Íslenskir rapparar prýða snakkpoka Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. maí 2020 14:20 Fulltrúar Rappsnakksins ræddu frumkvöðlastarfið á útvarpi 101. 101 Ungir frumkvöðlar hafa ráðist í framleiðslu á svokölluðu Rappsnakki en umbúðir þess skarta tveimur íslenskum röppurum. Snakkið er aðeins fáanlegt í gegnum Instagram, sem kom þó ekki í veg fyrir að fyrsta sendingin seldist upp. Von er á fleiri bragðtegundum og um leið fleiri röppurum á snakkpokum. Rappsnakkið er með sýrðurjómabragði og er keilulaga, ekki ósvipað hinu gamalkunna Bugles-snakki. Iðnmark hefur veg og vanda af framleiðslunni en innblástur er sóttur að utan, ekki síst til Rap Snacks sem skartar rappstjörnum á borð við Cardi B og Migos. Tveir talsmenn Rappsnakksins segja í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman að hugmyndin hafi kviknað í frumkvöðlaáfanga í FG. Eftir að áfanganum sleppti hafi þeir ákveðið að halda áfram að vinna að vörunni. Afraksturinn leit svo formlega dagsins ljós í vikunni þegar fyrstu pokarnir af Rappsnakki fóru í dreifingu. Aðspurðir um það hvers vegna sýrðarjómabragðið hafi orðið fyrir valinu segja talsmennirnir að fyrirsæturnar á pokunum, rappararnir Yung Nico Drippin og 24/7, hafi einfaldlega þótt það best. Þeir hafi smakkað nokkrar útgáfur og þótt þessi standa upp úr. Fleiri bragðtegundir séu þó á leiðinni og fleiri rappfyrirsætur sömuleiðis. Þeir segja töluvert vesen að framleiða snakk, svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem aðstandendur Rappsnakksins segjast hafa greitt úr eigin vasa. Sem stendur sé rappsnakkið aðeins fáanlegt á Instagram og er hægt að senda pantanir á @rappsnakk. Spjall Tala saman við fulltrúa Rappsnakksins má heyra hér að neðan. Neytendur Tónlist Nýsköpun Matur Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ungir frumkvöðlar hafa ráðist í framleiðslu á svokölluðu Rappsnakki en umbúðir þess skarta tveimur íslenskum röppurum. Snakkið er aðeins fáanlegt í gegnum Instagram, sem kom þó ekki í veg fyrir að fyrsta sendingin seldist upp. Von er á fleiri bragðtegundum og um leið fleiri röppurum á snakkpokum. Rappsnakkið er með sýrðurjómabragði og er keilulaga, ekki ósvipað hinu gamalkunna Bugles-snakki. Iðnmark hefur veg og vanda af framleiðslunni en innblástur er sóttur að utan, ekki síst til Rap Snacks sem skartar rappstjörnum á borð við Cardi B og Migos. Tveir talsmenn Rappsnakksins segja í samtali við útvarpsþáttinn Tala saman að hugmyndin hafi kviknað í frumkvöðlaáfanga í FG. Eftir að áfanganum sleppti hafi þeir ákveðið að halda áfram að vinna að vörunni. Afraksturinn leit svo formlega dagsins ljós í vikunni þegar fyrstu pokarnir af Rappsnakki fóru í dreifingu. Aðspurðir um það hvers vegna sýrðarjómabragðið hafi orðið fyrir valinu segja talsmennirnir að fyrirsæturnar á pokunum, rappararnir Yung Nico Drippin og 24/7, hafi einfaldlega þótt það best. Þeir hafi smakkað nokkrar útgáfur og þótt þessi standa upp úr. Fleiri bragðtegundir séu þó á leiðinni og fleiri rappfyrirsætur sömuleiðis. Þeir segja töluvert vesen að framleiða snakk, svo ekki sé minnst á kostnaðinn sem aðstandendur Rappsnakksins segjast hafa greitt úr eigin vasa. Sem stendur sé rappsnakkið aðeins fáanlegt á Instagram og er hægt að senda pantanir á @rappsnakk. Spjall Tala saman við fulltrúa Rappsnakksins má heyra hér að neðan.
Neytendur Tónlist Nýsköpun Matur Mest lesið Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Stýrivextir halda áfram að lækka Viðskipti innlent Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira