Erlent

Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót

Andri Eysteinsson skrifar

Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi.

Í viðtali sænska ríkissjónvarpsins við Ann Linstrand, deildarstjóra hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, kemur fram að prófanir séu hafnar á mönnum. Fyrstu niðurstöður hafi sýnt að bóluefnið virðist framleiða svörun ónæmiskerfisins án þess að valda alvarlegum aukaverkunum.

Alþjóðarheilbrigðismálastofnunin vinnur nú að alþjóðlegum samningum um hvernig hægt verði að dreifa bóluefninu þegar það kemst á markað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×