Innlent

Upplýsingasíða landlæknis og almannavarna um kórónuveiruna komin í loftið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Forsíða nýrrar upplýsingasíðu um kórónuveiruna.
Forsíða nýrrar upplýsingasíðu um kórónuveiruna.

Upplýsingasíða embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 er komin í loftið á léninu covid.is.

Á síðunni má finna svör við algengum spurningum um veiruna, til dæmis hvernig á að forðast smit, hvernig sóttkví virkar og svo einangrun. Þá er einnig að finna tölfræði um smit eftir aldri, kyni og landshlutum, fjölda í sóttkví, fjölda sýna og fleira.

Það var Salvar Þór Sigurðsson sem lét ríkislögreglustjóra eftir lénið covid.is. Í frétt RÚV í vikunni sagði Salvar frá því að fyrr á árinu hafi hann fengið þá hugdettu að stofna lénið covid.is.

Þar hugðist hann safna saman innlendum og erlendum fréttum tengdum kórónuveirunni en engar upplýsingar voru komnar inn á síðuna þegar Salvar fékk svo símtal frá embætti ríkislögreglustjóra fyrir viku síðan. Embættið var þá að falast eftir því að fá yfirráð yfir léninu sem Salvar veitti góðfúslega.

Upplýsingasíðan er hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×