Mikilvægt að ræða veiruna við börn: „Engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin“ Samúel Karl Ólason skrifar 10. mars 2020 14:31 Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, hrósaði foreldrum á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar í dag og sagði þá heilt yfir hafa tekið ástandinu af yfirvegun. Öll þau börn sem hafa greinst með veiruna voru í skíðaferðum. Ekkert barn hefur smitast innanlands. „Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur af börnunum okkar og sérstaklega á tímum sem þessum,“ sagði Valtýr á fundinum. Hann sagði mikilvægt að ræða ástandið við börn og á því stigi sem þau geta skilið. „Útskýrum fyrir þeim að við séum að reyna að verja okkur gegn þessari veiru. Hins vegar sé engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin.“ Valtýr sagði Covid-19 hafa haft lítil sem engin áhrif á Barnaspítalann. Engin börn hafi verið lögð inn vegna veirunnar og engin börn hafi þurft að koma í mat vegna hennar. Þau börn sem hafa smitast og eru í einangrun eru samkvæmt Valtýr með lítil einkenni. Haft er samband við þau á hverjum degi og samkvæmt Valtýr hafi það gengið framar vonum. „Það má kannski segja að þessi faraldur sem nú geisar um heiminn er merkilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þess að börn virðast veikjast síðar en fullorðnir. Þau börn sem veikjast fá vægari einkenni.“ Foreldrum barna með undirliggjandi sjúkdóma sagði Valtýr að fylgja fyrirmælum sem hafa verið gefin út. Best sé þó að forðast aðstæður þar sem hætta er á smiti en að öðru leyti viðhalda eðlilegum lífum, eins og hægt er. Valtýr sagði börn með ákveðna lungna- eða hjartasjúkdóma sem séu alvarlegir séu í hópum sem séu sérstaklega viðkvæmir. Þar sé þó um mjög fá börn að ræða og eru þau undir eftirliti á Barnaspítalanum. Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir, hrósaði foreldrum á upplýsingafundi yfirvalda vegna kórónuveirunnar í dag og sagði þá heilt yfir hafa tekið ástandinu af yfirvegun. Öll þau börn sem hafa greinst með veiruna voru í skíðaferðum. Ekkert barn hefur smitast innanlands. „Það er eðlilegt að við höfum áhyggjur af börnunum okkar og sérstaklega á tímum sem þessum,“ sagði Valtýr á fundinum. Hann sagði mikilvægt að ræða ástandið við börn og á því stigi sem þau geta skilið. „Útskýrum fyrir þeim að við séum að reyna að verja okkur gegn þessari veiru. Hins vegar sé engin ástæða til að vera hrædd eða óttaslegin.“ Valtýr sagði Covid-19 hafa haft lítil sem engin áhrif á Barnaspítalann. Engin börn hafi verið lögð inn vegna veirunnar og engin börn hafi þurft að koma í mat vegna hennar. Þau börn sem hafa smitast og eru í einangrun eru samkvæmt Valtýr með lítil einkenni. Haft er samband við þau á hverjum degi og samkvæmt Valtýr hafi það gengið framar vonum. „Það má kannski segja að þessi faraldur sem nú geisar um heiminn er merkilegur fyrir margar sakir en ekki síst vegna þess að börn virðast veikjast síðar en fullorðnir. Þau börn sem veikjast fá vægari einkenni.“ Foreldrum barna með undirliggjandi sjúkdóma sagði Valtýr að fylgja fyrirmælum sem hafa verið gefin út. Best sé þó að forðast aðstæður þar sem hætta er á smiti en að öðru leyti viðhalda eðlilegum lífum, eins og hægt er. Valtýr sagði börn með ákveðna lungna- eða hjartasjúkdóma sem séu alvarlegir séu í hópum sem séu sérstaklega viðkvæmir. Þar sé þó um mjög fá börn að ræða og eru þau undir eftirliti á Barnaspítalanum.
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21 Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Bein útsending: Upplýsingafundur vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í dag í Skógarhlíð 14. 10. mars 2020 13:21
Svona á að haga sér í sóttkví Um 600 manns eru í sóttkví hér á landi en hvernig á að haga sér í sóttkví? Hvað má og hvað má ekki gera? 10. mars 2020 13:00