Mál Elínar og Sigurjóns fara aftur fyrir Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. maí 2020 18:50 Mál þeirra Elínar Sigfúsdóttur og Sigurjóns Þ. Árnasonar munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir Hæstarétti. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þetta þýðir að málin munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir réttinum að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. Elín var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón hlaut þriggja og háls árs langan dóm í Ímon-málinu og svo átján mánaða dóm í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni Elínar í Ímon-málinu sem og á endurupptökubeiðni Sigurjóns í sama máli og vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun. Í endurupptökubeiðnum þeirra var meðal annars vísað til hlutafjáreignar hæstaréttardómaranna Viðars Más Matthíassonar og Eiríks Tómassonar í Landsbankanum fyrir hrun og að þeir hefðu orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. Báðir dæmdu þeir í málum Sigurjóns og Elínar í Hæstarétti. Í febrúar síðastliðnum komst síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að því að Elín hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar Viðars Más. Hann hafði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því mátti draga óhlutdrægni hans í efa. Þar með hafi íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og var dæmt til greiðslu bóta. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Dómur MDE í máli Elínar hefur mikið fordæmisgildi fyrir sambærilegt mál Sigurjóns bíður sem meðferðar hjá MDE en að sögn Sigurðar, lögmanns hans, hefur málsmeðferðin frestast um þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. „Ríkislögmaður hafði frest til 17. apríl til að gera athugasemdir við það sem við höfðum haft fram að færa en þá kom Covid í mars og þá var öllu frestað um þrjá mánuði þannig að það bíður ennþá fram til 17. júlí að ríkislögmaður svari. En ég reikna nú með að ríkislögmaður hafi minni áhuga á að svara núna þegar Hæstiréttur er búinn að taka upp málið og vilji þá heldur gera einhverja sátt við Sigurjón, eða ég er að vona það,“ segir Sigurður. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær málin fari svo aftur fyrir Hæstarétt. Aðspurður hvort ákvarðanir réttarins um endurupptöku komi á óvart segir hann: „Ég átti nú kannski frekar von á því að fá það endurupptekið en það var á brattann að sækja á vissan hátt vegna þess að það sem Hæstiréttur hafði fjallað um áður og ekki talið skilyrði þá var maður kannski ekkert ofsalega bjartsýnn, ekki þannig, en maður hélt alltaf í vonina og ég er bara mjög ánægður með þessa niðurstöðu í dag.“ Íslenskir bankar Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Hæstiréttur hefur hafnað frávísunarkröfu ákæruvaldsins varðandi endurupptöku mála þeirra Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þetta þýðir að málin munu fá efnislega meðferð að nýju fyrir réttinum að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Sigurjóns. Elín var dæmd í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti í Ímon-málinu svokallaða. Sigurjón hlaut þriggja og háls árs langan dóm í Ímon-málinu og svo átján mánaða dóm í svokölluðu markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans. Endurupptökunefnd hafði fallist á endurupptökubeiðni Elínar í Ímon-málinu sem og á endurupptökubeiðni Sigurjóns í sama máli og vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Sigurjón Þ. Árnason var bankastjóri Landsbankans á árunum fyrir hrun. Í endurupptökubeiðnum þeirra var meðal annars vísað til hlutafjáreignar hæstaréttardómaranna Viðars Más Matthíassonar og Eiríks Tómassonar í Landsbankanum fyrir hrun og að þeir hefðu orðið fyrir verulegu tjóni við fall bankans. Báðir dæmdu þeir í málum Sigurjóns og Elínar í Hæstarétti. Í febrúar síðastliðnum komst síðan Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) að því að Elín hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar Viðars Más. Hann hafði tapað 8,5 milljónum króna við fall Landsbankans og því mátti draga óhlutdrægni hans í efa. Þar með hafi íslenska ríkið brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu og var dæmt til greiðslu bóta. Elín höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara. Dómur MDE í máli Elínar hefur mikið fordæmisgildi fyrir sambærilegt mál Sigurjóns bíður sem meðferðar hjá MDE en að sögn Sigurðar, lögmanns hans, hefur málsmeðferðin frestast um þrjá mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. „Ríkislögmaður hafði frest til 17. apríl til að gera athugasemdir við það sem við höfðum haft fram að færa en þá kom Covid í mars og þá var öllu frestað um þrjá mánuði þannig að það bíður ennþá fram til 17. júlí að ríkislögmaður svari. En ég reikna nú með að ríkislögmaður hafi minni áhuga á að svara núna þegar Hæstiréttur er búinn að taka upp málið og vilji þá heldur gera einhverja sátt við Sigurjón, eða ég er að vona það,“ segir Sigurður. Hann segir ekki liggja fyrir hvenær málin fari svo aftur fyrir Hæstarétt. Aðspurður hvort ákvarðanir réttarins um endurupptöku komi á óvart segir hann: „Ég átti nú kannski frekar von á því að fá það endurupptekið en það var á brattann að sækja á vissan hátt vegna þess að það sem Hæstiréttur hafði fjallað um áður og ekki talið skilyrði þá var maður kannski ekkert ofsalega bjartsýnn, ekki þannig, en maður hélt alltaf í vonina og ég er bara mjög ánægður með þessa niðurstöðu í dag.“
Íslenskir bankar Dómsmál Tengdar fréttir Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45 Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Sjá meira
Elín hlaut ekki réttláta málsmeðferð vegna hlutafjáreignar hæstaréttardómara Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt við 1. málsgrein 6. greinar Mannréttindasáttmála Evrópu í máli Elínar Sigfúsdóttur. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans á árunum fyrir hrun. 25. febrúar 2020 09:45
Segir mál Elínar snúast um grundvallarréttindi Málflutningur fer fram eftir hálfan mánuð í Hæstarétti um kröfu fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Landsbankanum um að mál hennar verðið endurupptekið vegna óhæfi dómara. Mannréttindadómstóllinn dæmdi henni í vil í dag. 25. febrúar 2020 19:15