Partí gæti kostað prinsinn eina og hálfa milljón Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 22:31 Jóakim prins, fyrir miðju, ásamt föður sínum og systur. Patrick van Katwijk/Getty Belgíski prinsinn Jóakim hefur verið greindur með kórónuveiruna eftir að hafa sótt gleðskap í spænsku borginni Córdoba. Þetta kemur fram í tilkynningu frá belgísku konungshöllinni. Komi í ljós að prinsinn hafi gerst sekur um brot á reglum um samkomur gæti hann þurft að greiða háa sekt. Hinn 28 ára Jóakim, sem er sonur prinsessunnar Astrid og þar með systursonur Filippusar konungs, ferðaðist til Córdoba til þess að leggja stund á starfsnám. Tveimur dögum eftir komuna þangað, þann 28. maí, fór prinsinn í partí og greindist með kórónuveiruna í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir spænskum fjölmiðlum að 27 manns hafi verið viðstaddir, en það telst brot á samkomubanni sem nú er í gildi á Spáni. Aðeins 15 eða færri mega koma saman á hverjum stað. Lögreglan í Córdoba rannsakar nú gleðskapinn. Komi í ljós að samkomubann hafi verið brotið gætu allir gestir átt von á sekt upp á allt að tíu þúsund evrur, en það samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Jóakim prins, sem er tíundi í röðinni að belgísku krúnunni, er nú í sóttkví í Córdoba. Einkenni hans af Covid-19, sem kórónuveiran getur valdið, eru sögð væg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Spánn Kóngafólk Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Belgíski prinsinn Jóakim hefur verið greindur með kórónuveiruna eftir að hafa sótt gleðskap í spænsku borginni Córdoba. Þetta kemur fram í tilkynningu frá belgísku konungshöllinni. Komi í ljós að prinsinn hafi gerst sekur um brot á reglum um samkomur gæti hann þurft að greiða háa sekt. Hinn 28 ára Jóakim, sem er sonur prinsessunnar Astrid og þar með systursonur Filippusar konungs, ferðaðist til Córdoba til þess að leggja stund á starfsnám. Tveimur dögum eftir komuna þangað, þann 28. maí, fór prinsinn í partí og greindist með kórónuveiruna í kjölfarið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir spænskum fjölmiðlum að 27 manns hafi verið viðstaddir, en það telst brot á samkomubanni sem nú er í gildi á Spáni. Aðeins 15 eða færri mega koma saman á hverjum stað. Lögreglan í Córdoba rannsakar nú gleðskapinn. Komi í ljós að samkomubann hafi verið brotið gætu allir gestir átt von á sekt upp á allt að tíu þúsund evrur, en það samsvarar rúmlega einni og hálfri milljón íslenskra króna. Jóakim prins, sem er tíundi í röðinni að belgísku krúnunni, er nú í sóttkví í Córdoba. Einkenni hans af Covid-19, sem kórónuveiran getur valdið, eru sögð væg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Spánn Kóngafólk Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira