Kynningar

Marc Martel færir tónleika til hausts

Marc Martel hefur stundum verið sagður Freddy Mercury endurfæddur. Tónleikar hans sem áttu að fara fram þann 8. apríl hefur verið frestað til 31. október.
Marc Martel hefur stundum verið sagður Freddy Mercury endurfæddur. Tónleikar hans sem áttu að fara fram þann 8. apríl hefur verið frestað til 31. október.

Tónleikar Marc Martel, The Ultimate Queen Celebration hafa verið færðir fram á haust. Marc Martel mun því trylla lýðinn í Laugardalshöllinni þann 31. október en áður höfðu tónleikarnir verið dagsettir þann 8. apríl.

Ákvörðun um að færa tónleikana var tekin vegna kórónuveirunnar af forsvarsmönnum Twe Live sem standa að tónleikunum.

„Ákvörðunin er tekin í samráði við Marc Martel. Við ákváðum að gera þetta núna svo allir vissu hvar þeir standa,“ segja forsvarsmenn Twe Live í fréttatilkynningu.

 Þeir segja nánast ómögulegt að vinna að risatónleikum sem þessum í allri þeirri óvissu sem nú ríkir vegna kórónaveirunnar og mögulega yfirvofandi samkomubanni. 

„Við teljum að það sé skylda okkar að vinna með yfirvöldum hér á landi til þess að ná tökum á þessari skæðu veiru sem gengur nú yfir heimsbyggðina og enginn veit í hvaða átt mun fara.“

Þeir miðahafar sem vilja fá miðana endurgreidda geta haft sam­band við miðasöl­una Tix.is en þeir sem vilja halda miðunum þurfa ekkert að gera og halda sín­um upp­runa­legu miðum þegar tón­leik­arn­ir fara fram.

„Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessari breytingu sem gerð er vegna þessara ótrúlegu aðstæðna. Við hlökkum til að sjá ykkur í haust á Marc Martel The Ultimate Queen Celebration.“

Lítið er eftir af miðum og þeir sem ekki vilja missa af geta nálgast miða á tónleikana hér.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Twe Live.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×