Grikkir sagðir halda flóttafólki í leynifangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 10:55 Flóttamenn á gangi nærri landamærum Tyrklands og Grikklands. Tyrknesk stjórnvöld sendu fjölda sýrlenskra flóttamanna þangað til að þrýsta á evrópsk stjórnvöld um aukna aðstoð. AP/Emrah Gurel Flóttafólki er haldið á leynilegum stað í Grikklandi og vísað úr landi til Tyrklands án þess að það fái að sækja um hæli eða ræða við lögmann. Grísk stjórnvöld eru þannig sögð reyna að koma í veg fyrir að fjöldi hælisleitenda nái sömu hæðum og árið 2015 en sérfræðingar telja að aðgerðir þeirra brjóti alþjóðalög. New York Times segir að það hafi fundið leynilegan stað þangað sem flóttafólk er flutt og síðan sent úr landi með gervihnattamyndum og heimildavinnu á svæðinu. Blaðið hefur ennfremur eftir nokkrum flóttamönnum að þeir hafi verið handsamaðir, sviptir eigum sínum, barðir og svo vísað frá Grikklandi án þess að þeir fengju tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. Francois Crépeau, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttinda flóttafólks, segir að um sé að ræða leynifangelsi þar sem föngum sé haldið á laun og án lagalegra úrræða. Leynifangelsi Grikkja sé brot á réttindum hælisleitenda og stríði gegn banni við „grimmilegri, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð“ Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði ekki fyrirspurn bandaríska blaðsins um leynistaðina en fullyrti að Grikkir handtækju og vísuðu flóttafólki úr landi á grundvelli landslaga. Forsetatilskipun sem var gefin út í síðustu viku um að ekki yrði lengur tekið við hælisumsóknum heimilaði að fólki yrði vísað úr landi án tafa. Grískir hermenn standa vaktina við gaddavír handan árinnar Evros á landamærum Tyrklands og Grikklands.AP/Emrah Gurel Segjast fara að lögum og reglum Neyðarástand hefur skapast á landamærum Grikklands og Tyrklands eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að standa ekki lengur í vegi þess að sýrlenskir flóttamenn sem hafa hafst þar við reyni að komast til Evrópu. Með því vildu Tyrkir þrýsta á evrópska ráðamenn um að hjálpa þeim frekar við að takast á við flóttamannastrauminn frá Sýrlandi. Áætlað er að um fjórar milljónir Sýrlendinga hafist við í Tyrklandi og óttast er að fleiri streymi inn vegna harðnandi átaka í norðanverðu Sýrlandi undanfarið. Tyrkir tóku þá upp á því að flytja sýrlenska flóttamenn að landamærunum í rútum. Þeir eru jafnvel sagðir hafa hvatt flóttamenn til að gera áhlaup á landamærastöðvar til að brjóta sér leið inn í Grikkland. Sjá einnig: Tyrkir standa ekki lengur í veg fyrir flótta til ESB-ríkja Grikkir brugðust við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum. Tyrknesk stjórnvöld fullyrða að í það minnsta þrír flóttamenn hafi verið skotnir til bana þegar þeir reyndu að komast yfir til Grikklands undanfarnar tvær vikur. Grísk stjórnvöld hafna því að mannfall hafi orðið við landamærin. New York Times segist þó hafa staðfest að sýrlensku verkamaður hafi verið skotin til bana á landamærunum út frá myndböndum vitna. Þá vísar blaðið til myndbanda sem sýna að gríska landhelgisgæslan hafi skotið á flóttamenn á smábát sem voru að reyna að komast til lands í Grikklandi fyrr í þessum mánuði. Gæsluliðar hafi barið flóttamennina með prikum og reynt að sveigja þeim af leið með því að sigla hratt fram hjá bát þeirra. Ferjað aftur til Tyrklands Somar al-Hussein er sýrlenskur Kúrdi sem var á meðal fyrstu sýrlensku flóttamannana sem tyrknesk stjórnvöld fluttu að landamærunum að Grikklandi. Hann sagði New York Times að hann og fleiri hafi reynt að sigla yfir til Grikklands á litlum gúmmíbát. Grískir landamæraverðir hafi tekið þá höndum og flutt þá í fangageymslu. Hussein áætlar að staðurinn hafi verið rétt utan við landamæraþorpið Poros. Starfsmenn fangageymslunnar hafi tekið snjallsíma af Hussein og hunsuðu beiðnir hans um að leggja fram hælisumsókn og að ræða við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fyrir þeim erum við eins og skepnur,“ sagði Hussein um grísku verðina. Fangana segir hann hvorki hafa fengið vott né þurrt. Daginn eftir hafi hóp flóttamanna verið ekið að ánni Evros á landamærum Grikklands og Tyrklands. Þar hafi grískir lögreglumenn tekið við hópnum og siglt með þá yfir til Tyrklands á litlum hraðbát. Fleiri flóttamenn hafa sagt bandaríska dagblaðinu svipaða sögu undanfarna daga. Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Erdogan til fundar við leiðtoga ESB Tyrklandsforseti mun ræða ástandið á landamærum Tyrklands og Grikklands við forseta leiðtogaráðs ESB og forseta framkvæmdastjórnar sambandsins í kvöld. 9. mars 2020 09:37 Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. 