Markaðir vestanhafs braggast eftir mikla lækkun Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2020 14:18 FJárfestar hafa verið með böggum hildar vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirunnar og aðgerða til að hefta útbreiðslu hennar. FJöldi ríkja hefur gripið til ferða- og samkomutakmarkana undanfarna daga og vikur. AP/Mark Lennihan Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku við sér í morgun eftir mestu lækkun sem sést hefur frá því í fjármálahruninu árið 2008 í gær. Fjárfestar eru sagðir bíða eftir að Bandaríkjastjórn kynni aðgerðir til að milda efnahagslegt áfall af völdum kórónuveirunnar. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur eftir að hlutabréf lækkuðu um sjö prósentustig strax eftir opnun í Bandaríkjunum í gær. Það hafði ekki gerst frá því í desember árið 2008. Lækkunin gekk til baka að hluta til við opnun í morgun. Dow Jones-vísitalan hækkaði mest um átta hundruð punkta og Standard & Poor‘s 500-vísitalan hækkaði um 2,5 prósentustig. Nasdaq hækkaði um 2,4 stig, að sögn Washington Post. Áður höfðu markaðir í Asíu og Evrópu tekið aðeins við sér eftir áfall í gær sem var rakið til verðfalls á olíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi um hátt í 30% vegna verðstríðs olíuútflutningsríkjanna Sádi-Arabíu og Rússlands. Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í gær ýmsar aðgerðir til að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar sem breiðist nú um heiminn. Lækkun á launatengdum gjöldum, aðstoð við launafólk og stuðningur við flugfélög, skemmtiferðaskipaútgerðir og hóteliðnaðinn eru sagðar inni í myndinni. Forsetinn sagðist ætla að kynna aðgerðirnar í nánari atriðum í dag. Wuhan-veiran Bandaríkin Tengdar fréttir Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008 9. mars 2020 19:35 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum tóku við sér í morgun eftir mestu lækkun sem sést hefur frá því í fjármálahruninu árið 2008 í gær. Fjárfestar eru sagðir bíða eftir að Bandaríkjastjórn kynni aðgerðir til að milda efnahagslegt áfall af völdum kórónuveirunnar. Viðskipti voru stöðvuð sjálfkrafa í fimmtán mínútur eftir að hlutabréf lækkuðu um sjö prósentustig strax eftir opnun í Bandaríkjunum í gær. Það hafði ekki gerst frá því í desember árið 2008. Lækkunin gekk til baka að hluta til við opnun í morgun. Dow Jones-vísitalan hækkaði mest um átta hundruð punkta og Standard & Poor‘s 500-vísitalan hækkaði um 2,5 prósentustig. Nasdaq hækkaði um 2,4 stig, að sögn Washington Post. Áður höfðu markaðir í Asíu og Evrópu tekið aðeins við sér eftir áfall í gær sem var rakið til verðfalls á olíu. Heimsmarkaðsverð á olíu hrundi um hátt í 30% vegna verðstríðs olíuútflutningsríkjanna Sádi-Arabíu og Rússlands. Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði í gær ýmsar aðgerðir til að draga úr efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar sem breiðist nú um heiminn. Lækkun á launatengdum gjöldum, aðstoð við launafólk og stuðningur við flugfélög, skemmtiferðaskipaútgerðir og hóteliðnaðinn eru sagðar inni í myndinni. Forsetinn sagðist ætla að kynna aðgerðirnar í nánari atriðum í dag.
Wuhan-veiran Bandaríkin Tengdar fréttir Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008 9. mars 2020 19:35 Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01 Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00 Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Dow Jones-vísitalan hrundi um 7,8 prósentustig Dow Jones vísitalan hrundi um 7,8% á mörkuðum í dag en um er að ræða mestu lækkun hennar frá efnahagshruninu árið 2008 9. mars 2020 19:35
Viðskipti stöðvuð rétt eftir opnun markaða vestanhafs Til sjálfvirkrar stöðvunar viðskipta á bandarískum mörkuðum kom í fyrsta skipti frá því í fjármálakreppunni árið 2008. Svartsýni hefur gripið markaði vegna áhrifa kórónuveirunnar á hagkerfi heimsins. 9. mars 2020 14:01
Bensínverð lækkar vegna kórónuveirunnar Olíuverð á Íslandi hefur lækkað nokkuð skarpt vegna kórónuveirunnar þar sem eftirspurn hefur dregist saman á heimsvísu. Veiran hefur einnig áhrif inn í kauphöllina þar sem hlutabréf hafa hríðfallið. 3. mars 2020 19:00
Bölmóður á mörkuðum eftir verðfall á olíu Helstu vísitölur í Evrópu og Asíu féllu verulega eftir um það bill fimmtungslækkun á heimsmarkaðsverði olíu í nótt. Hrunið kyndir undir ótta við heimskreppu vegna kórónuveirufaraldursins sem breiðist nú um heiminn. 9. mars 2020 10:52