Erlent

Jarðskjálfti af stærð 5,8 á Nýja Sjálandi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands.
Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands. Getty/Matthew Lovette

Jarðskjálfti af stærðinni 5,8 reið yfir nærri Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands, nú í kvöld. Engar fregnir um skemmdir hafa borist en jarðskjálftinn varð á 37 km dýpi og upptök hans voru um 30 km norðvestur af borginni Levin sem er staðsett á Norðureyju Nýja Sjálands nærri höfuðborginni.

Skjálftanum fylgdu þrír minni skjálftar, fyrsti var 3,5 af stærð, næsti 3,6 og sá síðasti 3,7. GeoNet, jarðfræðimiðstöð Nýja Sjálands sagði fyrst að skjálftinn hafi verið 5,9 af stærð en breytti því svo síðar.

Almannavarnir í Wellington segja að engar tilkynningar um skemmdir sökum skjálftans hafi borist. Allar lestir í Wellington voru kyrrsettar á meðan verkfræðingar meta áhrif skjálftans. Vitni sagði í samtali við fréttastofu Reuters að skjálftinn hafi fundist vel í Wellington.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×