13 dagar í Pepsi Max: Þrjú vítaklúður hjá Andra Rúnari sem stoppaði líka í nítján mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2020 12:00 Andri Rúnar Bjarnason með gullskó Adidas sem hann fékk fyrir að verða markahæstur í Pepsi deildinni sumarið 2017. Mynd/Benóný Þórhallsson Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 13 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði tuttugu ára gamalt afrek Tryggva Guðmundssonar, tuttugu og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar, 31 árs gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og 39 ára gamalt afrek Péturs Péturssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Grindvíkinga sumarið 2017. Andri Rúnar varð sá fyrsti til að komast í klúbbinn síðan að fjölgað var upp í tólf liða deild en við það bættust við fjórir leikir. Andri Rúnar lék alla 22 leiki Grindavíkur þetta sumar en hinir léku sautján eða átján leiki þegar þeir settu eða jöfnuðu markametið. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt nítjánda mark í lokaumferðinni þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í lokaleik sumarsins. Það mátti því ekki miklu muna að hann næði ekki inn í klúbbinn. Andri Rúnar hafði reyndar fyrr í leiknum farið illa með kjörið tækifæri þegar hann skaut í stöngina úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Það varð þriðja vítaspyrnan sem Andri Rúnar klúðraði á tímabilinu og var því ansi nálægt því að komast í tuttugu mörkin. Hann lagði grunninn að metjöfnuninni með frammistöðu sinni á Grindavíkurvelli en hann skoraði 12 mörk í síðustu níu heimaleikjum sínum. Andri Rúnar Bjarnason sker sig aðeins úr í þessum fimm manna hópi markametshafa því allir hinir voru annað hvort í Íslandsmeistaraliði eða liði sem var í titilbaráttunni. Andri Rúnar lék með liði sem endaði í fimmta sæti en hann skoraði 61 prósent marka liðsins eða 19 mörk af 31. Guðmundur Torfason skoraði 49 prósent marka Fram 1986, Tryggvi Guðmundsson skoraði 43 prósent marka Eyjamanna 1997, Pétur Pétursson skoraði 40 prósent marka Skagamanna 1978 og Þórður Guðjónsson skoraði bara 31 prósent marka Skagaliðsins sumarið 1993. Mörk Andra Rúnars færðu Grindvíkingum alls 26 stig á tímabilinu sem þýðir að ef við tækjum þau út þá hefði Grindavíkurliðið aðeins fengið fimm stig þetta sumar. Andri náði að koma að fimmtán mörkum Grindvíkinga í röð (13 mörk og 2 stoðsendingar) frá 22. maí til 14. ágúst en þá skoraði ekki Grindavík mark í 84 daga án þess að hann kæmi við sögu. Hann skoraði alls fimm sigurmörk á leiktíðinni. Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... UMF Grindavík Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 13 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði tuttugu ára gamalt afrek Tryggva Guðmundssonar, tuttugu og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar, 31 árs gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og 39 ára gamalt afrek Péturs Péturssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Grindvíkinga sumarið 2017. Andri Rúnar varð sá fyrsti til að komast í klúbbinn síðan að fjölgað var upp í tólf liða deild en við það bættust við fjórir leikir. Andri Rúnar lék alla 22 leiki Grindavíkur þetta sumar en hinir léku sautján eða átján leiki þegar þeir settu eða jöfnuðu markametið. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt nítjánda mark í lokaumferðinni þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í lokaleik sumarsins. Það mátti því ekki miklu muna að hann næði ekki inn í klúbbinn. Andri Rúnar hafði reyndar fyrr í leiknum farið illa með kjörið tækifæri þegar hann skaut í stöngina úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Það varð þriðja vítaspyrnan sem Andri Rúnar klúðraði á tímabilinu og var því ansi nálægt því að komast í tuttugu mörkin. Hann lagði grunninn að metjöfnuninni með frammistöðu sinni á Grindavíkurvelli en hann skoraði 12 mörk í síðustu níu heimaleikjum sínum. Andri Rúnar Bjarnason sker sig aðeins úr í þessum fimm manna hópi markametshafa því allir hinir voru annað hvort í Íslandsmeistaraliði eða liði sem var í titilbaráttunni. Andri Rúnar lék með liði sem endaði í fimmta sæti en hann skoraði 61 prósent marka liðsins eða 19 mörk af 31. Guðmundur Torfason skoraði 49 prósent marka Fram 1986, Tryggvi Guðmundsson skoraði 43 prósent marka Eyjamanna 1997, Pétur Pétursson skoraði 40 prósent marka Skagamanna 1978 og Þórður Guðjónsson skoraði bara 31 prósent marka Skagaliðsins sumarið 1993. Mörk Andra Rúnars færðu Grindvíkingum alls 26 stig á tímabilinu sem þýðir að ef við tækjum þau út þá hefði Grindavíkurliðið aðeins fengið fimm stig þetta sumar. Andri náði að koma að fimmtán mörkum Grindvíkinga í röð (13 mörk og 2 stoðsendingar) frá 22. maí til 14. ágúst en þá skoraði ekki Grindavík mark í 84 daga án þess að hann kæmi við sögu. Hann skoraði alls fimm sigurmörk á leiktíðinni. Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R.
Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... UMF Grindavík Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira