Segja Rússa hafa flutt fjölda orrustuþota til Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2020 11:15 Rússar hafa flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. Rússneskir málaliðar hafa um mánaða skeið stutt sókn Haftar gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Myndir af þotunum hafa verið í dreifingu um nokkurra daga skeið en hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja ekkert annað koma til greina en að þoturnar séu á vegum rússneskra yfirvalda. Einhverjum þeirra, af minnst fjórtán, hafi verið flogið frá Sýrlandi og þær hafi verið málaðar til að fela uppruna þeirra. „Rússar hafa of lengi sagt ósatt um aðkomu þeirra að átökunum í Líbíu. Jæja, nú er ekki hægt að neita fyrir það lengur. Við fylgdumst með á meðan Rússar flugu fjórðu kynslóðar herþotu til Líbíu,“ sagði herforinginn Stephen Townsend, sem stýrir herafla bandaríkjanna í Afríku, í yfirlýsingu í gær. Hann ítrekaði að hvorki LNA né málaliðafyrirtæki gæti haldið út herþotu af þessari gerð, án beins ríkisstuðnings. Stuðnings sem þeir fengju frá Rússlandi. Í áðurnefndri yfirlýsingu sagði Townsend einnig að Haftar hefði nýverið lýst yfir nýrri herferð úr lofti og þar hefði hann augljóslega átt við rússnesku flugvélarnar. Hann sagði veru Rússa í Líbíu einnig ógna öryggi Evrópu. Ef Rússar nái tökum á herstöð við strendur Miðjarðarhafsins myndu þeir líklega koma þar fyrir loftvörnum sem gerðu þeim kleift að loka stórum hluta himinsins yfir hafinu. Herforinginn sagði aðkomu Rússa að átökunum hafa lengt þau og aukið á þjáningar íbúa Líbíu. Þá komi þær niður á stöðugleika svæðisins og hafi ýtt undir fólksflótta til Evrópu. NEWS: Russia deploys military fighter aircraft to Libya-----"For too long, Russia has denied the full extent of its involvement in the ongoing Libyan conflict. Well, there is no denying it now." - Gen. TownsendRelease: https://t.co/HpLdwUJxcrPhotos: https://t.co/raTal1LKPa pic.twitter.com/dVtsWKPYZ5— US AFRICOM (@USAfricaCommand) May 26, 2020 New York Times segir yfirlýsinguna vera óhefðbundna og til marks um áhyggjur yfirvalda Bandaríkjanna af auknum umsvifum Rússa í Líbíu. Rússar segjast ekki hafa sent hermenn til Líbíu. Bandaríkjamenn búast þó við því að þotunum verði flogið af flugmönnum Wagner Group. Haftar og LNA áttu undir högg að sækja í fyrra og var sókn þeirra gegn Tripólí að endalokum komin þegar málaliðar Wagner Group voru sendir til Líbíu. Í kjólfari unnu LNA fjölda sigra. Það leiddi til þess að Tyrkir sendu einnig sveitir til Líbíu til aðstoðar ríkisstjórninni þar í janúar. LNA varð fyrir miklum ósigrum í síðustu viku eftir að Tyrkir notuðu dróna til að herja á sveitir og birgðalínur Haftar úr lofti með þeim afleiðingum að LNA misstu stjórn á mikilvægum flugvelli skammt frá Trípólí. Um helgina bárust svo fregnir af því að málaliðar Wagner Group hafi hörfað frá víglínunni við Trípólí. Myndir af þeim birtust einnig á samfélagsmiðlum. Málaliðarnir voru fluttir til Al Jufra herstöðvarinnar í austurhluta Líbíu, á yfirráðasvæði Haftar, en þar var orrustuþotunum einnig lent. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, sem opinberuð var fyrr í mánuðinum, var áætlað að Wagner hefði sent 800 til þúsund málaliða til Líbíu. Þeir hafi verið í landinu frá október 2018. Að mestu séu málaliðarnir rússneskir, en þeir séu einnig frá Hvíta Rússlandi, Moldóvu, Serbíu og Úkraínu. Málaliðarnir hafi að mestu stutt sveitir LNA en einnig tekið beinan þátt í hernaði. Lýst sem skuggaher Rússlands Málaliðahópnum Wagner Group hefur verið lýst sem skuggaher Rússlands sem hafi komið að átökum víðs vegar um heim. Þar á meðal í Sýrlandi og í Úkraínu. Sérfræðingar segja yfirvöld í Moskvu nota málaliðana svo þeir geti haldið því fram að þeir komi ekki að tilteknum átökum og gert lítið úr mannfalli. Wagner var stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU. Sérfræðingar telja að GRU, leyniþjónusta rússneska hersins, komi að rekstri Wagner. Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er einnig talinn einn þeirra sem fjármagnar Wagner. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Bandaríkin hafa beitt bæði Wagner og Prigozhin viðskiptaþvingunum vegna aðkomu Rússa að átökunum í Úkraínu. Málaliðar Wagner hafa komið að átökum í Sýrlandi, Úkraínu og víða í Afríku. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 190. