröryggismála og lögreglunnar í landinu í gegnum fjarfundabúnað. Þar sagði hann flesta ríkisstjórana vera veikburða og að þeir þyrftu að beita meiri hörku gegn mótmælendum sem stunda íkveikjur og þjófnað. Þetta kemur fram á vef AP.

„Þið verðið að handtaka fólk,“ á Trump að hafa sagt við ríkisstjórana. Þeir þyrftu að beita meiri hörku til þess að ná tökum á mótmælunum sem fara nú fram víðs vegar um Bandaríkin. Þá hvatti hann þá til þess að kalla til þjóðvarðliðið og sagði það hafa hjálpað mikið til við að „róa mótmælin“ í Minneapolis. Þeir væru að gera sig að fíflum með því að nýta ekki liðið og hafa það sýnilegt á götum borgarinnar.

Hann sagði lögregluna í Washington D.C. ætla að grípa til áður óséðra aðgerða í borginni og hvatti aðra ríkisstjóra til þess að gera slíkt hið sama. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir samskonar mótmæli á ný.

„Þið verðið að handtaka fólk, þið verðið að finna fólk, þið verðið að setja það í fangelsi í tíu ár og þá sjáið þið þetta aldrei aftur,“ sagði Trump.


Tengdar fréttir

Michael Jordan tjáir sig um morðið á George Floyd

Michael Jordan, einn frægasti íþróttamaður allra tíma, og eigandi Charlotte Bobcats í NBA-deildinni hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar mótmælanna og óeirðanna í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×