Sóttvarnalæknir segir ekki rétt að ekkert sé gert hér vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 15:24 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Hann sagði umræðu um að hér hafi ekkert verið gert ekki sanngjarna gagnvart öllum þeim sem hafi unnið að verkefninu myrkranna á milli, en í þessu samhengi má benda á að rúmlega 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi til harðari aðgerða. „Það hefur borið á því í fréttum kannski að mönnum finnst eins og ekkert sé verið að gera hér og það sé miklu meira verið að gera, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Ég vil neita því mjög staðfastlega. Það er búið að gera hér gríðarlega mikið og við erum búin að gera meira í því að rekja smit, hafa uppi á einstaklingum, setja einstaklinga í sóttkví, heldur en hin Norðurlöndin og það er bara ekki sanngjarnt finnst mér fyrir allt þetta góða fólk sem hefur unnið hér myrkranna á milli frá morgni til kvölds,“ sagði Þórólfur á fundinum. Þá hefði fjöldinn allur af aðilum verið kallaður inn vegna útbreiðslu veirunnar. „Þannig að ég vil bara að það komi skýrt fram að fólk er búið að inna hér af hendi alveg gríðarlega miklu vinnu í að hindra útbreiðslu þessarar veiru hér innanlands.“ Fram kom á upplýsingafundinum að nú hafi 109 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum en þá er auk þess um að ræða einstaklinga sem hafa verið að koma frá Bandaríkjunum. Þá eru innlend smit um 24 talsins. Um 900 einstaklingar eru í sóttkví og tæplega 1000 sýni hafa verið tekin. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Hann sagði umræðu um að hér hafi ekkert verið gert ekki sanngjarna gagnvart öllum þeim sem hafi unnið að verkefninu myrkranna á milli, en í þessu samhengi má benda á að rúmlega 3000 manns hafa nú ritað nafn sitt á undirskriftalista þar sem þess er krafist að stjórnvöld grípi til harðari aðgerða. „Það hefur borið á því í fréttum kannski að mönnum finnst eins og ekkert sé verið að gera hér og það sé miklu meira verið að gera, til dæmis á hinum Norðurlöndunum. Ég vil neita því mjög staðfastlega. Það er búið að gera hér gríðarlega mikið og við erum búin að gera meira í því að rekja smit, hafa uppi á einstaklingum, setja einstaklinga í sóttkví, heldur en hin Norðurlöndin og það er bara ekki sanngjarnt finnst mér fyrir allt þetta góða fólk sem hefur unnið hér myrkranna á milli frá morgni til kvölds,“ sagði Þórólfur á fundinum. Þá hefði fjöldinn allur af aðilum verið kallaður inn vegna útbreiðslu veirunnar. „Þannig að ég vil bara að það komi skýrt fram að fólk er búið að inna hér af hendi alveg gríðarlega miklu vinnu í að hindra útbreiðslu þessarar veiru hér innanlands.“ Fram kom á upplýsingafundinum að nú hafi 109 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum en þá er auk þess um að ræða einstaklinga sem hafa verið að koma frá Bandaríkjunum. Þá eru innlend smit um 24 talsins. Um 900 einstaklingar eru í sóttkví og tæplega 1000 sýni hafa verið tekin.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira