Merkilegur árangur náðst án tilvistar sértæks Covid-lyfs Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 22:55 Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild LSH. Vísir Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH þakkar forvarnarátaki heilbrigðisyfirvalda fyrir þann merkilega árangur sem náðst hefur þrátt fyrir að nokkurt lyf eða bóluefni sé til gegn Covid-19 sýkingu, þetta kom fram í erindi Más Kristjánssonar yfirlæknis á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Það er engin sértæk meðferð við þessum sjúkdómi enn sem komið er. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már og sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafi leikið stór hlutverk í árangrinum. Már segir þá lítið vitað um sjúkdóminn og því hafi verið ákveðið undir eins að hringja í hvern einasta sjúkling. Þeir sem sáu um hringingarnar voru í fyrstu tveir, Már og Ólafur Guðlaugsson, seinna hafi róðurinn þyngst og fleiri bæst í hópinn. Vegna anna við hringingar hafi ákvörðun verið tekin um að stækka aðstöðuna og gámarnir frægu útvegaðir með því varð Covid-göngudeildin til. „Seinna hafi verið gripið til þess ráðs að nýta gömul barnaheimili í Fossvoginum. Þar hafi sjúklingar geta komist að utan inn í herbergi án þess að fara inn í almenn rými. „Þetta fyrirkomulag þjónaði margvíslegum tilgangi sem ég lít á sem eina mjög mikilvæga meðferð. Í fyrsta lagi með heimhringingarnar, þær veita fólki fullvissu. Það er einhver sem veit um það og einhver sem veit ástand þess. Þá veit fólk að ef það er lasið getur fólk komist á staðinn án þess að útsetja neina aðra, þannig er hægt að meta það og veita tilfallandi meðferð,“ sagði Már. „Það kom nánast enginn inn á bráðadeildina með Covid eftir miðjan mars eftir að Covid-göngudeildin var komin af stað,“ sagði Már og sagði það hafa verið veigamikið í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar á meðal heilbrigðisstarfsfólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómadeildar LSH þakkar forvarnarátaki heilbrigðisyfirvalda fyrir þann merkilega árangur sem náðst hefur þrátt fyrir að nokkurt lyf eða bóluefni sé til gegn Covid-19 sýkingu, þetta kom fram í erindi Más Kristjánssonar yfirlæknis á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í dag. „Það er engin sértæk meðferð við þessum sjúkdómi enn sem komið er. Við sem samfélag höfum náð miklum árangri án þess að hafa úr almennilegum lyfjum að moða. Það er nokkuð merkilegt að hafa náð þessum árangri sem við getum verið stolt af,“ sagði Már og sagði að forvarnir, fjarlægðarreglur, hreinlæti og aðskilnaður hafi leikið stór hlutverk í árangrinum. Már segir þá lítið vitað um sjúkdóminn og því hafi verið ákveðið undir eins að hringja í hvern einasta sjúkling. Þeir sem sáu um hringingarnar voru í fyrstu tveir, Már og Ólafur Guðlaugsson, seinna hafi róðurinn þyngst og fleiri bæst í hópinn. Vegna anna við hringingar hafi ákvörðun verið tekin um að stækka aðstöðuna og gámarnir frægu útvegaðir með því varð Covid-göngudeildin til. „Seinna hafi verið gripið til þess ráðs að nýta gömul barnaheimili í Fossvoginum. Þar hafi sjúklingar geta komist að utan inn í herbergi án þess að fara inn í almenn rými. „Þetta fyrirkomulag þjónaði margvíslegum tilgangi sem ég lít á sem eina mjög mikilvæga meðferð. Í fyrsta lagi með heimhringingarnar, þær veita fólki fullvissu. Það er einhver sem veit um það og einhver sem veit ástand þess. Þá veit fólk að ef það er lasið getur fólk komist á staðinn án þess að útsetja neina aðra, þannig er hægt að meta það og veita tilfallandi meðferð,“ sagði Már. „Það kom nánast enginn inn á bráðadeildina með Covid eftir miðjan mars eftir að Covid-göngudeildin var komin af stað,“ sagði Már og sagði það hafa verið veigamikið í baráttunni gegn útbreiðslu sýkingarinnar á meðal heilbrigðisstarfsfólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira