Fótbolti

„Verða markverðirnir báðir á miðjuboganum þegar Breiðablik mætir Gróttu?“

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tómas Ingi og Reynir Leósson fóru yfir málin með Gumma Ben.
Tómas Ingi og Reynir Leósson fóru yfir málin með Gumma Ben. Vísir/Skjáskot

Tómas Ingi Tómasson og Reynir Leósson voru sérfræðingar Guðmundar Benediktssonar í fyrsta upphitunarþætti Pepsi-Max markanna á Stöð 2 Sport í vikunni. Þar fóru þeir yfir ýmis mál tengd Breiðabliki, FH og Fjölni sem voru þau lið sem voru til umfjöllunar

Allir voru þeir sammála um að Breiðablik gæti landað Íslandsmeistaratitlinum í sumar en umræðan fór í kjölfarið að snúast um nýstárlegan leikstíl Kópavogsliðsins þar sem markverðinum er ætlað að taka mikinn þátt í uppspilinu.

„Ég kannski spái þeim ekki Íslandsmeistaratitli en þeir eru nógu góðir til þess að vinna mótið. Ef þeir verða ekki með Anton Ara sem djúpan sweeper á miðjuboganum í of mörgum leikjum þá verða þeir Íslandsmeistarar. Það verður líklega bara gegn Gróttu í fyrstu umferð,“ sagði Reynir.

„Óskar er hugrakkur en hann er ekki galinn. Anton Ari verður ekki á miðjuboganum í Vesturbænum þegar þeir spila þar,“ sagði Reynir jafnframt.

„En á móti Gróttu. Verða þá markverðirnir báðir á miðjuboganum, sitt hvoru megin? Það verður skrýtinn leikur,“ sagði Tómas Ingi.

Umræðuna má sjá í heild í spilaranum neðst í fréttinni.

Klippa: Verða markverðirnir á sitthvorum miðjuboganum?

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×