Forsetinn biðst afsökunar á að hafa verið á veitingastað eftir lokun Sylvía Hall skrifar 24. maí 2020 20:53 Forsetahjónin sátu á ítölskum veitingastað með vinum sínum eftir lokunartíma. Reglur í landinu kveða á um að veitingastaðir og kaffihús loki klukkan 23. Vísir/Getty Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. Tilmæli yfirvalda miða við að veitingastaðir og kaffihús megi ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin eftir að hafa fengið að opna aftur í vikunni þegar útgöngubanni var aflétt. Greint er frá þessu á vef BBC. Lögregla hafði afskipti af forsetanum á útisvæði ítalsks veitingastaðar í höfuðborginni Vín eftir lokunartíma. Hann segist hafa verið utan við sig á meðan hann var á spjalli við vini sína, en þetta var í fyrsta sinn sem hann fór út eftir útgöngubann að hans sögn. Hann segir þó hegðunina vera mistök af sinni hálfu. „Ég fór út í fyrsta sinn eftir útgöngubann með tveimur vinum og eiginkonu minni. Við vissum ekki hvað tímanum leið á meðan við spjölluðum,“ skrifaði Van der Bellen á Twitter. Veitingastaðurinn gæti átt yfir höfði sér sekt vegna málsins en eigandi staðarins segist hafa fylgt öllum reglum og lokað klukkan 23 þegar síðustu drykkir voru bornir fram. Hann hafi haldið að þeir gestir sem fyrir voru inni mættu vera þar áfram. Van der Bellen segist axla ábyrgð á því ef veitingastaðurinn þarf að sæta einhverjum viðurlögum vegna málsins. Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Austurríski forsetinn Alexander Van der Bellen hefur beðist afsökunar á því að hafa verið lengur inni á veitingastað en reglur um opnunartíma í landinu kveða á um. Tilmæli yfirvalda miða við að veitingastaðir og kaffihús megi ekki vera opin lengur en til 23 á kvöldin eftir að hafa fengið að opna aftur í vikunni þegar útgöngubanni var aflétt. Greint er frá þessu á vef BBC. Lögregla hafði afskipti af forsetanum á útisvæði ítalsks veitingastaðar í höfuðborginni Vín eftir lokunartíma. Hann segist hafa verið utan við sig á meðan hann var á spjalli við vini sína, en þetta var í fyrsta sinn sem hann fór út eftir útgöngubann að hans sögn. Hann segir þó hegðunina vera mistök af sinni hálfu. „Ég fór út í fyrsta sinn eftir útgöngubann með tveimur vinum og eiginkonu minni. Við vissum ekki hvað tímanum leið á meðan við spjölluðum,“ skrifaði Van der Bellen á Twitter. Veitingastaðurinn gæti átt yfir höfði sér sekt vegna málsins en eigandi staðarins segist hafa fylgt öllum reglum og lokað klukkan 23 þegar síðustu drykkir voru bornir fram. Hann hafi haldið að þeir gestir sem fyrir voru inni mættu vera þar áfram. Van der Bellen segist axla ábyrgð á því ef veitingastaðurinn þarf að sæta einhverjum viðurlögum vegna málsins.
Austurríki Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira