13 dagar í Pepsi Max: Þrjú vítaklúður hjá Andra Rúnari sem stoppaði líka í nítján mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2020 12:00 Andri Rúnar Bjarnason með gullskó Adidas sem hann fékk fyrir að verða markahæstur í Pepsi deildinni sumarið 2017. Mynd/Benóný Þórhallsson Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 13 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði tuttugu ára gamalt afrek Tryggva Guðmundssonar, tuttugu og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar, 31 árs gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og 39 ára gamalt afrek Péturs Péturssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Grindvíkinga sumarið 2017. Andri Rúnar varð sá fyrsti til að komast í klúbbinn síðan að fjölgað var upp í tólf liða deild en við það bættust við fjórir leikir. Andri Rúnar lék alla 22 leiki Grindavíkur þetta sumar en hinir léku sautján eða átján leiki þegar þeir settu eða jöfnuðu markametið. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt nítjánda mark í lokaumferðinni þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í lokaleik sumarsins. Það mátti því ekki miklu muna að hann næði ekki inn í klúbbinn. Andri Rúnar hafði reyndar fyrr í leiknum farið illa með kjörið tækifæri þegar hann skaut í stöngina úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Það varð þriðja vítaspyrnan sem Andri Rúnar klúðraði á tímabilinu og var því ansi nálægt því að komast í tuttugu mörkin. Hann lagði grunninn að metjöfnuninni með frammistöðu sinni á Grindavíkurvelli en hann skoraði 12 mörk í síðustu níu heimaleikjum sínum. Andri Rúnar Bjarnason sker sig aðeins úr í þessum fimm manna hópi markametshafa því allir hinir voru annað hvort í Íslandsmeistaraliði eða liði sem var í titilbaráttunni. Andri Rúnar lék með liði sem endaði í fimmta sæti en hann skoraði 61 prósent marka liðsins eða 19 mörk af 31. Guðmundur Torfason skoraði 49 prósent marka Fram 1986, Tryggvi Guðmundsson skoraði 43 prósent marka Eyjamanna 1997, Pétur Pétursson skoraði 40 prósent marka Skagamanna 1978 og Þórður Guðjónsson skoraði bara 31 prósent marka Skagaliðsins sumarið 1993. Mörk Andra Rúnars færðu Grindvíkingum alls 26 stig á tímabilinu sem þýðir að ef við tækjum þau út þá hefði Grindavíkurliðið aðeins fengið fimm stig þetta sumar. Andri náði að koma að fimmtán mörkum Grindvíkinga í röð (13 mörk og 2 stoðsendingar) frá 22. maí til 14. ágúst en þá skoraði ekki Grindavík mark í 84 daga án þess að hann kæmi við sögu. Hann skoraði alls fimm sigurmörk á leiktíðinni. Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... UMF Grindavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 13 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði tuttugu ára gamalt afrek Tryggva Guðmundssonar, tuttugu og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar, 31 árs gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og 39 ára gamalt afrek Péturs Péturssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Grindvíkinga sumarið 2017. Andri Rúnar varð sá fyrsti til að komast í klúbbinn síðan að fjölgað var upp í tólf liða deild en við það bættust við fjórir leikir. Andri Rúnar lék alla 22 leiki Grindavíkur þetta sumar en hinir léku sautján eða átján leiki þegar þeir settu eða jöfnuðu markametið. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt nítjánda mark í lokaumferðinni þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í lokaleik sumarsins. Það mátti því ekki miklu muna að hann næði ekki inn í klúbbinn. Andri Rúnar hafði reyndar fyrr í leiknum farið illa með kjörið tækifæri þegar hann skaut í stöngina úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Það varð þriðja vítaspyrnan sem Andri Rúnar klúðraði á tímabilinu og var því ansi nálægt því að komast í tuttugu mörkin. Hann lagði grunninn að metjöfnuninni með frammistöðu sinni á Grindavíkurvelli en hann skoraði 12 mörk í síðustu níu heimaleikjum sínum. Andri Rúnar Bjarnason sker sig aðeins úr í þessum fimm manna hópi markametshafa því allir hinir voru annað hvort í Íslandsmeistaraliði eða liði sem var í titilbaráttunni. Andri Rúnar lék með liði sem endaði í fimmta sæti en hann skoraði 61 prósent marka liðsins eða 19 mörk af 31. Guðmundur Torfason skoraði 49 prósent marka Fram 1986, Tryggvi Guðmundsson skoraði 43 prósent marka Eyjamanna 1997, Pétur Pétursson skoraði 40 prósent marka Skagamanna 1978 og Þórður Guðjónsson skoraði bara 31 prósent marka Skagaliðsins sumarið 1993. Mörk Andra Rúnars færðu Grindvíkingum alls 26 stig á tímabilinu sem þýðir að ef við tækjum þau út þá hefði Grindavíkurliðið aðeins fengið fimm stig þetta sumar. Andri náði að koma að fimmtán mörkum Grindvíkinga í röð (13 mörk og 2 stoðsendingar) frá 22. maí til 14. ágúst en þá skoraði ekki Grindavík mark í 84 daga án þess að hann kæmi við sögu. Hann skoraði alls fimm sigurmörk á leiktíðinni. Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R.
Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... UMF Grindavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira