Körfubolti

Reif niður hringinn í Ljónagryfjunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mario með körfuna um hálsinn.
Mario með körfuna um hálsinn. vísir/getty

Mario Matasovic, leikmaður Njarðvíkur í Dominos-deild karla, hefur greinilega tekið vel á því á tímum kórónuveirunnar því þegar hann fékk leyfi til þess að mæta í Ljónagryfjuna braut hann körfuna.

Heimasíða Njarðvíkur greinir frá þessu á vef sínum í dag en þar segir að hinn 27 ára gamli Króati hafi rifið það vel í járnin á tímum COVID19 að ein karfan gaf eftir.

„Vanalega rífa menn eitthvað úr spjaldinu með þegar svona nokkuð gerist en Super Mario sleit járnið í sundur. Með þessu áframhaldi þarf að sérstyrkja hringina fyrir átökin í Domino´s þegar okkar maður fer á flug í húsum landsins.“

Njarðvík var í 5. sæti deildarinnar með 26 stig er deildin var blásin af en Mario var með tæplega tíu fráköst að meðaltali í leik sem og rúm fjórtán stig. Hann framlengdi samning sinn við félagið eftir leiktíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×