Lagðir af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 19:35 Crew Dragon geimfarið á toppi Falcon 9 eldflaugar í Flórída. Vísir/SpaceX Uppfært 19:35 Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken eru lagðir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída. Um er að ræða fyrstu mönnuðu geimferðina frá Bandaríkjunum frá 2011 og fyrsta skiptið sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim. Það mun taka geimfarana um 19 klukkustundir að ná til geimstöðvarinnar. Fyrsta stig eldflaugarinnar sem bar þá út í geim lenti svo á drónaskipi SpaceX, Of Course I Still Love You,undan ströndum Flórída. Allt virðist hafa heppnast vel og þeir Hurley og Behnken eru nú á braut um jörðu á um 27 þúsund kílómetra hraða. We have liftoff. History is made as @NASA_Astronauts launch from @NASAKennedy for the first time in nine years on the @SpaceX Crew Dragon: pic.twitter.com/alX1t1JBAt— NASA (@NASA) May 30, 2020 Main engine cutoff and stage separation confirmed. Second stage engine burn underway https://t.co/bJFjLCzWdK pic.twitter.com/BFFXVRrbQ6— SpaceX (@SpaceX) May 30, 2020 Crew Dragon has successfully separated. Next stop? The International @Space_Station. #LaunchAmerica pic.twitter.com/rDKFzPouTE— NASA (@NASA) May 30, 2020 Upprunlega fréttin Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. Fyrsta mannaða geimskoti Bandaríkjanna í tæpan áratug var frestað á miðvikudaginn vegna veðurs og útlit er fyrir að fresta verði því aftur í kvöld. Jim Bridenstein sagði á miðvikudaginn að veðrið hefði „leikið okkur grátt“ en það hafi verið rétt ákvörðun að fresta geimskotin Í gærkvöldi áætluðu veðurfræðingar flughers Bandaríkjanna að um helmingslíkur væru á því að fresta þyrfti geimskotinu aftur. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nú upp úr hádegi að enn væru helmingslíkur á því að af geimskotinu yrði. Uppfært 18:45 Bridenstine sagði fyrir skömmu að eins og staðan var um klukkustund fyrir ætlað geimskot, liti veðrið vel út. Líklegast yrði geimskotið á áætlun. Weather is a GO for launch! #LaunchAmerica— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 30, 2020 Áhyggjur þeirra snúa að mestu að rigningu og skýjum en einnig að mögulegum eldingum og vindhviðum. Það þarf ekki eingöngu að huga að veðrinu á skotstaðnum sjálfum við Kennedy Center í Flórída, heldur einnig að veðrinu undan ströndum Flórída. Ef eitthvað kemur upp á eða hætta þarf við geimskotið gætu þeir Doug Hurley og Bob Behnken þurft að nauðlenda í Atlantshafinu. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, eiga að vera um borð í geimstöðinni í fjóra mánuði í mesta lagi. Það fer eftir því hve vel geimskotið tekst og hvenær hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 19:22 að íslenskum tíma. Hér að neðan má fylgjast með útsendingu NASA, sem hefst klukkan þrjú í dag. Bandaríkin SpaceX Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Uppfært 19:35 Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken eru lagðir af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar eftir vel heppnað geimskot frá Flórída. Um er að ræða fyrstu mönnuðu geimferðina frá Bandaríkjunum frá 2011 og fyrsta skiptið sem einkafyrirtæki sendir menn út í geim. Það mun taka geimfarana um 19 klukkustundir að ná til geimstöðvarinnar. Fyrsta stig eldflaugarinnar sem bar þá út í geim lenti svo á drónaskipi SpaceX, Of Course I Still Love You,undan ströndum Flórída. Allt virðist hafa heppnast vel og þeir Hurley og Behnken eru nú á braut um jörðu á um 27 þúsund kílómetra hraða. We have liftoff. History is made as @NASA_Astronauts launch from @NASAKennedy for the first time in nine years on the @SpaceX Crew Dragon: pic.twitter.com/alX1t1JBAt— NASA (@NASA) May 30, 2020 Main engine cutoff and stage separation confirmed. Second stage engine burn underway https://t.co/bJFjLCzWdK pic.twitter.com/BFFXVRrbQ6— SpaceX (@SpaceX) May 30, 2020 Crew Dragon has successfully separated. Next stop? The International @Space_Station. #LaunchAmerica pic.twitter.com/rDKFzPouTE— NASA (@NASA) May 30, 2020 Upprunlega fréttin Líklegt er að veðrið muni aftur leika starfsmenn NASA og SpaceX grátt í dag. Fyrsta mannaða geimskoti Bandaríkjanna í tæpan áratug var frestað á miðvikudaginn vegna veðurs og útlit er fyrir að fresta verði því aftur í kvöld. Jim Bridenstein sagði á miðvikudaginn að veðrið hefði „leikið okkur grátt“ en það hafi verið rétt ákvörðun að fresta geimskotin Í gærkvöldi áætluðu veðurfræðingar flughers Bandaríkjanna að um helmingslíkur væru á því að fresta þyrfti geimskotinu aftur. Jim Bridenstine, yfirmaður NASA, sagði nú upp úr hádegi að enn væru helmingslíkur á því að af geimskotinu yrði. Uppfært 18:45 Bridenstine sagði fyrir skömmu að eins og staðan var um klukkustund fyrir ætlað geimskot, liti veðrið vel út. Líklegast yrði geimskotið á áætlun. Weather is a GO for launch! #LaunchAmerica— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) May 30, 2020 Áhyggjur þeirra snúa að mestu að rigningu og skýjum en einnig að mögulegum eldingum og vindhviðum. Það þarf ekki eingöngu að huga að veðrinu á skotstaðnum sjálfum við Kennedy Center í Flórída, heldur einnig að veðrinu undan ströndum Flórída. Ef eitthvað kemur upp á eða hætta þarf við geimskotið gætu þeir Doug Hurley og Bob Behnken þurft að nauðlenda í Atlantshafinu. Allt frá því að NASA hætti að nota geimskutlurnar gömlu árið 2011 hafa Bandaríkjamenn treyst á Rússa til að ferja geimfara ríkisins til geimstöðvarinnar og frá henni aftur. Skjóta á geimfarinu á loft frá skotpallinum 39A. Það er sami pallur og notaður var til að skjóta mönnum til tunglsins. Þar var einnig fyrstu geimskutlunni skotið á loft og þeirri síðustu árið 2011. Geimskotið er einn af fyrstu liðum áætlunar ríkisstjórnar Donald Trump sem snýr að því að koma geimförum til tunglsins árið 2024. Geimfararnir tveir, Doug Hurley og Bob Behnken, eiga að vera um borð í geimstöðinni í fjóra mánuði í mesta lagi. Það fer eftir því hve vel geimskotið tekst og hvenær hægt verður að skjóta næsta hópi geimfara á loft. Til stendur að skjóta geimfarinu á loft klukkan 19:22 að íslenskum tíma. Hér að neðan má fylgjast með útsendingu NASA, sem hefst klukkan þrjú í dag.
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Alþjóðlega geimstöðin Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira