Fótbolti

Leikjum City og Real og Juventus og Lyon frestað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manchester City vann 1-2 sigur á Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Manchester City vann 1-2 sigur á Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty

Leikjum Manchester City og Real Madrid og Juventus og Lyon í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í næstu viku hefur verið frestað.

Leikmenn Real Madrid og Juventus eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar. 

Daniele Rugani, varnarmaður Juventus, er með veiruna og leikmaður í körfuboltaliði Real Madrid greindist einnig með veiruna. Fótboltalið Real Madrid deilir æfingaaðstöðu með körfuboltaliðinu.

Afar líklegt þykir að keppni í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni verði frestað um óákveðinn tíma vegna kórónuveirunnar.

Þá eru miklar líkur taldar á því að Evrópumótinu sem átti að fara fram víðs vegar um álfuna í sumar verði frestað fram á næsta ár.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×