Twitter segir Trump hafa hvatt til ofbeldis Samúel Karl Ólason skrifar 29. maí 2020 08:16 AP/Matt Rourke Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þeir segja það hins vegar í hag almennings að tístið sé sýnilegt og var því sú ákvörðun tekin að fjarlægja það ekki og draga þess í stað úr aðgengi fólks að því. Tístið sem um ræðir er annað tveggja þar sem forsetinn skrifaði um mótmælin og óeirðirnar í Minneapolis. Hótaði Trump því að senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og skipa hermönnum að skjóta á þá. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að sögulegt samhengi orða Trump skipti miklu máli. Þau ummæli eru í takt við það sem alræmdur lögreglustjóri í Miami sagði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum gripið til þessa ráðs með því markmiði að koma í veg fyrir að aðrir grípi til ofbeldisverka, en höfum haldið tístinu á Twitter því það er mikilvægt að almenningur geti áfram séð það vegna tengsla þess við mikilvæg málefni líðandi stundar,“ segir í yfirlýsingu Twitter. As is standard with this notice, engagements with the Tweet will be limited. People will be able to Retweet with Comment, but will not be able to Like, Reply or Retweet it. https://t.co/V3T521zjnj— Twitter Comms (@TwitterComms) May 29, 2020 Forsetinn hefur staðið í stappi við Twitter á undanförnum dögum. Í gær skrifaði hann svo undir forsetatilskipun þar sem hann skipaði embættismönnum að endurskoða lög sem vernda samfélagmiðlafyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur setja inn á umrædda samfélagsmiðla. Trump hefur ítrekað kvartað yfir því að hann og aðrir íhaldsmenn séu ritskoðaðir af samfélagsmiðlafyrirtækjum og vill hann refsa þeim. Hann er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post gæti tilskipun Trump leitt til nýrra reglna og refsinga varðandi internetið. Ekki bara fyrir samfélagsmiðlafyrirtæki, heldur gæti tilskipunin haft áhrif á allar vefsíður, smáforriti og þjónustur á netinu. Sérfræðingar segja nánast öruggt að tilskipunin muni enda fyrir dómstólum og þá sérstaklega á þeim grundvelli að hún grafi undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa gagnrýnendur á þingi, í tækniiðnaðinum og víðar sakað Hvíta húsið um að reyna að nota opinberar stofnanir til að ná fram persónulegum hefndum fyrir Trump. Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Forsvarsmenn Twitter segja nýlegt tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa brotið gegn skilmálum fyrirtækisins varðandi það að hvetja til ofbeldis. Þeir segja það hins vegar í hag almennings að tístið sé sýnilegt og var því sú ákvörðun tekin að fjarlægja það ekki og draga þess í stað úr aðgengi fólks að því. Tístið sem um ræðir er annað tveggja þar sem forsetinn skrifaði um mótmælin og óeirðirnar í Minneapolis. Hótaði Trump því að senda þjóðvarðliðið gegn mótmælendum og skipa hermönnum að skjóta á þá. Í yfirlýsingu frá Twitter segir að sögulegt samhengi orða Trump skipti miklu máli. Þau ummæli eru í takt við það sem alræmdur lögreglustjóri í Miami sagði á sjöunda áratug síðustu aldar. „Við höfum gripið til þessa ráðs með því markmiði að koma í veg fyrir að aðrir grípi til ofbeldisverka, en höfum haldið tístinu á Twitter því það er mikilvægt að almenningur geti áfram séð það vegna tengsla þess við mikilvæg málefni líðandi stundar,“ segir í yfirlýsingu Twitter. As is standard with this notice, engagements with the Tweet will be limited. People will be able to Retweet with Comment, but will not be able to Like, Reply or Retweet it. https://t.co/V3T521zjnj— Twitter Comms (@TwitterComms) May 29, 2020 Forsetinn hefur staðið í stappi við Twitter á undanförnum dögum. Í gær skrifaði hann svo undir forsetatilskipun þar sem hann skipaði embættismönnum að endurskoða lög sem vernda samfélagmiðlafyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur setja inn á umrædda samfélagsmiðla. Trump hefur ítrekað kvartað yfir því að hann og aðrir íhaldsmenn séu ritskoðaðir af samfélagsmiðlafyrirtækjum og vill hann refsa þeim. Hann er í miklu uppnámi yfir því að Twitter hafi í fyrsta skipti merkt tíst hans með fyrirvara þar sem vísað var á staðreyndavöktun fjölmiðla á þriðjudag. Í tístunum fór Trump með ósannindi um tengsl póstatkvæða, sem ýmis ríki vilja gera kjósendum auðveldara að nota í kórónuveirufaraldrinum, og kosningasvika. Eins og fram kemur í umfjöllun Washington Post gæti tilskipun Trump leitt til nýrra reglna og refsinga varðandi internetið. Ekki bara fyrir samfélagsmiðlafyrirtæki, heldur gæti tilskipunin haft áhrif á allar vefsíður, smáforriti og þjónustur á netinu. Sérfræðingar segja nánast öruggt að tilskipunin muni enda fyrir dómstólum og þá sérstaklega á þeim grundvelli að hún grafi undan málfrelsi í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa gagnrýnendur á þingi, í tækniiðnaðinum og víðar sakað Hvíta húsið um að reyna að nota opinberar stofnanir til að ná fram persónulegum hefndum fyrir Trump.
Bandaríkin Donald Trump Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent