Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Kjartan Kjartansson skrifar 26. maí 2020 14:43 Fjórar raðir taka á móti farþegum í skimunarrými Keflavíkurflugvallar við komun til landsins frá og með 15. júní samkvæmt tillögum Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar. Vísir/Vilhelm Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Ríkisstjórnin ákvað að ferðamenn gætu valið á milli þess að skila inn heilbrigðisvottorði eða gangast undir skimun fyrir nýju afbrigði kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli eða sæta tveggja vikna sóttkví ella þegar landið verður formlega opnað fyrir ferðamönnum 15. júní, eftir aðeins um tuttugu daga. Ljóst er að mikið verk er enn óunnið til að sú stefna geti orðið að veruleika. Í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatökuna kemur fram að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti aðeins annað um 500 farþegum á dag. Auka þurfi afkastagetu með því að bæta tækjakost, mönnun og aðstöðu. Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að ekki verð hægt að auka afköstin upp í þúsund sýni á dag fyrr en eftir miðjan júní. Kostnaðurinn við hvert sýni nemi 23.000 krónum miðað við 500 sýni á dag. Geta haldið för sinni áfram óhindrað Til viðbótar skilaði undirhópur fulltrúa Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar tillögum um aðferðafræði við skimun á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að í skimunarrými flugvallarins verði fjórar raðir eftir því hvaða kost farþegar velja. Þannig verði ein röð fyrir þá sem kjósa að fara í sóttkví, önnur fyrir þá sem hafa heilbrigðisvottorð, sú þriðja fyrir þá sem ætla í sýnatöku en eru ekki forskráðir og sú fjórða fyrir þá sem ætla í sýnatöku og eru forskráðir. Gert er ráð fyrir þeir sem velja fyrstu tvo flokkana verði í minnihluta. Þegar farþegar hafa farið í gegnum ferlið er búist við að þeir geti haldið för sinni um flugvöllinn áfram óhindrað. Þeir sem velja sýnatöku fara í gegnum tvö stig. Fyrst þurfa þeir að prenta út límmiða með upplýsingum um sig og líma á sýnatökuglas. Farþegar sem eru forskráðir í sýnatöku verða með svonefndan QR-kóða í símanum sem þeir geta skannað til að prenta út slíkan límmiða. Þeir sem eru ekki forskráðir þurfa að skrá sig í sérstökum tölvum sem verða í boði. Eftir að farþegarnir fá sýnatökuglas í hendur og merkja það fara þeir í röð fyrir sýnatöku. Þegar sýnatöku er lokið geta farþegar haldið áfram för sinni óhindrað. Óljóst hver samþykkir vottorð og sóttkví Ýmislegt er þó enn óráðið. Ekki hefur þannig verið tekin ákvörðun um hvort farþegar verði sjálfir látnir nálgast sýnaglas eða hvort að starfsmenn flugvallarins verða látnir deila þeim út. Þá virðist ekki liggja fyrir hver tekur ákvörðun um að samþykkja sóttkví eða heilbrigðisvottorð farþega sem kjósa það fram yfir sýnatöku. Huga þurfi að tilvikum þar sem farþegi vill ekki nota neinn af valmöguleikunum í boði til að komast inn í landið og hver taki við þeim, til dæmis ef heilbrigðisvottorð er ekki samþykkt en farþegi vill ekki fara í sýnatöku. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf flugfélaganna um fjölda farþega svo hægt sé að koma sýnum af stað í greiningu á Landspítalann. Einnig þurfi tímanlegar upplýsingar um flugferðir til að hægt sé að manna í samræmi við farþegafjölda. Tryggja þurfi mönnun á tímum sem komuvélar lenda, bæði í flugstöðinni og á greiningardeild Landspítalans. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira
Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. Ríkisstjórnin ákvað að ferðamenn gætu valið á milli þess að skila inn heilbrigðisvottorði eða gangast undir skimun fyrir nýju afbrigði kórónuveiru á Keflavíkurflugvelli eða sæta tveggja vikna sóttkví ella þegar landið verður formlega opnað fyrir ferðamönnum 15. júní, eftir aðeins um tuttugu daga. Ljóst er að mikið verk er enn óunnið til að sú stefna geti orðið að veruleika. Í skýrslu verkefnastjórnar um sýnatökuna kemur fram að sýkla- og veirufræðideild Landspítalans geti aðeins annað um 500 farþegum á dag. Auka þurfi afkastagetu með því að bæta tækjakost, mönnun og aðstöðu. Bjartsýnasta spá gerir ráð fyrir að ekki verð hægt að auka afköstin upp í þúsund sýni á dag fyrr en eftir miðjan júní. Kostnaðurinn við hvert sýni nemi 23.000 krónum miðað við 500 sýni á dag. Geta haldið för sinni áfram óhindrað Til viðbótar skilaði undirhópur fulltrúa Isavia, Landspítalans og heilsugæslunnar tillögum um aðferðafræði við skimun á Keflavíkurflugvelli. Þar er lagt til að í skimunarrými flugvallarins verði fjórar raðir eftir því hvaða kost farþegar velja. Þannig verði ein röð fyrir þá sem kjósa að fara í sóttkví, önnur fyrir þá sem hafa heilbrigðisvottorð, sú þriðja fyrir þá sem ætla í sýnatöku en eru ekki forskráðir og sú fjórða fyrir þá sem ætla í sýnatöku og eru forskráðir. Gert er ráð fyrir þeir sem velja fyrstu tvo flokkana verði í minnihluta. Þegar farþegar hafa farið í gegnum ferlið er búist við að þeir geti haldið för sinni um flugvöllinn áfram óhindrað. Þeir sem velja sýnatöku fara í gegnum tvö stig. Fyrst þurfa þeir að prenta út límmiða með upplýsingum um sig og líma á sýnatökuglas. Farþegar sem eru forskráðir í sýnatöku verða með svonefndan QR-kóða í símanum sem þeir geta skannað til að prenta út slíkan límmiða. Þeir sem eru ekki forskráðir þurfa að skrá sig í sérstökum tölvum sem verða í boði. Eftir að farþegarnir fá sýnatökuglas í hendur og merkja það fara þeir í röð fyrir sýnatöku. Þegar sýnatöku er lokið geta farþegar haldið áfram för sinni óhindrað. Óljóst hver samþykkir vottorð og sóttkví Ýmislegt er þó enn óráðið. Ekki hefur þannig verið tekin ákvörðun um hvort farþegar verði sjálfir látnir nálgast sýnaglas eða hvort að starfsmenn flugvallarins verða látnir deila þeim út. Þá virðist ekki liggja fyrir hver tekur ákvörðun um að samþykkja sóttkví eða heilbrigðisvottorð farþega sem kjósa það fram yfir sýnatöku. Huga þurfi að tilvikum þar sem farþegi vill ekki nota neinn af valmöguleikunum í boði til að komast inn í landið og hver taki við þeim, til dæmis ef heilbrigðisvottorð er ekki samþykkt en farþegi vill ekki fara í sýnatöku. Áhersla er lögð á upplýsingagjöf flugfélaganna um fjölda farþega svo hægt sé að koma sýnum af stað í greiningu á Landspítalann. Einnig þurfi tímanlegar upplýsingar um flugferðir til að hægt sé að manna í samræmi við farþegafjölda. Tryggja þurfi mönnun á tímum sem komuvélar lenda, bæði í flugstöðinni og á greiningardeild Landspítalans.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sjá meira