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins. Líbía Rússland Bandaríkin Tyrkland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Rússar hafa flutt orrustuþotur til Líbíu þar sem þær verða notaðar til að styðja sókn Líbíska þjóðarhersins (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar. Rússneskir málaliðar hafa um mánaða skeið stutt sókn Haftar gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum. Myndir af þotunum hafa verið í dreifingu um nokkurra daga skeið en hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna segja ekkert annað koma til greina en að þoturnar séu á vegum rússneskra yfirvalda. Einhverjum þeirra, af minnst fjórtán, hafi verið flogið frá Sýrlandi og þær hafi verið málaðar til að fela uppruna þeirra. „Rússar hafa of lengi sagt ósatt um aðkomu þeirra að átökunum í Líbíu. Jæja, nú er ekki hægt að neita fyrir það lengur. Við fylgdumst með á meðan Rússar flugu fjórðu kynslóðar herþotu til Líbíu,“ sagði herforinginn Stephen Townsend, sem stýrir herafla bandaríkjanna í Afríku, í yfirlýsingu í gær. Hann ítrekaði að hvorki LNA né málaliðafyrirtæki gæti haldið út herþotu af þessari gerð, án beins ríkisstuðnings. Stuðnings sem þeir fengju frá Rússlandi. Í áðurnefndri yfirlýsingu sagði Townsend einnig að Haftar hefði nýverið lýst yfir nýrri herferð úr lofti og þar hefði hann augljóslega átt við rússnesku flugvélarnar. Hann sagði veru Rússa í Líbíu einnig ógna öryggi Evrópu. Ef Rússar nái tökum á herstöð við strendur Miðjarðarhafsins myndu þeir líklega koma þar fyrir loftvörnum sem gerðu þeim kleift að loka stórum hluta himinsins yfir hafinu. Herforinginn sagði aðkomu Rússa að átökunum hafa lengt þau og aukið á þjáningar íbúa Líbíu. Þá komi þær niður á stöðugleika svæðisins og hafi ýtt undir fólksflótta til Evrópu. NEWS: Russia deploys military fighter aircraft to Libya-----"For too long, Russia has denied the full extent of its involvement in the ongoing Libyan conflict. Well, there is no denying it now." - Gen. TownsendRelease: https://t.co/HpLdwUJxcrPhotos: https://t.co/raTal1LKPa pic.twitter.com/dVtsWKPYZ5— US AFRICOM (@USAfricaCommand) May 26, 2020 New York Times segir yfirlýsinguna vera óhefðbundna og til marks um áhyggjur yfirvalda Bandaríkjanna af auknum umsvifum Rússa í Líbíu. Rússar segjast ekki hafa sent hermenn til Líbíu. Bandaríkjamenn búast þó við því að þotunum verði flogið af flugmönnum Wagner Group. Haftar og LNA áttu undir högg að sækja í fyrra og var sókn þeirra gegn Tripólí að endalokum komin þegar málaliðar Wagner Group voru sendir til Líbíu. Í kjólfari unnu LNA fjölda sigra. Það leiddi til þess að Tyrkir sendu einnig sveitir til Líbíu til aðstoðar ríkisstjórninni þar í janúar. LNA varð fyrir miklum ósigrum í síðustu viku eftir að Tyrkir notuðu dróna til að herja á sveitir og birgðalínur Haftar úr lofti með þeim afleiðingum að LNA misstu stjórn á mikilvægum flugvelli skammt frá Trípólí. Um helgina bárust svo fregnir af því að málaliðar Wagner Group hafi hörfað frá víglínunni við Trípólí. Myndir af þeim birtust einnig á samfélagsmiðlum. Málaliðarnir voru fluttir til Al Jufra herstöðvarinnar í austurhluta Líbíu, á yfirráðasvæði Haftar, en þar var orrustuþotunum einnig lent. Í skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, sem opinberuð var fyrr í mánuðinum, var áætlað að Wagner hefði sent 800 til þúsund málaliða til Líbíu. Þeir hafi verið í landinu frá október 2018. Að mestu séu málaliðarnir rússneskir, en þeir séu einnig frá Hvíta Rússlandi, Moldóvu, Serbíu og Úkraínu. Málaliðarnir hafi að mestu stutt sveitir LNA en einnig tekið beinan þátt í hernaði. Lýst sem skuggaher Rússlands Málaliðahópnum Wagner Group hefur verið lýst sem skuggaher Rússlands sem hafi komið að átökum víðs vegar um heim. Þar á meðal í Sýrlandi og í Úkraínu. Sérfræðingar segja yfirvöld í Moskvu nota málaliðana svo þeir geti haldið því fram að þeir komi ekki að tilteknum átökum og gert lítið úr mannfalli. Wagner var stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi sérsveitarmanni innan leyniþjónustu rússneska hersins GRU. Sérfræðingar telja að GRU, leyniþjónusta rússneska hersins, komi að rekstri Wagner. Auðjöfurinn Yevgeniy Viktorovich Prigozhin, sem kallaður er „Kokkur“ Vladimir Pútín, forseta Rússlands, er einnig talinn einn þeirra sem fjármagnar Wagner. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Bandaríkin hafa beitt bæði Wagner og Prigozhin viðskiptaþvingunum vegna aðkomu Rússa að átökunum í Úkraínu. Málaliðar Wagner hafa komið að átökum í Sýrlandi, Úkraínu og víða í Afríku. Prigozhin er veitingamaður sem fæddist í Pétursborg og ólst þar upp. Samkvæmt umfjöllun Washington Post sat hann í fangelsi í níu ár fyrir rán, svik og vændi og slapp hann úr fangelsi árið 190. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant, sem er á báti. Þar hefur Vladimir Pútín snætt með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Minnst einu sinni hefur Pútín haldið upp á afmæli sitt á veitingastaðnum. Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins.
Líbía Rússland Bandaríkin Tyrkland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira