Nýtti dvölina í Namibíu til að ferðast: „Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. maí 2020 18:31 Arngrímur var handtekinn í Namibíu í nóvember á síðasta ári. NAMIBIAN BROADCASTING CORPORATION Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í viðtali við Arngrím á vef Samherja, en hann settist í helgan stein eftir að hafa komið heim frá áðurnefndri Namibíuferð. Þegar Arngrímur hafði verið handtekinn í Namibíu gisti hann eina nótt í fangaklefa, en honum var einnig gert að afhenda vegabréf sitt. Arngrímur eyddi síðustu jólum í Namibíu en kom heim í febrúar á þessu ári. Þann tíma sem hann varði í Namibíu nýtti hann til að ferðast um landið með eiginkonu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni,“ er haft eftir Arngrími á vef Samherja. Hann segir landið vera eitt öruggasta ferðamannalandið í Afríku. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vera staddur þar á öðrum forsendum, þó það hafi ekki truflað hann um of. Hann hafi einfaldlega gert gott úr málinu. Þá segist Arngrímur hafa dregið lærdóm af dvölinni í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt.“ Hann segir í raun eins og hann hefði flutt til Namibíu í stuttan tíma og kveðst ánægður að hafa alltaf verið bjartsýnn í málinu. Hann hafi ekki velt fyrir sér alvarleika málsins af neinni alvöru fyrr en til Íslands var komið. Þá segir Arngrímur að málið á hendur sér hefði verið „tóm steypa“ og að Heinaste, skipið sem Arngrímur stýrði, hefði aldrei veitt á lokuðu svæði. Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu. Kom ekki til greina að játa sök Arngrímur hefur áður lýst því að honum hafi þótt þær ásakanir sem setta voru fram á hendur honum fáránlegar. Hann sagði í febrúar að í fyrstu hefði ekki komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en honum snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Að lokum fór svo að Arngrímur var dæmdur til að greiða átta milljóna króna sekt. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér,“ sagði Arngrímur í viðtali við N4 í febrúar. Það má sjá hér að neðan. Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Arngrímur Brynjólfsson, fyrrverandi skipstjóri togarans Heinaste í eigu Samherja, sem handtekinn var í Namibíu þann 30. nóvember vegna gruns um ólöglegar veiðar, segist hafa notað þann tíma sem hann mátti ekki yfirgefa landið til þess að ferðast um Namibíu ásamt eiginkonu sinni. Þetta kemur fram í viðtali við Arngrím á vef Samherja, en hann settist í helgan stein eftir að hafa komið heim frá áðurnefndri Namibíuferð. Þegar Arngrímur hafði verið handtekinn í Namibíu gisti hann eina nótt í fangaklefa, en honum var einnig gert að afhenda vegabréf sitt. Arngrímur eyddi síðustu jólum í Namibíu en kom heim í febrúar á þessu ári. Þann tíma sem hann varði í Namibíu nýtti hann til að ferðast um landið með eiginkonu sinni, Jóhönnu Magnúsdóttur, sem flaug út til hans. „Við fórum í langt ferðalag. Við settumst upp í bíl og keyrðum um Namibíu. Þetta land kom mér á óvart. Ég hélt nú ekki að ég gæti heillast af sandi en þetta var alveg ótrúlegt. Ég hafði fyrst einhverjar efasemdir en það eina sem maður þurfti að aðlagast var að þarna er vinstriumferð og maður náði nú fljótt tökum á henni,“ er haft eftir Arngrími á vef Samherja. Hann segir landið vera eitt öruggasta ferðamannalandið í Afríku. Hann viðurkennir þó að hann hefði viljað vera staddur þar á öðrum forsendum, þó það hafi ekki truflað hann um of. Hann hafi einfaldlega gert gott úr málinu. Þá segist Arngrímur hafa dregið lærdóm af dvölinni í Namibíu. „Það er eitt sem ég rak mig á en það var að sú mynd sem dregin var upp í fjölmiðlum var oft mjög villandi eða beinlínis röng. Fólk var alltaf að hafa samband og ég þurfti alltaf að vera að útskýra að ég hefði það bara fínt.“ Hann segir í raun eins og hann hefði flutt til Namibíu í stuttan tíma og kveðst ánægður að hafa alltaf verið bjartsýnn í málinu. Hann hafi ekki velt fyrir sér alvarleika málsins af neinni alvöru fyrr en til Íslands var komið. Þá segir Arngrímur að málið á hendur sér hefði verið „tóm steypa“ og að Heinaste, skipið sem Arngrímur stýrði, hefði aldrei veitt á lokuðu svæði. Það var bara teiknuð ný lína í lögsögu Namibíu. Kom ekki til greina að játa sök Arngrímur hefur áður lýst því að honum hafi þótt þær ásakanir sem setta voru fram á hendur honum fáránlegar. Hann sagði í febrúar að í fyrstu hefði ekki komið til greina í hans huga að játa sök í málinu en honum snerist hugur þegar saksóknari gerði honum grein fyrir því að málið gæti frestast í marga mánuði ef hann neitaði sök. Arngrímur valdi því hinn kostinn; að taka á sig sökina og greiða sekt. Þá játaði hann einnig sök í fleiri ákærum sem gefnar voru út daginn sem dómurinn var kveðinn upp. Að lokum fór svo að Arngrímur var dæmdur til að greiða átta milljóna króna sekt. „Niðurstaðan fyrir rest áður en við förum inn í réttinn, þá tek ég þá ákvörðun að það sé bara komið nóg. Ég sagðist myndu hata þessa ákvörðun það sem eftir væri því auðvitað myndi málið og dómur sem kæmi í kjölfarið fylgja mér,“ sagði Arngrímur í viðtali við N4 í febrúar. Það má sjá hér að neðan.
Íslendingar erlendis Samherjaskjölin Namibía Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira