Erlent

Einn af risum afrískrar tón­listar er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Capture

Gíneski söngvarinn og koraspilarinn Mory Kante er látinn, sjötugur að aldri. Hann átti stóran þátt í að kynna afríska tónlist út fyrir álfuna.

BBC segir frá því að hann hafi andast í höfuðborginni Conakry í Gíneu fyrr í dag.

Kante er einna þekktastur fyrir lag sitt Yé ké yé ké sem út kom 1987 og náði miklum vinsældum víðs vegar um heim. Þannig komst lagið í efsta sæti vinsældalista í Belgíu, Finnland, Hollandi og Spáni.

Lagið var að finna á plötunni Akwaba Beach sem var þá söluhæsta plata Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×