8. mars 2020 22:58 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Flóttafólki er haldið á leynilegum stað í Grikklandi og vísað úr landi til Tyrklands án þess að það fái að sækja um hæli eða ræða við lögmann. Grísk stjórnvöld eru þannig sögð reyna að koma í veg fyrir að fjöldi hælisleitenda nái sömu hæðum og árið 2015 en sérfræðingar telja að aðgerðir þeirra brjóti alþjóðalög. New York Times segir að það hafi fundið leynilegan stað þangað sem flóttafólk er flutt og síðan sent úr landi með gervihnattamyndum og heimildavinnu á svæðinu. Blaðið hefur ennfremur eftir nokkrum flóttamönnum að þeir hafi verið handsamaðir, sviptir eigum sínum, barðir og svo vísað frá Grikklandi án þess að þeir fengju tækifæri til að sækja um hæli eða ræða við lögmann. Francois Crépeau, fyrrverandi sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttinda flóttafólks, segir að um sé að ræða leynifangelsi þar sem föngum sé haldið á laun og án lagalegra úrræða. Leynifangelsi Grikkja sé brot á réttindum hælisleitenda og stríði gegn banni við „grimmilegri, ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð“ Stelios Petsas, talsmaður grísku ríkisstjórnarinnar, svaraði ekki fyrirspurn bandaríska blaðsins um leynistaðina en fullyrti að Grikkir handtækju og vísuðu flóttafólki úr landi á grundvelli landslaga. Forsetatilskipun sem var gefin út í síðustu viku um að ekki yrði lengur tekið við hælisumsóknum heimilaði að fólki yrði vísað úr landi án tafa. Grískir hermenn standa vaktina við gaddavír handan árinnar Evros á landamærum Tyrklands og Grikklands.AP/Emrah Gurel Segjast fara að lögum og reglum Neyðarástand hefur skapast á landamærum Grikklands og Tyrklands eftir að tyrknesk stjórnvöld ákváðu að standa ekki lengur í vegi þess að sýrlenskir flóttamenn sem hafa hafst þar við reyni að komast til Evrópu. Með því vildu Tyrkir þrýsta á evrópska ráðamenn um að hjálpa þeim frekar við að takast á við flóttamannastrauminn frá Sýrlandi. Áætlað er að um fjórar milljónir Sýrlendinga hafist við í Tyrklandi og óttast er að fleiri streymi inn vegna harðnandi átaka í norðanverðu Sýrlandi undanfarið. Tyrkir tóku þá upp á því að flytja sýrlenska flóttamenn að landamærunum í rútum. Þeir eru jafnvel sagðir hafa hvatt flóttamenn til að gera áhlaup á landamærastöðvar til að brjóta sér leið inn í Grikkland. Sjá einnig: Tyrkir standa ekki lengur í veg fyrir flótta til ESB-ríkja Grikkir brugðust við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum. Tyrknesk stjórnvöld fullyrða að í það minnsta þrír flóttamenn hafi verið skotnir til bana þegar þeir reyndu að komast yfir til Grikklands undanfarnar tvær vikur. Grísk stjórnvöld hafna því að mannfall hafi orðið við landamærin. New York Times segist þó hafa staðfest að sýrlensku verkamaður hafi verið skotin til bana á landamærunum út frá myndböndum vitna. Þá vísar blaðið til myndbanda sem sýna að gríska landhelgisgæslan hafi skotið á flóttamenn á smábát sem voru að reyna að komast til lands í Grikklandi fyrr í þessum mánuði. Gæsluliðar hafi barið flóttamennina með prikum og reynt að sveigja þeim af leið með því að sigla hratt fram hjá bát þeirra. Ferjað aftur til Tyrklands Somar al-Hussein er sýrlenskur Kúrdi sem var á meðal fyrstu sýrlensku flóttamannana sem tyrknesk stjórnvöld fluttu að landamærunum að Grikklandi. Hann sagði New York Times að hann og fleiri hafi reynt að sigla yfir til Grikklands á litlum gúmmíbát. Grískir landamæraverðir hafi tekið þá höndum og flutt þá í fangageymslu. Hussein áætlar að staðurinn hafi verið rétt utan við landamæraþorpið Poros. Starfsmenn fangageymslunnar hafi tekið snjallsíma af Hussein og hunsuðu beiðnir hans um að leggja fram hælisumsókn og að ræða við fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. „Fyrir þeim erum við eins og skepnur,“ sagði Hussein um grísku verðina. Fangana segir hann hvorki hafa fengið vott né þurrt. Daginn eftir hafi hóp flóttamanna verið ekið að ánni Evros á landamærum Grikklands og Tyrklands. Þar hafi grískir lögreglumenn tekið við hópnum og siglt með þá yfir til Tyrklands á litlum hraðbát. Fleiri flóttamenn hafa sagt bandaríska dagblaðinu svipaða sögu undanfarna daga.
Grikkland Tyrkland Flóttamenn Tengdar fréttir Erdogan til fundar við leiðtoga ESB Tyrklandsforseti mun ræða ástandið á landamærum Tyrklands og Grikklands við forseta leiðtogaráðs ESB og forseta framkvæmdastjórnar sambandsins í kvöld. 9. mars 2020 09:37 Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. 8. mars 2020 22:58 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Erdogan til fundar við leiðtoga ESB Tyrklandsforseti mun ræða ástandið á landamærum Tyrklands og Grikklands við forseta leiðtogaráðs ESB og forseta framkvæmdastjórnar sambandsins í kvöld. 9. mars 2020 09:37
Kveikt í tveimur flóttamannamóttökum á Lesbos á viku Búið er að kveikja í tveimur flóttamannamóttökum á grísku eyjunni Lesbos á einni viku. 8. mars 2020 22:58
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21