Innlent

Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi

Andri Eysteinsson skrifar
Lítil sem engin umferð er um Keflavíkurflugvöll vegna faraldursins.
Lítil sem engin umferð er um Keflavíkurflugvöll vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm

Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi.

Í skýrslunni sem ber heitið Áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja segir að lægðin geti varið næstu tvö árin. „Staða fyrirtækja í ferðaþjónustu var almennt veikari en í öðrum meginatvinnugreinum. Hins vegar verða neikvæð efnahagsleg áhrif faraldursins mest á þessa atvinnugrein og mun hún illa standast álagið að óbreyttu,“ segir í tilkynningu.

Í skýrslunni segir að ekki sé enn vitað hversu djúp lægðin geti orðið. Ekki sé raunhæft að gera ráð fyrir eðlilegu ástandi fyrr en bóluefni eða önnur lækning við sjúkdómnum hefur verið þróuð.

„Mikil fjárfesting og lág arðsemi hefur kallað á verulega lántöku í greininni. Skv. tölum seðlabankans hækkuðu skuldir greinarinnar við viðskiptabankana þrjá um 84% frá ársbyrjun 2016 til ársloka 2019 á meðan tekjur uxu um 3%. Heildarskuldir hennar eru nú metnar um 300 ma.kr. en tekjufall næstu mánuði – á háönn ársins – nánast algert,“ segir í tilkynningu vegna skýrslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×