Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2020 08:57 Minnst 300 mótmælendur hafa verið handteknir. Blaðamönnum sem hafa myndað mótmælin hefur verið hótað af lögregluþjónum. AP/Vincent Yu Piparkúlum var skotið að mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghús Hong Kong í morgun. Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. Þingmenn ræddu í morgun öryggisfrumvarpið umdeilda og gera enn, þegar þetta er skrifað. Fyrir utan þinghúsið hafa tugir ungmenna verið handtekin og öryggissveitir hafa varað mótmælendur við því að koma saman. Mótmælendurnir vilja ekki að dregið verði frekar úr réttindum þeirra með því að aðlaga lög Hong Kong að lögum meginlands Kína. Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði tryggt áfram með „eitt land, tvö kerfi“ aðferðinni. Málfrelsi, frelsi fjölmiðla og það að mótmæli séu leyfð er tryggt í stjórnarskrá Hong Kong, sem stýrir sambandi eyjunnar og Kína. Andstæðingar öryggislaganna segja þau ógna þessari stjórnarskrá. Mótmælendur og aðrir hafa lengi kvartað yfir því að Kommúnistaflokkur Kína hafi grafið undan sjálfstæði Hong Kong. Árið 2014 áttu mikil mótmæli sér stað á eyjunni, sem kennd hafa verið við regnhlífar, þegar frumvarp var lagt fram sem átti að tryggja yfirvöldum Kína rétt til að meina fólki að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong. Það frumvarp var að endingu lagt niður. Gífurlega umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong í fyrra eftir að frumvarp var lagt fram um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlandsins án dóms og laga. Það frumvarp var einnig lagt niður en mótmælin fóru þá að snúast um almennar umbætur í lýðræði. Lögregluþjónar hafa fjölmennt við þinghús Hong Kong.AP/Vincent Yu Öryggislögin sem til stendur að samþykkja nú myndu gera mótmæli svo gott sem ólögleg. Meðal annars fela lögin í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Eins og bent er á á vef Reuters er vísað til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Hong Kong og segir forsetinn að verið sé að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína vegna öryggislaganna. Bretar, Ástralar og yfirvöld Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum. Causeway Bay. The punishment for being young in Hong Kong. #NationalSecurityLaw #StandWithHongKong #HongKongProtests@StandNewsHK pic.twitter.com/dJF3semh9B— woppa 🎗😷 (@Woppa1Woppa) May 27, 2020 #Breaking Woah, Police fire rubber bullets indiscriminately into the crowds on the streets in #HongKong #IStandWithHongKong #CCP pic.twitter.com/sEHsQWQXne— Timjbo 🇦🇺💧 (@Tim_jbo) May 27, 2020 Hong Kong Kína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira
Piparkúlum var skotið að mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghús Hong Kong í morgun. Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. Þingmenn ræddu í morgun öryggisfrumvarpið umdeilda og gera enn, þegar þetta er skrifað. Fyrir utan þinghúsið hafa tugir ungmenna verið handtekin og öryggissveitir hafa varað mótmælendur við því að koma saman. Mótmælendurnir vilja ekki að dregið verði frekar úr réttindum þeirra með því að aðlaga lög Hong Kong að lögum meginlands Kína. Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði tryggt áfram með „eitt land, tvö kerfi“ aðferðinni. Málfrelsi, frelsi fjölmiðla og það að mótmæli séu leyfð er tryggt í stjórnarskrá Hong Kong, sem stýrir sambandi eyjunnar og Kína. Andstæðingar öryggislaganna segja þau ógna þessari stjórnarskrá. Mótmælendur og aðrir hafa lengi kvartað yfir því að Kommúnistaflokkur Kína hafi grafið undan sjálfstæði Hong Kong. Árið 2014 áttu mikil mótmæli sér stað á eyjunni, sem kennd hafa verið við regnhlífar, þegar frumvarp var lagt fram sem átti að tryggja yfirvöldum Kína rétt til að meina fólki að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong. Það frumvarp var að endingu lagt niður. Gífurlega umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong í fyrra eftir að frumvarp var lagt fram um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlandsins án dóms og laga. Það frumvarp var einnig lagt niður en mótmælin fóru þá að snúast um almennar umbætur í lýðræði. Lögregluþjónar hafa fjölmennt við þinghús Hong Kong.AP/Vincent Yu Öryggislögin sem til stendur að samþykkja nú myndu gera mótmæli svo gott sem ólögleg. Meðal annars fela lögin í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Eins og bent er á á vef Reuters er vísað til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Hong Kong og segir forsetinn að verið sé að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína vegna öryggislaganna. Bretar, Ástralar og yfirvöld Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum. Causeway Bay. The punishment for being young in Hong Kong. #NationalSecurityLaw #StandWithHongKong #HongKongProtests@StandNewsHK pic.twitter.com/dJF3semh9B— woppa 🎗😷 (@Woppa1Woppa) May 27, 2020 #Breaking Woah, Police fire rubber bullets indiscriminately into the crowds on the streets in #HongKong #IStandWithHongKong #CCP pic.twitter.com/sEHsQWQXne— Timjbo 🇦🇺💧 (@Tim_jbo) May 27, 2020
Hong Kong Kína Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Sjá meira