Fótbolti

Manchester United spilar fyrir framan tóma stúku á fimmtudaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bruno Fernandes hefur farið á kostum með liði Manchester United að undanförnu.
Bruno Fernandes hefur farið á kostum með liði Manchester United að undanförnu. Getty/Simon Stacpoole

Leikur Lask og Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudaginn mun vera spilaður fyrir luktum dyrum.

Leikur liðanna bætist í hóp fjölmarga leikja í Evrópukeppnunum í vikunni sem verða áhorfendalausir. Ástæðan er eins og allir villa baráttan gegn útbreiðslu kórónuveirunnar.

Þetta er fyrri leikur liðanna og hann mun fara fram en aðeins af því að engum áhorfendum verður hleypt inn á völlinn.

Þetta er náttúrulega mjög leiðinlegt fyrir heimamenn í Lask sem fá ekki stórlið eins og Manchester United í heimsókn á hverjum degi.

Margir stuðningsmenn Manchester United eru líka búnir að kaupa sér miða og ferð út á leikinn en þeir fá nú ekki að sjá sína menn spila.


Tengdar fréttir

Rétt hjá Bruno Fernandes að „sussa“ á Guardiola

Samskipti Bruno Fernandes og Pep Guardiola undir loks leiks Manchester liðanna vöktu heilmikla athygli og bæði sjálfur knattspyrnustjórinn og fyrrum hetja Manchester United liðsins eru ánægðir með Portúgalann.

Ole Gunnar Solskjær með sögulegt tak á Pep Guardiola

Ole Gunnar Solskjær stýrði Manchester United til sigurs á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær og sá til þess að Pep Guardiola hefur aldrei áður upplifað annað eins tímabil á stjóraferli sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×